Útboð á framkvæmdum við Gránugötu og Tjarnargötu auglýst.

Vegagerðin, Norðurlandsumdæmi vestra, hefur óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við Gránugötu og Tjarnargötu í sumar. Framkvæmdin felst í endurnýjun þessara gatna auk þess sem steyptar verða gangstéttir og fráveita endurnýjuð. Með þessari framkvæmd heyra tvö stór vandamál í gatnamálum og fráveitu hér á Siglufirði vonandi sögunni til. Annars vegar hefur Gránugatan verið mikið í umræðunni undanfarin ár vegna mjög lélegs ástands og horfir það nú til betri vegar. Ekki síður mikilvægt er að áætlað er að fráveita verði lögð undir Gránugötu og út í sjó við endann á eyrinni í stað þess að fara í smábátahöfn og hefur það að sjálfsögðu mjög jákvæð áhrif á umhverfið allt við smábátahöfnina og leysir hvimleitt vandamál hér til margra ára.Samkvæmt útboði skal framkvæmdum verða lokið þann 15. október n.k. en útboð verða opnuð 17. mars.Útboðsgögn eru seld hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka) og er verð þeirra er 4.000 kr.Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánudaginn 17. mars 2003.