Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði óskar eftir kvenmanni til starfa

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði óskar eftir kvenmanni til starfa. Um er að ræða ráðningu í 50% starfshlutfall sem gæti aukist á næstu mánuðum. Starfið felur í sér sundlaugarvörslu, baðvörslu, þrif og fleira.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Unnið er á dag- kvöld- og helgarvöktum. Leitað er að starfsmanni með góða þjónustulund og sem á gott með að umgangast jafnt börn sem fullorðna. Æskilegt er að viðkomandi tali góða íslensku og geti bjargað sér á ensku.

Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.

Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf sundstaða, skila heilbrigðisvottorði og heimila upplýsingaöflun úr sakaskrá.

Sækja skal um starfið gegnum heimasíðu Fjallabyggðar, í Rafræn Fjallabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2019.

Laun skv. Kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 863-1466