Bæjarstjórn Fjallabyggðar

90. fundur 12. júní 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
 • Ingvar Erlingsson forseti
 • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
 • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
 • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Sigurður Hlöðversson bæjarfulltrúi
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Allir bæjarfulltrúar voru mættir.

Samþykkt var með 9 atkvæðum að taka á dagskrá fundargerð yfirkjörstjórnar frá 16. apríl og bæjarráðs frá 11. júní.

Forseti flutti tillögu um að 13. liður á dagskrá "Rekstar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð" yrði tekinn fyrir sem trúnaðarmál og var tillagan samþykkt með 9 atkvæðum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013

Málsnúmer 1305007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landskerfa bókasafna hf, ásamt ársreikningi og samþykktum félagsins. 
  Aðalfundur verður haldinn í Reykjavík 24. maí n.k. 
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri var haldinn 15. maí sl.
  Ekki höfðu fulltrúar sveitarfélagsins tök á að sækja fundinn að þessu sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Lagðar fram tillögur um verklag og kostnaðaráætlun varðandi rannsókn á Ólafsfjarðarvatni.
  Kostnaðaráætlun er kr. 2.436.900.
  Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Lagðar fram endurskoðaðar siðareglur fyrir bæjarfulltrúa.
  Að beiðni Innanríkisráðuneytisins er núverandi siðareglum sveitarfélagsins skipt upp í tvo hluta - þ.e. eina samþykkt fyrir kjörna fulltrúa og aðra fyrir stjórnendur.
  Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Samningur um skóla- og frístundaakstur rennur út 31. ágúst 2013.  Heimilt er að framlengja samning án útboðs eitt ár í senn, að hámarki tvisvar.
  Bæjarráð samþykkir að bjóða út aksturinn og felur fræðslu- og menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa að yfirfara núverandi samning og þær þarfir sem þarf að uppfylla í samráði við ábendingar frá fagnefndum. 
   
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  a. Hlutaveikindi
  Í tengslum við grein 12.2.10 í samningum stéttarfélaga við Samband ísl. sveitarfélaga eða sambærilega grein í samningum aðildarfélaga KÍ er eftirfarandi tillaga að verklagsreglum um hlutaveikindi lögð fram, til að skerpa á túlkun greinarinnar.

  "Forstöðumenn og yfirmenn stofnana sveitarfélagsins skulu hafa samráð við skrifstofu- og fjármálastjóra þegar til skoðunar er að veita starfsmönnum heimild til að vinna skert starf að læknisráði vegna veikinda eða slysa (hlutaveikindi)".

  Grein 12.2.10 Ef starfsmaður að læknisráði og með leyfi forstöðumanns vinnur skert starf vegna slyss eða veikinda, skal miða greiðslu veikindalauna fyrir dagvinnu við það starfshlutfall sem vantar á að hann sinni fullu starfi.

  Bæjarráð samþykkir tillögu með 3 atkvæðum.

  b. Trúnaðarlæknisþjónusta
  Skrifstofu- og fjármálastjóri gerði grein fyrir möguleikum á þjónustu trúnaðarlæknis fyrir sveitarfélagið.
  Af þeim tveimur kostum sem kynntir voru, annars vegar frá Vinnuvernd og hins vegar frá Heilsuvernd, samþykkir bæjarráð að ganga til samninga við Heilsuvernd.
  Kannað verði einnig með þá liði í þjónustuframboði Heilsuverndar er snúa að ráðgjöf varðandi veikindi og fjarvistir starfsmanna, heilsuvernd og endurhæfingu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Í tengslum við útboð á sorphirðu fyrir sveitarfélagið sem samþykkt var á 290 fundi bæjarráðs, er óskað eftir því að bæjarráð taki afstöðu til tunnufyrirkomulags í útboði og rekstur sorpmóttökustöðva.
  Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa liðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Eftirfarandi breytingar voru lagðar fram að hálfu T-lista.
  Aðalmaður í stjórn Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar verður Inga Eiríksdóttir í stað Bjarkeyjar Gunnarsdóttur.
  Varafulltrúi sveitarfélagsins á aðalfund Sambands íslenskra sveitarfélaga verður Sigurður Hlöðvesson og kemur í stað Bjakeyjar Gunnarsdóttur.
  Aðalmaður á Aðalfund Eyþings verður Sigurður Hlöðvesson í stað Bjarkeyjar Gunnarsdóttur.
  Eftirfarandi breyting var lögð fram af hálfu B-lista.
  Ruth Gylfadóttir verður varamaður í undirkjörstjórn í Ólafsfirði í stað Eydísar Óskar Víðisdóttur.
   
  Fráfarandi nefndarfólki þökkuð góð störf og nýtt fólk boðið velkomið til starfa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  89. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti að fela bæjarráði fullnaðarafgeiðslu málsins.
  Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum framlagðan undirritaðan kaupsamning.
  Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Lagt fram erindi formanns Vildarvina Siglufjarðar og formanns Siglfirðingafélagsins þar sem sveitarfélagið er kvatt til þess að standa vel að 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðarkaupstaðar 20. maí 2018 og að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi.
  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar menningarnefndar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Mánaðarlegt yfirlit lagt fram til kynningar fyrir janúar til apríl 2013. Niðurstaðan fyrir heildina er 264,8 m.kr. sem er um 100% af áætlun.
  Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 9 milljónir á móti öðrum deildum sem eru undir áætun samtals um sömu upphæð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Lagður fram undirritaður samningur við Securitas um vöktun á brunavarnarkerfi í Tjarnarborg, dagsettur 17. apríl 2013.
  Bæjarráð staðfestir samning með fyrirvara um að tímalengd falli að innkaupareglum sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Fundargerð frá 23. apríl 2013 lögð fram til kynningar.

  Bæjarstjóra falið að ræða við forstöðumann Hornbrekku um framkomnar ábendingar og boða nefnd um öldrunarmál til fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21. maí 2013
  Fundargerðir 238. fundar til og með 241. lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013

Málsnúmer 1305010FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  Í erindi Leikfélaganna í Ólafsfirði og á Siglufirði frá 21. maí 2013, er sótt um styrk vegna sýningar leikfélaganna í Þjóðleikhúsinu 16. júní n.k. á leikritinu "Stöngin inn" sem valið var "Áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins 2012/2013".
  Bæjarráð óskar leikfélögunum til hamingju með frábæra sýningu og viðukenningu og samþykkir styrk að upphæð 75 þús. sem færist af fjárhagslið yfirstjórnar 21-81-9291
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  Bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra er falið að lagfæra áætlun 2013 - 2016 í samræmi við viðauka og framkomnar ábendingar bæjarráðs og leggja tillögu fyrir næsta fund í bæjarráði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingu á skipuðum fulltrúum sínum í sáttanefnd sveitarfélagsins og Rauðku.
  Nýir fulltrúar eru Unnar Már Pétursson, viðskiptafræðingur og Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður bæjarfélagsins og koma þeir í stað Ólafs H. Marteinssonar og Ingvars Erlingssonar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  89. fundur bæjarstjórnar samþykkti  að fela bæjarráði fullnaðarafgeiðslu málsins.

  Samkvæmt upplýsingum Framkvæmdasýslunnar hefur lægst bjóðandi fengið viðeigandi skýringar.

  Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins um töku tilboðs nr. 15418 í framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Hafnarhyrnu í Siglufirði.

  Lagt var til að tilboði ÍAV hf yrði tekið en það var að upphæð kr. 447 milljónir 900 þúsund og 335 krónur og er 99,26% af kostnaðaráætlun.

  Kostnaðaráætlun var kr. 451.226.500 100%
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umsögn til Sýslumannsins á Siglufirði  um tækifærisleyfi fyrir Sjómannafélag Ólafsfjarðar vegna sjómannahátíðar í íþróttahúsinu í Ólafsfirði 2. júní 2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 28. maí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Siglunes Guesthouse ehf. kt. 500299-2239 um útgáfu rekstrarleyfis vegna reksturs gististaðar með sama heiti að Lækjargötu 10 Siglufirði.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 28. maí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Bolla og bedda ehf kt 631293-2989 um útgáfu rekstrarleyfis vegna reksturs kaffihúss að Strandgötu 2 Ólafsfirði.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu, enda komi ekki athugasemdir frá skipulags- og umhverfisnefnd varðandi útiveitingasvæði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 28. maí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Bolla og bedda ehf. kt. 631293-2989 um útgáfu nýs rekstrarleyfis vegna gististaðar án veitinga í Tröllakoti í Ólafsfirði.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 28. maí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Guðnýjar Róbertsdóttur kt. 260155-2379 um útgáfu nýs rekstrarleyfis vegna gististaðar án veitinga í Íslenska sæluhúsinu að Aðalgötu 22, Siglufirði.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  Úthlutun frá Vinnumálastofnun dags. 30.04.2013. Um er að ræða 10 störf.
  Verkefnið er í vinnslu hjá vinnuhóp bæjarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  Lagt fram til kynningar erindi Varasjóðs húsnæðismála frá 16. maí 2013 um úthlutun á framlagi vegna sölu á fasteigninni Ólafsvegi 30 íbúð 201 að upphæð kr. 2.599.876.-
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
  Lögð fram til kynningar fundargerð frá 14. maí 2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 298. fundur - 4. júní 2013

Málsnúmer 1305013FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 298. fundur - 4. júní 2013
  Lögð fram drög að þjónustusamningi við Höllina veitingahús, sem fræðslu- og menningarfulltrúi hefur unnið að, á grundvelli umræðna og niðurstöðu í menningarnefnd.
  Einnig minnispunktar um aðstöðugjald og dyravörslu.
  Bæjarráð fellst á þá nálgun sem fram kemur í drögum að þjónustusamningi.
  Endanlegur samningur verður lagður fyrir bæjarstjórn í næstu viku.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Samþykkt með 9 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til umfjöllunar og endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 298. fundur - 4. júní 2013
  Lögð fram tillaga frá deildarstjóra tæknideildar að bótum vegna nauðsynlegra breytinga á lóðarblaði fyrir lóðarhafa að Gránugötu 5b Siglufirði.
  Einnig kostnaðaráætlun og skýringarmynd.
  Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 298. fundur - 4. júní 2013
  Í erindi frá Ungmennafélaginu Vísi frá 29. maí 2013, er sótt um niðurfellingu eða lækkun á fasteignagjöldum af félagsheimilinu Hringver.

  Bæjarráð hafnar beiðni um niðurfellingu eða lækkun á fasteignagjöldum, þar sem hún fellur að reglum sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 298. fundur - 4. júní 2013
  Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins, ásamt skýringum, fyrir tímabilið 1. janúar til  30. apríl 2013, sem og áætlun fyrir allt árið til samanburðar. 
  Samkvæmt því er niðurstaðan fyrstu fjögurra mánaða ársins 93% af áætlun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 298. fundur - 4. júní 2013
  Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016.

  Eftir umfjöllun og breytingar á tillögunni samþykkir bæjarráð að viðaukatillaga með umræddum breytingum verði lögð fyrir næsta bæjarstjórnarfund.
  Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 298. fundur - 4. júní 2013
  Tekin til umfjöllunar samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar og breytingar sem þarf að gera.
  Unnið verður áfram í samráði við lögfræðing Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillaga lögð fyrir næsta bæjarstjórnarfund.
  Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 298. fundur - 4. júní 2013
  Fundargerð frá 18. maí 2013 lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 14. maí 2013

Málsnúmer 1302010FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
 • 4.1 1302070 Ljósabekkir í íþróttamiðstöð á Siglufirði
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 14. maí 2013
  Frestað til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar frístundanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 4.2 1301019 Viðbragðsáætlun félagsmiðstöðvar vegna óveðurs og ófærðar
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 14. maí 2013


  Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að viðbragðsáætlun félagsmiðstöðvarinnar vegna óveðurs og ófærðar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar frístundanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 4.3 1302072 Frístundaakstur 2013
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 14. maí 2013
  Frestað til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar frístundanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 4.4 1305001 Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar - staðan vor 2013
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 14. maí 2013
  Farið var yfir stöðuna í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar. Endurskoða þarf laun fyrir árið 2013 vegna langtímaveikinda. Aukinn kostnaður vegna þessa er um 1,5 milljón árið 2013. Ekki þurfti að segja upp starfshlutfalli starfsmanna til að ná fram fyrirhuguðum sparnaði, hann náðist með annari hagræðingu og breytingum á starfsamannahaldi í kjölfar þess tveir starfsmenn hafa sagt upp störfum. Óskað var eftir upplýsingum um kostnað við að hita sundlaugina á Siglufirði fyrir ungbarnasund fyrir næsta fund. Nefndin óskar einnig eftir lista yfir þau leikföng og tæki sem eru til notkunar fyrir almenning í sundlaugunum. Nefndin leggur áherslu á að passað verði upp á að bæði kynin séu á vakt í húsinu svo ekki komi upp vandamál varðandi gæslu í klefum.  Rætt var um sumaropnun, opið verður í sumar sem hér segir:
  Ólafsfirði:
  Virkir dagar 6:30-19:00
  Helgar 10:00-18:00
  Siglufirði:
  Virkir dagar 6:30-13:00 og 15:00-19:00
  Helgar 14:00-18:00
   
  Bókun fundar Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson, Egill Rögnvaldsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 60. fundar frístundanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 4.5 1301112 Samþykktar tillögur á 38.sambandsráðsfundi UMFÍ 12.og 13. október 2012
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 14. maí 2013
  Lagt fram til kynningar tillögur frá 38. sambandsráðsfundi UMFÍ.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar frístundanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 4.6 1303024 Undirbúningur og framkvæmd á ferðum með börn og ungmenni á vegum Fjallabyggðar
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 14. maí 2013
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir fyrirhugaðri vinnu við gerð reglna um undirbúning og framkvæmd á ferðum með börn og ungmenni á vegum Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar frístundanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 4.7 1301004 Rekstraryfirlit 30. nóvember 2012
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 14. maí 2013
  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit til 30. nóvember 2012
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar frístundanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 4.8 1304046 Skólahreysti 2013 - umsókn um styrk
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 14. maí 2013
  Bæjarráð hefur samþykkt styrk vegna skólahreystis 2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar frístundanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 4.9 1302002 Rekstraryfirlit 31. desember 2012
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 14. maí 2013
  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit til 31. desember 2012
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar frístundanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 21. maí 2013

Málsnúmer 1305009FVakta málsnúmer

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • 5.1 1305056 Skólalok Tónskóla Fjallabyggðar vorönn 2013
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 21. maí 2013
  Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
   
  Farið yfir:
  a) launakostnað í tónskólanum.
  b) samtölur.
  c) fyrirhugaðar endurbætur í tónskólanum.  
  d) skólastarf vetrarins.
   
  Fræðslunefnd þakkar starfsfólki Tónskóla Fjallabyggðar fyrir óeigingjarnt, fjölbreytt og skapandi starf í  þágu tónlistarlífs í Fjallabyggð.
   
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar fræðslunefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 5.2 1305055 Skóladagatal Tónskóla Fjallabyggðar 2013-2014
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 21. maí 2013
  Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
   
  Skóladagatal Tónskóla Fjallabyggðar 2013-2014 lagt fram til samþykktar. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar fræðslunefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 5.3 1305058 Haustönn tónskólans skólaárið 2013-2014
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 21. maí 2013
  Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
   
  Drög að nýjum tónlistaráfanga lögð fram til kynningar sem fyrirhugað er að kenna í Menntaskólanum á Tröllaskaga næsta haust er nefnist: Skapandi tónlist. Einnig í bígerð nýtt samstarfsverkefni við grunnskólann. Í tengslum við það verður stofnaður kór grunnskólans.
   
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar fræðslunefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 5.4 1305059 Skólamötuneyti veturinn 2013-2014
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 21. maí 2013
  Þjónustusamningur vegna skólamáltíða við Allann rennur út í byrjun júní nk. Fræðslu- og menningarfulltrúi er að gera verðkönnun hjá veitingahúsaaðilum á Siglufirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar fræðslunefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 5.5 1304051 Rekstraryfirlit mars 2013
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 21. maí 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar fræðslunefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 5.6 1305018 Skóla- og frístundaakstur 2013-2014
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 21. maí 2013
  Samningur um skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð rennur út 31. ágúst 2013. Fræðslunefnd samþykkir að farið verði í að bjóða út aksturinn.
  Bókun fundar Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 87. fundar fræðslunefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013

Málsnúmer 1305006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
  Yfir hafnarvörður fór yfir helstu viðhaldsverkefni á árinu 2013.
   
  Verkefnum er hér raðað upp í samræmi við fundargerð síðasta fundar.
  Unnið verður fyrir um 6.0 m.kr. Fyrir um fjórar á Siglufirði og tvær á Ólafsfirði.
  1. Skipta þarf út dekkjum Siglufirði - áætlaður kostnaður 600 þúsund.
  2. Kostnaðarmat á viðgerðum þils á Siglufirði - verkið ekki tekið til framkvæmda á árinu 2013. 
  3. Lagfæringar á hafnarskrifstofu Siglufirði - áætlaður kostnaður er 300 þúsund.
  4. Umhverfi hafnarinnar á Siglufirði, malbikun um 100 m2. Áætlaður kostnaður 750 þúsund.
  5. Lagfæringar á hafnarvog Siglufirði - áætlaður kostnaður er 800 þúsund.
  6. Umhverfi hafnarinnar í Ólafsfirði, malbikun - yfirlögn 3 m.kr.  
      Steypa þarf undir vigt með hita, áætlaður kostnaður 400 þúsund.
  7. Lagfæringar á ljósabúnaði hafnarinnar á Siglufirði. Talið er að vandræðin stafi af spennufalli. Rarik hefur tekið málið til skoðunar. 
   
  Hafnarstjórn samþykkir viðhaldsverkefni ársins í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.
   
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
  Yfirhafnarvörður fór yfir helstu framkvæmdir á árinu 2013.
   
  Verkefnum er hér raðað upp í samræmi við fundargerð síðasta fundar.
  Unnið verður fyrir 12.5 m.kr.
  1. Búa þarf nýja uppsátursbraut og er áætlaður kostnaður er um 1.5 m.kr. Vandinn er að finna góða staðsetningu.
  Hafnarstjórn ákvað að fresta ákvörðun um framkvæmdir við uppsátursbraut.
  2. Lokafrágangur og framkvæmdir við flotbryggju Siglufirði og er áætlaður um 500 þúsund.
  3. Eftirlitskerfi fyrir Fjallabyggðarhafnir. Myndavélabúnaður - upplýsingar liggja ekki fyrir.  Hafnarstjórn telur rétt að kanna kostnað við að setja upp slíkt kerfi á Óskarsbryggju.
  4. Lenging á flotbryggju Siglufirði um 20 m en áætlaður kostnaður er um 8 - 10 m.kr.
  5. Uppgjör á fingrum á eftir að fara fram og er það mál til skoðunar.
   
  Hafnarstjórn samþykkir framkomnar óskir um framkvæmdir á árinu 2013 í samræmi við fjárhagsáætlun.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Ólafur H. Marteinsson og Guðmundur Gauti Sveinsson.<BR>Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
  Yfir hafnarvörður lagði fram tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir skemmtiferðarskip og farþega.
  Hafnarstjórn taldi eðlilegt að miða gildistöku hennar við næstu áramót. Gjaldskráin verður lögð fram í haust.
  Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
  Lögð fram skýrsla og myndir af tjóni sem varð á Norðurgarðinum í Ólafsfirði.
  Þegar óveðrið gekk yfir þá var ölduhæð á Grímseyjarsundi á milli 11 - 13 m sem er með því mesta sem öldumælirinn þar hefur gefið.
  Áætlaður kostnaður er um 14 m.kr.  en garðurinn gaf sig á um 70 m kafla.
  Hafnarstjórn telur eðlilegt að vísa þessu viðhaldsverkefni til umfjöllunar við gerð áætlunar fyrir árið 2014 en sækja jafnframt um styrk til framkvæmdarinnar hjá hafnabótasjóði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
  Lagt fram til kynningar bréf til Reynis Karlssonar frá lögmanni bæjarfélagsins dags. 3.apríl 2013.
  Hafnarstjórn telur málið í réttum farvegi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
  Lagt fram bréf bæjarstjóra til Siglingastofnunar er varðar óskir hafnarstjórnar um aðkomu Siglingastofnunar að endurbyggingu Hafnarbryggju. Ekkert svar hefur borist. Bréfið bæjarstjóra verður tekið fyrir í Hafnarráði næsta föstudag.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
  Lögð fram tilskipun um meðferð á spilliefnum  og er hér lögð áhersla á brennistein í skipaoliu. Tilskipunin kemur frá Umhverfisstofnun. Í greinargerð eru kynntar hertar kröfur um brennisteinsinnihald í skipaolíu. Lögð er áhersla á tilkynningarskildu hafna er slík mál varðar.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
  Lagðar fram fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands og eru þær nr. 353, 354, 356 og nr. 357.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 23. maí 2013

Málsnúmer 1305008FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 23. maí 2013
  Rekstaryfirlit félagsþjónustu pr. 30. apríl lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar félagsmálanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 23. maí 2013
  Erindi synjað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar félagsmálanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 23. maí 2013
  Erindi samþykkt að hluta.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar félagsmálanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 23. maí 2013
  Erindi samþykkt að hluta.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar félagsmálanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 23. maí 2013
  Erindi synjað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar félagsmálanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 23. maí 2013
  Fundargerðir þjónustuhóps frá 23. apríl og 16. maí s.l. lagðar fram.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar félagsmálanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 23. maí 2013
  Fundargerðir félagsþjónustunefndar nr. 15, 16 og 17 lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar félagsmálanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 30. maí 2013

Málsnúmer 1305012FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
 • 8.1 1306014 Atvinnuleysi í Fjallabyggð
  Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 37
  Formaður gerði grein fyrir fjölda á atvinnuleysisskrá.
  Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.2 1303038 Umsókn um leyfi til niðurrifs á mjölhúsi
  Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 37
  Umræða um framtíð mjölhússins á Siglufirði frestað, þar sem málið er í góðum farvegi hjá bæjarstjórn Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.3 1306013 Ný fyrirtæki í Fjallabyggð
  Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 37
  Ný fyrirtæki hafa verið stofnuð í Fjallabyggð:
  Hrímnir, Hár og Skeggstofa, eigandi Jón Hrólfur Baldursson.
  Snyrtistofa Hönnu, eigandi Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir.
  Múr & Pípulagnir, eigendur Eyjólfur Bragi Guðmundsson og Arnar Ólafsson.
  Hótel Siglunes gistihús, eigendur Hálfdán Sveinsson og Ásta Júlía Kristjánsdóttir.
  Hafbor nýsköpunarftrurtæki á sviði neðansjávarfestinga, eigendur Erling Jónsson o.fl.
  Gistihús Jóa, eigandi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
  Snyrtistofan Svava, eigandi Svava Jónsdóttir.
  Nuddstofa Rósu, eigandi Rósa Jónsdóttir.

  Nefndin fagnar framtaki þessara einstaklinga, sem standa að baki fyrirtækjanna og óskar þeim gæfu og velfarnaðar í framtíðinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013

Málsnúmer 1305011FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013  Á 150. fundi nefndarinnar þann 6. febrúar síðastliðinn voru lagðar fram athugasemdir íbúa í grennd við Aðalgötu 6 og 6b þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum af ástandi húsanna. Kom fram að tæknideild hafði sent eigendum fyrrgreindra húsa úrbótabréf þar sem eigendum var gefinn hæfilegur frestur til þess að gera nauðsynlegar úrbætur á fasteignum sínum ella yrði farið í frekari aðgerðir. Málið er nú tekið fyrir að nýju og leggur nefndin fram eftirfarandi bókun.

   


  Vegna Aðalgötu 6

  Lagt fram bréf eigenda Aðalgötu 8, dags 28. janúar 2013 og sýslumannsins á Siglufirði, dags. 29. janúar 2013 þar sem kvartað er undan hættu og frágangi húsanna nr. 6 og 6b við Aðalgötu. Lögð fram bréf tæknifulltrúa frá 1. febrúar 2013 og ítrekun frá 11. mars 2013 þar sem krafist er úrbóta að viðlögðum dagsektum. Einnig lagður fram tölvupóstur eiganda Aðalgötu 6 frá 2. maí 2013 þar sem fram kemur að hann sé að láta teikna upp klæðningar, muni óska samþykkta á því og hefja framkvæmdir í kjölfarið.


  Í ljósi fyrirliggjandi svara eiganda er óskað eftir að eigandi hússins leggi fram, innan tveggja vikna, tímasetta áætlun um hvenær framkvæmdir hefjist við lagfæringar húsinu og hvenær þeim verði lokið. Jafnframt verði gerð grein fyrir því í hverju lagfæringarnar eiga að felast og hvernig öryggi verði tryggt fram til þess tíma að hafist verður handa við framkvæmdir. Berist ekki slík áætlun innan þess tíma verður málið á ný tekið fyrir nefndina og tekin ákvörðun um hvort rétt sé að leggja dagsektir á eiganda eða beita öðrum úrræðum laga um mannvirki s.s. framkvæmdum á kostnað eiganda. Verður eiganda í kjölfarið gefinn stuttur frestur til að tjá sig um mögulega álagningu og fjárhæð dagsekta eða framkvæmdir á kostnað eiganda. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að gengið verði frá húsinu fyrir veturinn til að ekki hljótist tjón eða skapist frekari hætta vegna þess.

   


  Vegna Aðalgötu 6b

  Lagt fram bréf eigenda Aðalgötu 8, dags 28. janúar 2013 og sýslumannsins á Siglufirði, dags. 29. janúar 2013 þar sem kvartað er undan hættu og frágangi húsanna nr. 6 og 6b við Aðalgötu. Lögð fram bréf tæknifulltrúa frá 1. febrúar 2013 og ítrekun frá 11. mars 2013 þar sem krafist er úrbóta að viðlögðum dagsektum. Þá er lagður fram tölvupóstur forsvarsmanns eiganda Aðalgötu 6b frá 21. mars 2013, þar sem m.a. er kvartað undan fyrirvaralausum hótunum um beitingu dagsekta og óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um málið. Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá Berg ehf., dags. 26. maí 2013, þar sem fram kemur að félagið muni ráðast í viðgerð á þaki iðnaðarskemmu í sumar.


  Í ljósi fyrirliggjandi svara eiganda og verktaka er óskað eftir að eigandi hússins leggi fram, innan tveggja vikna, tímasetta áætlun um hvenær framkvæmdir hefjist við lagfæringar húsinu og hvenær þeim verði lokið. Jafnframt verði gerð grein fyrir því í hverju lagfæringarnar eiga að felast og hvernig öryggi verði tryggt fram til þess tíma að hafist verður handa við framkvæmdir. Berist ekki slík áætlun innan þess tíma verður málið á ný tekið fyrir nefndina og tekin ákvörðun um hvort rétt sé að leggja dagsektir á eiganda eða beita öðrum úrræðum laga um mannvirki s.s. framkvæmdum á kostnað eiganda. Verður eiganda í kjölfarið gefinn stuttur frestur til að tjá sig um mögulega álagningu og fjárhæð dagsekta eða framkvæmdir á kostnað eiganda. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að gengið verði frá húsinu fyrir veturinn til að ekki hljótist tjón eða skapist frekari hætta vegna þess.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Borist hefur erindi frá húseigendum Fossvegar 35 á Siglufirði þar sem þau lýsa áhyggjum sínum og húseigenda Fossvegar 33 af vatnsaga sem kemur undan götukanti Hólavegar. Vatnið rennur niður í garðana á Fossvegi 33 og 35 á um 20 metra svæði og hefur aukist með tilkomu snjóflóðavarnargarðanna.
   
  Nefndin vísar erindinu til ofanflóðasjóðs og óskar eftir að fá óháðan aðila til að skoða málið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Marteinn Haraldsson, eigandi að fasteigninni Skútustígur 7 á Saurbæjarás óskar eftir því að vegur að bílastæði eignarinnar skv. deiliskipulagi verði kláraður eins fljótt og hægt er svo hægt sé að fara í framkvæmdir við lóð hússins.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar <DIV>Ólafur H. Marteinsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.<BR>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Ásgrímur Pálmason fyrir hönd hestamannafélagsins Gnýfara óskar eftir leyfi nefndarinnar til að laga fornu reiðleiðina yfir í Fljót sem liggur um Kvíabekkjardal, Skarðsdal og Ólafsfjarðarskarð. Landeigandi á svæðinu hefur gefið sitt leyfi fyrir framkvæmdinni sem unnin yrði í sumar.
   
  Ásgrímur Pálmason vék af fundi undir þessum lið.
   
  Nefndin samþykkir lagningu reiðleiðar upp í 200 m h.y.s. en svæðið þar fyrir ofan er á náttúruminjaskrá sem "aðrar náttúruminjar" og þarf að sækja um leyfi til Umhverfisstofnunar fyrir lagningu reiðvegar þar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Steinar Sigurðsson arkitekt, f.h. Hjartar Jónssonar húseigenda Eyrargötu 28 á Siglufirði óskar eftir leyfi nefndarinnar til breytinga á fasteigninni samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Ráeyrarveg 1.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir lóð undir stjórnstöðvarhús Rarik sem er staðsett í hlíðinni ofan bæjarins.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Aðalbjörg Ólafsdóttir f.h. Höllin veitingahús ehf. sækir um leyfi fyrir skilti í Ólafsfirði sem staðsett yrði við innkomuna í bæinn að vestanverðu.
   
  Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að ákveða nákvæma staðsetningu á skiltinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Þorsteinn Jóhannesson f.h. Skúla Pálssonar Ólafsvegi 6 sækir um leyfi til þess að byggja forstofu yfir inngang austan megin á húsinu skv. meðfylgjandi teikningum.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Magnús Björgvinsson eigandi fasteignarinnar Hávegur 8 á Siglufirði óskar eftir leyfi nefndarinnar til þess að klæða húsið að utan með ljósgrárri Steni klæðningu. Staðfesting verkfræðings um nægilegt hald í útveggjum hússins liggur fyrir.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur f.h. Bolla og bedda ehf. vegna reksturs Kaffi Klöru að Strandgötu 2 á Ólafsfirði. Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi veitingastaðar skv. II. flokki 4. gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða veitingastað með umfangslitlum áfengisveitingum. Sótt er um leyfi til útiveitinga en ekki er búið að skila inn teikningum með skilgreindu útiveitingasvæði.

  Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.
   
  Nefndin samþykkir útiveitingasvæði við suðurhlið hússins innan lóðarmarka en felur byggingarfulltrúa að svara erindinu að öðru leyti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Lagt fram bréf Ásdísar Evu Baldvinsdóttur þar sem hún kemur með ábendingu um að endurnýja og hreinsa ljósakúpla á ljósastaurum sem standa utan við Skálarhlíð.
   
  Nefndin þakkar erindið og felur deildarstjórna tæknideildar að lagfæra staurana.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Vegagerðin hefur lagt fram teikningar af hraðahindrun á Snorragötu rétt sunnan við gatnamótin við Norðurtún og falið tæknideild að sjá um framkvæmdina.
   
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Hálfdáni Sveinssyni f.h. Siglunes Guesthouse ehf. vegna reksturs gististaðarins Siglunes Guesthouse að Lækjargötu 10 á Siglufirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur f.h. Bolla og bedda ehf. vegna reksturs gististaðarins Töllakots í Ólafsfirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Guðnýju Róbertsdóttur vegna reksturs gististaðarins Íslenska sæluhúsið að Aðalgötu 22 á Siglufirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30. maí 2013
  Lögð fram til kynningar fundargerð frá 14. maí 2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

10.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa - endurskoðaðar

Málsnúmer 1305044Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir tillögu að siðareglum.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa tillögu að siðareglum kjörinna bæjarfulltrúa til síðari umræðu í bæjarstjórn 20. júní 2013.

11.Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Málsnúmer 0807009Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að samþykktum.
Allir bæjarfulltrúar tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa tillögu að samþykktum um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar til síðari umræðu í bæjarstjórn 20. júní 2013.

12.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun.

Til máls tóku Ólafur H. Marteinsson, Egill Rögnvaldsson, Helga Helgadóttir, Ingvar Erlingsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að fresta afgreiðslu á tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016 til næsta fundar bæjarstjórnar 20. júní 2013.

13.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Tillögur bæjarstjórnar í kjölfar rekstar- og fjárhagslegar úttektar á Fjallabyggð lagðar fram og samþykktar með 9 atkvæðum.
Samkvæmt tillögu sem samþykkt var í upphafi fundar er þessi dagskrárliður færður sem trúnaðarmál.

Niðurstaða bæjarstjórnar verður birt opinberlega á vef sveitarfélagsins samhliða birtingu úttektarskýrslu kl. 21:00 fimmtudaginn 13. júní 2013.

14.Nefndarbreytingar 2013

Málsnúmer 1301007Vakta málsnúmer

Samþykkt var með 9 atkvæðum að Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir yrði varamaður í stað Bjarkeyjar Gunnarsdóttur í stjórn Hornbrekku.

15.Sumarleyfi bæjarstjórnar skv. 15. gr. sveitarstjórnarlaga og 28. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar

Málsnúmer 1306011Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað, þar sem fyrirhugaður er aukafundur bæjarstjórnar 20. júní 2013.

16.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 15

17.Bæjarráð Fjallabyggðar - 299

Málsnúmer 1306003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

Fundi slitið - kl. 19:00.