Auglýsing til verslana, þjónustuaðila, handverks- og listamanna

Markaðsátaks fyrir jólin, með verslunum, þjónustuaðilum, handverks- og listamönnum. Eins og í fyrra er ætlunin gefa út sameignlegan auglýsingabækling með jólagjafahugmyndum sem hægt er fá í Fjallabyggð. Hugmyndin er hvetja íbúa Fjallabyggðar til að versla í heimabyggð fyrir jólin og halda sem mestu fjarmagni í heimabyggð. Vinna og kostnaður við bæklinginn verður á hendi Fjallabyggðar. Öll fyrirtæki og allir einstaklingar innan Fjallabyggðar sem hafa áhuga á að selja íbúum Fjallabyggðar jólagjafir eru velkomnir til að taka þátt í þessum bæklingi. Hugsum út fyrir kassann hvað varðar jólagjafir þessi jólin eins og þau síðustu.

Við óskum eftir að sjá auglýsingar frá öllum verslunum, þjónustuaðilum, listamönnum og handverksfólki Fjallabyggðar. Munum að jólagjafir geta verið jafn misjafnar og þær eru margar.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt þurfa að hafa samband við Albert í síma 467-1288 albetrt@est.is eða Ingu 464-9207 inga@fjallabyggd.is