Bæjarstjórn Fjallabyggðar

95. fundur 12. desember 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Ingvar Erlingsson forseti
 • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
 • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Sigurður Hlöðversson bæjarfulltrúi
 • Margrét Ósk Harðardóttir varabæjarfulltrúi
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Forseti setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir, að undanskildum Ólafi H. Marteinssyni sem boðaði forföll. Í hans stað kom Margrét Ósk Harðardóttir.

Áður en formleg dagskrá hófst minntist forseti bæjarstjórnar, Boga Sigurbjörnssonar, með eftirfarandi orðum:

"Bogi Guðbrandur Sigurbjörnsson lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 9. desember síðastliðinn.
Bogi sat í Bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir Framsóknarflokkinn frá 1970 til 1986 og þar af var hann forseti bæjarstjórnar 1982-1986.
Hann gegndi auk þess fjölda trúnaðarstarfa og var hann m.a. fulltrúi Fjallabyggðar í stjórn Menningarsjóðs Sparisjóðs Siglufjarðar á yfirstandandi kjörtímabili."

Fundarmenn vottuðu Boga Sigurbjörnssyni virðingu sína með því að rísa úr sætum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013

Málsnúmer 1311009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Lagt fram bréf frá formanni stéttarfélagsins Einingu - Iðju dagsett 8. nóvember 2013.
  Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum um hvort áætlað sé að hækka gjaldskrár í fjárhagsáætlun 2014.
  Bæjarráð mun taka til umfjöllunar ákvörðun sína um gjaldskrárhækkanir á næsta fundi bæjarráðs þann 26.11.2013.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Í erindi forstjóri Mannvirkjastofnunar dagsett 30. október 2013, er lögð áhersla á að sveitarfélög efli starfsemi byggingarfulltrúa með því að koma upp virku gæðastjórnunarkerfi.
  Í lögum er lagt til að slík kerfi séu tekin upp fyrir 1. janúar 2015.

  Samkvæmt upplýsingum deildarstjóra tæknideildar munu byggingarfulltrúaembætti landsins stefna að sameiginlegri innleiðingu gæðakerfis 2014 og þar með á sem hagkvæmastan hátt.

  Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um kostnað við að taka upp slíkt gæðaeftirlit.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Lagt fram bréf bæjarstjóra til Lögmannsstofu Akureyrar ehf. er varðar starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Lagt fram bréf frá framkvæmdarstjóra Landskerfa bókasafna hf. er varðar samstarfssamning við TEL (The European LIbrary) um að íslensk bókfræðigögn í Gegni verði gerð aðgengileg með ákveðnum leyfisskilmálum, enda geti það talist eðlilegur þáttur af alþjóðlegu samstarfi safna og liður í að koma íslensku menningarefni á framfæri erlendis.
  Farið er fram á við sveitarstjórn Fjallabyggðar, sem eins af hluthöfum, hvort gerðar séu athugasemdir við ákvörðun stjórnar Landskerfisbókasafna hf. er þetta varðar.
  Bæjarráð Fjallabyggðar gerir ekki athugasemdir við ákvörðun stjórnar Landskerfa bókasafna hf.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Bæjarstjóri lagði fram hugmynd að viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði við breytingar á húsnæði ráðhússins á Siglufirði en ætlunin er að starfsemin verði að mestu kominn á einn stað um áramót.
  Áætlaður kostnaður við lágmarksbreytingar er að mati deildarstjóra tæknideildar um 5 milljónir króna.
  Fjármagn er tekið af öðrum framkvæmdarlið og mun þar með ekki hafa áhrif á útkomuspá ársins.
  Tillaga að viðauka verður sett fram á næsta bæjarráðsfundi með frekari skýringum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Lagt fram erindisbréf markaðs- og menningarnefndar sem hefur verið yfirfarið og samþykkt af umræddri fagnefnd.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Lagt fram erindisbréf fræðslu- og frístundanefndar sem hefur verið yfirfarið og samþykkt af umræddri fagnefnd.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Í erindi Sýslumannsins á Siglufirði dagsett 15. nóvember 2013, er kannað hvort sveitarfélagið hafi einhverjar athugasemdir við endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Allann ehf, kt. 671195-2649 sem er til afgreiðslu hjá embættinu.
  Óskað er eftir leyfi með sömu skilyrðum og eru í gildi.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til október.
  Niðurstaðan fyrir heildina er 703 m.kr. sem er um 95,7% af áætlun tímabilsins sem var 735 m.kr.
  Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 10 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 42 m.kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Lagt fram til kynningar, samantekt um stöðu mála föstudaginn 15.11.2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Fundargerðir frá 25. október og 12. nóvember lagðar  fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Atvinnuveganefnd Alþingis hefur til umfjöllunar tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 14. mál. http://www.althingi.is/altext/143/s/0014.html
  Á síðasta þingi, þ.e. í september sl., sendi atvinnuveganefnd Alþingis málið til umsagnar sem þá var 44. mál.
  Nú hefur nefndin ákveðið að gefa þeim sem ekki sendu umsögn þá kost á að gera það nú eða veita umsagnaraðilum tækifæri til að bæta við umsögn ef tilefni þykir til.
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. nóvember nk.
  Erindi lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Lagt fram bréf - kvörtun frá fjórum eldri bæjarbúum dags. 11.11.2013 varðandi aðgang að sundlaug.
  Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundafulltrúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 1.14 1311042 Tröllaskagaminigolf
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19. nóvember 2013
  Þorsteinn Ásgeirsson mætti á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir hugmyndum sínum er varðar að útbúa minigolf í Ólafsfirði.
  Hönnun brauta verður sögutengd Tröllaskaga frá Akureyri til Hóla í Hjaltadal.
  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013

Málsnúmer 1311011FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
  Undir þessum lið sat forseti bæjarstjórnar Ingvar Erlingsson fund bæjarráðs.
  Farið var yfir athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komið eftir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar.
  Búið er að breyta uppsetningu fjárhagsáætlunar á þann veg að þjónustumiðstöð er orðin sjálfstæð A-hluta stofnun og ekki lengur hluti af veitustofnun.
  Við umfjöllun um gjaldskrár samþykkir bæjarráð að endurskoða áformaðar breytingar á þjónustugjaldskrám sem liggja fyrir í drögum að fjárhagsáætlun 2014.
  Með þessari ákvörðun vill bæjarráð leggja sitt af mörkum til að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt komandi kjarasamninga.
  Samþykkt samhljóða.

  Í tengslum við bókun hafnarstjórnar 4. nóvember s.l. um starfsmannahald, lagði Egill Rögnvaldsson fram tillögu um að hætt verði við að fækka hafnarvörðum.
  Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fela hafnarstjóra að gera tillögu til bæjarráðs um breytt vinnufyrirkomulag með tilliti til þjónustu hafnarinnar.
  Ólafur H. Marteinsson sat hjá.
  Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 2.2 1311056 Styrkumsókn
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
  Samstarf Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hálparstarfs kirkjunnar, Hjápræðishersins á Akureyri og Rauðakrossins við Eyjafjörð óska þess í erindi sínu dagsettu 25. október 2013, að sveitarfélagið styrki söfnun þá sem þau standa fyrir nú um jólin.
  Bæjarráð hafnar erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
  Ólæti, tónlistar og menningarhátíð sendir inn styrkumsókn dagsetta 19. nóvember 2013 vegna næsta árs og óskar þess að hún sé tekin til umfjöllunar þó seint sé fram komin. Sótt er um eina milljón í framlag.
  Bæjarráð samþykkir að veita hátíðinni framlag að upphæð 100 þúsund kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
  Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagáætlun 2013.

  Ráðhús 3ja hæð breytingar vegna starfsaðstöðu.
  Bókasafn - tilfærsla milli fjárhagsliða og ósk um aukið safnaefnisframlag.
   
  Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
  Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
  Tekið fyrir samrit af bréfi Vegagerðarinnar til slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dagsett 8. nóvember 2013, þar sem fram kemur að um þessar mundir er verið að hefja vinnu við eftirfarandi endurbætur á Múlagöngum:
  Bæta veglýsingu í göngunum, bæði við enda og inni í göngum.
  Setja upp neyðarstöðvar í hverju útskoti með neyðarsíma og tveimur slökkvitækjum en útskotin eru með 160 m bili.
  Koma á fjarskiptasambandi með TETRA og GSM með uppsetningu endurvarpa og loftneta.
  Setja upp lokunar og stjórnbúnað utan ganga, lokunarslá, blikkljós og neyðarstjórnskáp.
  Setja upp mengunarmæla CO og NO2, hita- og rakamælar, auk trekkmælis.

  Ekki er gert ráð fyrir að koma upp útvarpssambandi, né endurbótum á vatnsklæðningu.

  Vegagerðin leggur til að stofnaður verði vinnuhópur, sem geri áhættugreiningu og endurskoði viðbragðsáætlun.
  Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjallabyggðar verði slökkviliðsstjóri.
  Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
  Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélga dagsett 18. nóvember 2013, þar sem farið er yfir þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 15. nóvember 2013 og helstu breytingar sem hafa orðið frá spá stofnunarinnar í júní s.l.
  Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013

  Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 18. nóvember 2013, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sveitastjórnarlög (eignarhlutir í orkufyrirtækjum), 152. mál.

  Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013

  Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarnefnd Alþingis, dagsett 19. nóvember 2013, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um lífsýnasöfn (söfn heilbrigðisupplýsinga og leitargrunnar), 160. mál.

  Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
  Lögð fram til kynningar samrit bréfa Vegagerðarinnar til hlutaðeigandi um fyrirhugaða niðurfellingu af vegaskrá, annars vegar Kvíabekksvegs nr. 8017-01 og hins vegar Kleifarvegar nr 803-01, þar sem ekki sé föst búseta lengur fyrir hendi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
  Lagðar fram upplýsingar um lækkun á breytilegum útlánavöxtum Lánasjóðsins í 2,75% úr 3,20% frá og með 1. janúar 2014.
  Breytingin hefur ekki áhrif á fjármögnun Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013

  Lagt fram til kynningar fundarboð aukaþings Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldið verður 5. desember n.k. á Sauðárkróki. Á aukaþinginu verður lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 vegna reksturs málefna fatlaðs fólks fyrir árið 2014 á starfssvæði SSNV, Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.
  Á aukaþinginu verður jafnframt gerð grein fyrir störfum starfshóps, stjórnar og þjónustuhóps varðandi tillögur um breytingar á rekstrarformi og samstarfssamningi, þar sem horft er til stofnunar nýs byggðasamlags um málaflokkinn með beinni þátttöku allra sveitarfélaga sem koma að rekstrinum.
  Undir þessum dagskrárlið kom Ingvar Erlingsson fulltrúi Fjallabyggðar í stjórn Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra og upplýsti bæjarráð um stöðu mála.
  Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að sækja aukaþingið.

  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013


  Fundargerð stjórnar Eyþings frá 13. nóvember 2013 lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013

Málsnúmer 1312002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Fjórir aðilar hafa svarað bréfi og fyrirspurnum bæjarráðs frá 13. nóvember s.l er varða samstarf fiskverkenda og útgerðaraðila á vinnslu byggðarkvóta á síðasta fiskveiðiári.
  Þessir aðilar eru;
  1. Knollur ehf.
  2. Útgerðarfélagið Nesið ehf.
  3. Siglunes ehf.
  4. Hafblik ehf.
   
  Lagt fram til kynningar.
   
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Lögð fram gögn er varðar aukaþing SSNV, til kynningar. Forseti bæjarstjórnar sat fundinn og fór hann yfir þau mál sem þar voru til umræðu en fundurinn var haldinn í gær fimmtudag.
  Á þeim fundi var ákveðið að stofna nýtt byggðasamlag í janúar.
  Samþykkt var á fundinum að skipa undirbúningsstjórn til að ljúka við undirbúning fyrir umræddan stofnfund. Ingvar Erlingsson situr í stjórninni fyrir hönd Fjallabyggðar.
  Drög að samþykktum byggðasamlagsins verða til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Lagt fram bréf frá Smábátafélaginu Skalla dags. 26.11.2013, undirritað af formanni félagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Innanríkisráðuneytið hefur sent tilkynningu til allra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á því að í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Breytingarnar eru í samræmi við viðauka sem gerður hefur verið við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 23. nóvember 2010 um tilfærslu þjónustu við fatlaða.
   
  Leyfilegt hámarksútsvar af tekjum manna á árinu 2014 mun hækka um 0,04%, úr 14,48% í 14,52%. Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall, þannig að ekki verði um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða.
  Frestur sveitarstjórna til að ákveða útsvarshlutfall ársins 2014 er framlengdur til 30. desember 2013. Jafnframt er frestur til að tilkynna fjármála- og efnahagsráðuneytinu um þessa ákvörðun sveitarstjórnar framlengdur til sama tíma.
  Í tilkynningunni hvetur ráðuneytið sveitarfélög til að fylgjast með framgangi málsins á Alþingi og verða nánari upplýsingar veittar hjá Innanríkisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
   
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvar verði óbreytt á árinu 2014 eða 14.48%.
  Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013

  Bæjarráð samþykkir neðanritaðar breytingar á tillögu á fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 - fyrir síðari umræðu.

  1.       Útsvar verði óbreytt þ.e. 14.48%

  2.       Verðbólga miðist við 2.5%

  3.       Launahækkanir miðist við 2.0%

  4.       Lækkun á tekjum frá Jöfnunarsjóði um 7 m.kr.

  5.       Handbært fé taki mið af um 60 m.kr. í áætlun 2014 -2017. Annað er fært í framkvæmdir.

  6.       Veltufé frá rekstri verði um 350 m.kr. á árunum 2016 og 2017.  

  7.       Lífeyris -  skuldbyndingar, meðferð þeirra í reikningum um áramót til skoðunar.  

  8.       Hækkun á gjaldskrá miðast einungis við hækkun á sorphirðugjöldum.

  9.       Lækka þarf framkvæmdarliði um lækkun á framlagi frá Jöfnunarsjóði. Rétt er að miða handbært fé við um 60 m.kr.

  10.    Aðrar breytingar - Skoðast á næsta fundi bæjarráðs - þriðjudag.

  Samþykkt samhljóða.

  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Borist hefur bréf frá forstjóra HSF dags. 2. desember 2013. Bréfið er svar við fyrirpurn frá bæjarráði frá 4. nóvember s.l. Í bréfinu koma fram skýringar á þeirri ákvörðun um að staðsetja eina sjúkrabílinn í Fjallabyggð á Siglufirði.
  Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð leggur þunga áherslu á að ríkisvaldið tryggi fjármagn og standi við yfirlýsingar um rekstur á tveimur bílum á Ólafsfirði og á Siglufirði. 
   
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir því að afskrifa eftirstöðvar skulda á fjóra aðila.
  Bæjarráð samþykkir framkomna beiðnir þar sem gerðar hafa verið árangurslausar innheimtuaðgerðir.
  Umræddar afskriftir eftirstöðva eru færðar sem trúnaðarmál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Skotveiðifélag Ólafsfjarðar óskar eftir niðurfellingu á gjaldi vegna stöðuleyfis á gámi kr. 23.000.-.
  Samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur er varðar útgáfu bókar enda um áður gerðan samning að ræða kr. 500 þúsund.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Guðmundur Gauti Sveinsson.<BR>Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Lagt fram bréf frá stjórn dags. 22 nóvember sl.
  Fram kemur að stjórn Flokkunar óskar eftir að Fjallabyggð greiði gjald fyrir alla íbúa sveitarfélagsins, en ekki verði miðað við íbúa Ólafsfjarðar eins og gert hefur verið.
  Lagt fram til kynningar - afgreiðslu frestað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013

  Lagt fram bréf úrskurðarnefndar frá 4. desember 2013 en þá var tekið fyrir mál nr. 59/2913, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri, Siglufirði. Jafnframt er kærð sú ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní 2013 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis að Norðurgötu 10, Siglufirði.

  Í úrskurðarorðum umhverfis- og auðlindamála kemur fram að hafnað er kröfu um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri á Siglufirði.

  Hafnað er einnig kröfu um ógildingu ákvörðunar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við skólahúsnæði að Norðurgötu 10, Siglufirði.

  Í framhaldi af niðurstöðu úrskurðarnefndar er bæjarstjóra falið að bjóða verkið út hið fyrsta.

  Lögð er áhersla á að miða útboð við neðanritaðar dagsetningar.

  Auglýsing um útboð verði birt laugardaginn 14. desember.

  Gögn afhent miðvikudaginn 18. desember.

  ÚTBOÐSYFIRLIT

  Kynningarfundur 2. jan. 2014 Sjá nánar kafla 0.1.5 í útboðsgögum

  Fyrirspurnatíma lýkur 6. jan. 2014 Sjá nánar kafla 0.3.2 

  Svarfrestur rennur út 10. jan. 2014 Sjá nánar kafla 0.3.2 

  Opnunartími tilboða 17. jan. 2014 kl: 10.00 Sjá nánar kafla 0.4.5 

  Upphaf framkvæmdatíma við töku tilboðs Sjá nánar kafla 0.1.7 

  Lok framkvæmdatíma 15. ágúst. 2014 Sjá nánar kafla 0.1.7

  Samþykkt af meirihluta bæjarráðs en Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.

  Bókun fundar <DIV><DIV>Samþykkt var að taka þennan dagskrárlið sérstaklega fyrir á 95. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Rekstraryfirlit fyrstu tíu mánuðina lagt fram til kynningar.
  Rekstrarniðurstaða er 27 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Tekjur eru 5 milljónum lægri, gjöld 27 millj. lægri og fjárm.liðir 5 millj. lægri.
  Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Lagðar fram upplýsingar um umsóknir um starf bæjarverkstjóra frá deildarstjóra tæknideildar.
  14 umsóknir bárust en neðanritaðir aðilar sóttu um starfið.
   
  Þórður Guðmundsson
  Heimir Heimisson
  Ingvar Kr. Hreinsson
  Birgir Ingimarsson
  Sigurjón Pálsson
  Baldur J. Daníelsson
  Ásdís Sigurðardóttir
  Guðmundur Skarphéðinsson
  Ríkharður H. Sigurðsson
  Kristinn Kristjánsson
  Óðinn F. Rögnvaldsson
  Ólafur Baldursson
  Þorkell Einarsson
  Torfi P. Guðmundsson
   
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 2. desember lögð fram til kynningar
  Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
  Fundargerð 249. fundar stjórnar Eyþings lögð fram til kynningar. Vakin er athygli á erfiðri stöðu almenningssamgangna á svæði Eyþings.
  Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013

Málsnúmer 1312003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
  Lögð fram millikeyrsla á fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 - 2017.
  Þar kemur fram að búið er að setja inn ábendingar og tillögur frá síðustu tveimur fundum bæjarráðs.
  Fram komu neðantaldar ábendingar um lagfæringar fyrir lokakeyrslu.
  1. Athuga þarf íbúatölu Fjallabyggðar fyrsta desember.
  2. Athuga þarf betur hækkun á lífeyrisskuldbindingum frá útkomuspá, miða skal við 2.5% verðb.markmið og 2% lífaldurshækkun í stað 10%.
  3. Fara þarf yfir launabreytingar er varðar heildarlaun hafnarvarða. Gera skal ráð fyrir þremur störfum í áætlun. Fram kom að bæjarfulltrúar leggja áherslu á að hugmyndir hafnarstjóra verði tilbúnar fyrir 1.febrúar 2014.
  4. Lögð er áhersla á að skoða beri rekstrarkostnað á Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir árin 2015 - 2017 sérstaklega.
  Bæjarráð samþykkir með ofanrituðum áherslum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu fimmtudaginn 12.12.2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
  Lagt fram undirritað kauptilboð í umrædda eign.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort núverandi leigjandi vilji ganga inn í kauptilboðið að öðrum kosti verði tilboðinu tekið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
  Á fundinn komu Eiríkur Haukur Hauksson og Hólmgrímur Bjarnarson endurskoðandi. Voru þeir boðnir velkomnir á fund bæjarráðs af formanni.
  Á síðasta fundi var lagt fram bréf stjórnar frá 22. nóvember. Þar kemur fram að lagt sé til að þjónustugjald verði óbreytt frá fyrra ári, fyrir árið 2014. Gjaldið hefur verið innheimt fyrir hvern íbúa á Ólafsfirði.
  Fram kom að erindi þeirra var tvíþætt.
  1. Endurskipulagning á rekstri rekstri Flokkunar að upphæð kr. 1.6 m.kr af 50 m.kr. hlutafjáraukningu. Þetta framlag er í samræmi við hlutafjáreign bæjarfélagsins.
  2. Hækkun á þjónustugjaldi þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir heildaríbúatölu bæjarfélagsins.  Um er að ræða hækkun sem nemur íbúatölu Siglufjarðar og er sá hlutur um 1.0 m.kr.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aukning hlutafjár verði samþykkt til að endurskipulagningin nái fram að ganga.

  Bæjarráð leggur áherslu á að full samstaða náist um hlutafjáraukningu hjá núverandi hluthöfum.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja umræddar fjárhæðir inn í áætlun ársins.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
  Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til nóvember. Niðurstaðan fyrir heildina er 776 m.kr. sem er um 96,7% af áætlun tímabilsins sem var 802 m.kr. Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 4.5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 30.5 m.kr. Nettóstaðan er því um 26.1 m.kr.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
  Fundargerð frá 29. nóvember sl. lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 27. nóvember 2013

Málsnúmer 1311012FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 27. nóvember 2013
  1.Farið yfir tillögu til fyrri umræðu bæjarstjórnar, sem vísað var til bæjarráðs milli funda bæjarstjórnar.
  Bæjarráð hefur fjallað um þær styrkumsóknir sem bárust eftir að umsóknarfrestur rann út.
  2. Ábendingar og athugasemdir frá forstöðumönnum/deildarstjórum.
  Fostöðumaður bóka- og héraðsskjalasafn sendi inn ábendingar og var farið yfir þær.
  3. Gjaldskrár.
  Bæjarráð ákvað á fundi sínum 26. nóvember 2013 að endurskoða áformaðar breytingar á þjónustugjaldskrám sem liggja fyrir í drögum að fjárhagsáætlun 2014.
  Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tillögu að gjaldskrá fyrir bókasafn og menningarhúsið Tjarnarborg til bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 27. nóvember 2013
  Farið yfir reglur og þær uppfærðar.
  Breyttar reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar samþykktar samhljóða og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  Umræða var í nefndinni um að breyta fyrirkomulagi útnefningar á þann veg að árið 2015 verði veitt viðurkenning fyrir störf að menningarmálum í stað þess að útnefna bæjarlistamann.
  Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 27. nóvember 2013
  Kynnt afgreiðsla bæjarráðs frá 19. nóvember á erindi Landskerfa bókasafna hf. er varðar samstarfssamning við TEL (The European LIbrary) um að íslensk bókfræðigögn í Gegni verði gerð aðgengileg með ákveðnum leyfisskilmálum, enda geti það talist eðlilegur þáttur af alþjóðlegu samstarfi safna og liður í að koma íslensku menningarefni á framfæri erlendis.
  Farið er fram á við sveitarstjórn Fjallabyggðar, sem eins af hluthöfum, hvort gerðar séu athugasemdir við ákvörðun stjórnar Landskerfisbókasafna hf. er þetta varðar.
  Bæjarráð Fjallabyggðar gerði ekki athugasemdir við ákvörðun stjórnar Landskerfa bókasafna hf.
  Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26. nóvember 2013

Málsnúmer 1311008FVakta málsnúmer

Formaður fræðslu- og frístundanefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26. nóvember 2013

  Leikskólastjóri, Olga Gísladóttir kynnti starfsáætlun Leikskóla Fjallbyggðar fyrir skólaárið 2013-2014. Helstu áhersluþættir starfsáætlunarinnar eru eftirfarandi: Matsaðferðir leikskólans, starfsþróunaráætlun, upplýsingar um starfsmannamál, fjöldi barna, upplýsingar um foreldrasamstarf og skóladagatal fyrir skólaárið.
  Faglegar áherslur í starfi leikskólans fyrir næsta leikskólaár er að ljúka við innleiðingu á nýrri aðalnámskrá, áframhaldandi vinna við Lífsleikni í leikskóla og áhersla á að leikurinn er kjarninn í uppeldisstarfi leikskólans.
  Alls eru 31 starfsmenn starfandi við leikskólann þar af 10 með leikskólakennaramenntun. Barnafjöldi er 101, þar af 42 á Leikhólum og 59 á Leikskálum. Nánast öll börnin eru í heilsdagsvistun.
  Starfsáætlunin er aðgengilega á heimsíðum leikskólanna, http://www.leikskolinn.is/leikholar/ og http://www.leikskolinn.is/leikskalar/.

  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26. nóvember 2013

  Skólastjóri, Jónína Magnúsdóttir kynnti ársskýrslu Grunnskólans fyrir skólaárið 2012-2013. Í skýrslunni kemur m.a. fram að góð reynsla er af sameinuðu skólahaldi eftir að Grunnskóli Ólafsfjarðar og Grunnskóli Siglufjarðar voru sameinaðir undir einn hatt árið 2010.
  Á síðasta skólaári voru 56 starfsmenn starfandi við skólann, þar af 30 kennarar. Nemendafjöldi var 225 og hefur þeim fækkað nokkuð milli ára, á yfirstandi skólaári eru þeir 208 en gert er ráð fyrir að þeim fari aftur fjölgandi á næstu árum.
  Þróunarstarf og áherslur á skólaárinu voru helstar: Einstaklingsmiðað nám og fjölbreytt námsmat, uppbyggileg og jákvæð samskipti, Uppbyggingarstefnan, skólanámskrárgerð, Hreystidagar, vinna gegn einelti í anda Olweusáætlunar, Grænfánaverkefnið og Byrjendalæsi sem er þróunarvinna í 1.- 4. bekk í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26. nóvember 2013
  Kynningu á starfsáætlun Grunnskólans frestað þar til síðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26. nóvember 2013

  Golfklúbbur Siglufjarðar sækir um styrk til kaupa á æfingar- og kennslukerfi svo nefnt SNAG golf, sem er kennslukerfi er hentar sérstaklega börnum og öldruðum.
  Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26. nóvember 2013

  Borist hefur beiðni til fræðslu- og frístundanefndar um styrk til að standa straum af veitingakostnaði við athöfnina ,,Íþróttamaður Fjallabyggðar 2013". Athöfnin fer fram í Allanum þann 28. desember næst komandi.
  Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur félagsmálastjóra að ganga frá málinu.

  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26. nóvember 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26. nóvember 2013

  Fræðslu- og frístundanefnd telur að núverandi fyrirkomulag á breytilegum opnunartíma á morgnana óheppilegt og samþykkir að sundlaugin verði lokuð frá kl. 8-14 virka daga. Breytingin tekur gildi frá og með 2. desember næstkomandi og gildir þar til annað verður ákveðið.

  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 6.8 1311057 Ungt fólk 2013
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26. nóvember 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 4. desember 2013

Málsnúmer 1312001FVakta málsnúmer

Sigurður Hlöðvesson fulltrúi í skipulags- og umhverfisnefnd, gerði grein fyrir fundargerð.

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 4. desember 2013
  Undir þessum lið mætti Þorsteinn Ásgeirsson á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir hugmyndum sínum er varðar að útbúa minigolf í Ólafsfirði. Hönnun brauta verður sögutengd Tröllaskaga frá Akureyri til Hóla í Hjaltadal. Fyrirhuguð staðsetning yrði á svæðinu milli bókasafnsins og grunnskólans.
   
  Nefndinni líst vel á þessar hugmyndir og telur að þær falli vel að hugmyndum um gerð Tröllagerðis og samþykkir fyrirhugaða staðsetningu austan við bókasafnið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 4. desember 2013
  Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Vesturtanga á Siglufirði. Tillagan var kynnt þann 2. desember með opnu húsi á tæknideild Fjallabyggðar. Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir tveimur lóðum fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti. Lagt er til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 4. desember 2013
  Gunnar St. Ólafsson fyrir hönd Selvíkur ehf sækir um byggingarleyfi fyrir hótel að Snorragötu 3 á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
   
  Einnig lagðar fram athugasemdir slökkviliðsstjóra vegna brunahönnunar hótelsins.
   
  Nefndin samþykkir byggingarleyfi með fyrirvara um framkomnar athugasemdir slökkviliðsstjóra.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 4. desember 2013
  Gunnsteinn Ólafsson eigandi Eyrargötu 4 á Siglufirði sækir um leyfi til breytinga á fyrrgreindri húseign samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Verður húsið klætt að utan, skipt um glugga og viðbygging norðan við húsið endurbyggð.
   
  Nefndin samþykkir erindið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 4. desember 2013
  Ólafur G. Guðbrandsson sækir um leyfi til að halda búfé að Brimvöllum 3 í Ólafsfirði.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 4. desember 2013
  Lögð fram umsókn tíu fjáreigenda í Siglufirði sem standa að fjárbúinu Bóhem í Lambafeni um beitarhólf fyrir sauðfé sitt. Nú þegar hafa þeir fengið úthlutað sléttu sem er beint norður af fjárhúsinu en nú sækja þeir um að fá til afnota næstu sléttu fyrir ofan fjárhúsið.
   
  Erindi hafnað.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Guðmundur Gauti Sveinsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Tillaga Guðmundar Gauta Sveinssonar um að endurskoða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar var felld með 5 atkvæðum gegn 3 atkvæðum, Sólrúnar Júlíusdóttur, Egils Rögnvaldssonar og Guðmundar Gauta Sveinssonar. Sigurður Hlöðvesson sat hjá.<BR>Tillaga Guðmundar Gauta Sveinssonar um heildarendurskoðun á úthlutun beitarlands í Siglufirði var samþykkt af bæjarstjórn með 9 atkvæðum og er skipulags- og umhverfisnefnd falið verkefnið.<BR><BR>Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum gegn 3 atkvæðum, Sólrúnar Júlíusdóttur, Egils Rögnvaldssonar og Guðmundar Gauta Sveinssonar. Sigurður Hlöðvesson sat hjá.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 4. desember 2013
  Ólafur Snæbjörnsson og Kolbrún K. Gunnarsdóttir eigendur Eyrargötu 20 sækja um að fá að stækka lóð sína til norðurs samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
   
  Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Eyrargötu 20 með stækkun á lóð til norðurs.
   
  Nefndin samþykkir stækkun á lóð og framlagðan lóðarleigusamning.
  Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 4. desember 2013
  Tómas P. Óskarsson og Örvar Tómasson fyrir hönd Byls útgerðarfélags ehf sækja um afnotarétt af lóðinni Grundargötu 22 vegna starfsemi fyrirtækisins. Verður lóðin notuð fyrir bílastæði, geymslu fyrir kör og annað sem tilheyrir fyrirtækinu.
   
  Lagður fram lóðarleigusamningur til handa Byl útgerðarfélagi ehf fyrir Grundargötu 22.
   
  Nefndin samþykkir úthlutun á lóð til fyrirtækisins og framlagðan lóðarleigusamning.
  Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 4. desember 2013
  Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla á fráveitu Siglufjarðar, en í skýrslunni eru lagðar fram ýmsar aðgerðir til endurbóta á fráveitunni.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 4. desember 2013
  Lagt fram til kynningar erindi frá Mannvirkjastofnun þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að koma upp virku gæðastjórnunarkerfi til þess að efla starfsemi byggingarfulltrúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 4. desember 2013
  Lögð fram tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Kvíabekksvegs og Kleifarvegar af vegaskrá.
  Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Byggðasamlag um málefni fatlaðra.

Málsnúmer 1312030Vakta málsnúmer

Í framhaldi af aukaþingi SSNV sem haldið var 5. desember sl. kynnti forseti tillögu um að Fjallabyggð gerðist aðili að byggðasamlagi um málefni fatlaðra.

Jafnframt voru kynntar samþykktir fyrir byggðasamlagið sem koma munu til afgreiðslu á stofnfundi.

Hlutverk byggðasamlagsins er að veita, fyrir hönd aðildarsveitarfélaganna, fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu í samræmi við lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum.

Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson, Ingvar Erlingsson og Egill Rögnvaldsson.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 9 atkvæðum.
"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að gerast aðili að byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks á grundvelli 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Aðilar að byggðasamlaginu eru: Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd.
Miðað er við að stofnfundur byggðasamlagsins verði haldinn fyrir lok janúar 2014.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar veitir forseta bæjarstjórnar umboð til þess að sækja stofnfundinn og staðfesta aðild sveitarfélagsins með undirritun samþykkta sem eru stofnskjal byggðasamlagsins, skv. 94. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Umboðið nær einnig til áritunar stofnefnahags, með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á því skjali."

9.Úrskurður vegna Grunnskólareits á Þormóðseyri á Siglufirði

Málsnúmer 1312016Vakta málsnúmer

Á 325. fundi bæjarráðs 6. desember s.l. var lagt fram bréf úrskurðarnefndar frá 4. desember 2013 en þá var tekið fyrir mál nr. 59/2013, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri, Siglufirði. Jafnframt er kærð sú ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní 2013 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis að Norðurgötu 10, Siglufirði.

Í úrskurðarorðum umhverfis- og auðlindamála kemur fram að hafnað er kröfu um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri á Siglufirði.

Hafnað er einnig kröfu um ógildingu ákvörðunar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við skólahúsnæði að Norðurgötu 10, Siglufirði.

Í framhaldi af niðurstöðu úrskurðarnefndar fól bæjarráð bæjarstjóra að bjóða verkið út hið fyrsta.
Ákvörðunin var samþykkt af meirihluta bæjarráðs, en Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.

Við upphaf umfjöllunar bæjarstjórnar las forseti upp áskorun frá iðnaðarmönnum í Fjallabyggð um að fresta fyrirhugaðri viðbyggingu á Grunnskóla Fjallabyggðar, þar sem framkvæmdatími skarist á við byggingu á hóteli Rauðku.

Til máls tóku, Sólrún Júlíusdóttir og Þorbjörn Sigurðsson.

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu og óskaði jafnframt eftir nafnakalli við atkvæðagreiðslu:
"Undirrituð leggur til að öllum framkvæmdum við Grunnskóla Fjallabyggðar verið frestað, málinu verði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar."

Þriðjungur bæjarfulltrúa samþykkti nafnakall við afgreiðslu tillögunnar.

Þorbjörn Sigurðsson sagði nei
Egill Rögnvaldsson sagði já
Guðmundur Gauti Sveinsson sagði já
Helga Helgadóttir sagði nei
Margrét Ósk Harðardóttir sagði nei
S. Guðrún Hauksdóttir sagði nei
Sigurður Hlöðvesson sagði nei
Sólrún Júlíusdóttir sagði já
Ingvar Erlingsson situr hjá.

Tillaga felld með 5 atkvæðum gegn 3.

Sólrún Júlíusdóttir óskaði að eftirfarandi yrði bókað:
"Á aðalfundi Framsóknarfélags Fjallabyggðar þann 10. desember 2013, var samþykkt tillaga um tímabundna frestun á öllum framkvæmdum við Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.

Nú liggur fyrir ákvörðun þess efnis að hafist verði handa við byggingu hótels á vegum Rauðku á Siglufirði. Vegna umfangs verkefnisins, mun það að öllum líkindum leiða til skammtímaþenslu í byggingariðnaði í Fjallabyggð. Því er viðbúið að vinnuafl í aðra hvora framkvæmdina, þ.e. hótel- eða grunnskólabyggingu, verði að öllum líkindum aðkeypt. Þó verk séu boðin út á landsvísu, þá hefur reynslan verið sú að sótt hefur verið í undirverktaka í heimabyggð. Sveitarfélög eiga alls ekki að ýta undir of mikla þenslu á skömmum tíma, þegar einkaaðilar standa í þessu tilfelli að stærstu byggingarframkvæmd síðari ára í Fjallabyggð.

Óskynsamlegt er að ætla sér svo knappan byggingartíma, eða 8 mánuði, þar sem veðurfarið eitt og sér getur sett framkvæmdina úr skorðum. Reynslan hefur kennt okkur að of mikill byggingarhraði er líklegur til þess að skapa ótímabært viðhald á nýbyggðum fasteignum.

Öryggi barna á byggingarstað, einkum og sér í lagi við upphaf framkvæmda, á meðan skólastarf er í gangi, er nokkuð sem að brýnt er að hafa í huga, þar sem mjög lítið athafnasvæði er á verkstað. Það er áformað að byggja á þéttbýlu svæði og byggingin nær alveg út að gangstétt í nærliggjandi götum. Því væri nær að hefja slíkar framkvæmdir að sumarlagi, eftir að skóla lýkur."

10.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
95. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum tillögu 6 að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
Um er að ræða tilfærslu milli fjárhagsliða í rekstri og tilfærslu milli framkvæmdaliða.  Einnig aukin útgjaldaheimild.
Rekstur málaflokka breytist sem hér segir 2013:
A - hluti Aðalsjóður 05 - Menningarmál 1.550.000
B - hluti Veitustofnun þjónustumiðstöð  -800.000
Samtals fyrir A- og B hluta 750.000
Gert er ráð fyrir að breyting á rekstri sé fjármögnuð með eigin fé.

11.Fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1304016Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri flutti stefnuræðu við síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2014 og 2015-2017.
Stefnuræðuna má nálgast á heimasíðu Fjallabyggðar.
http://www.fjallabyggd.is/static/files/.pdf/1386931626-stefnuraeda_fjarhagsaaetlun_2014_sidari_umr.pdf

Helstu stærðir í milljónum króna eru sem hér segir:

Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta:
2014 kr.   91,9 jákvæð.
2015 kr. 127,7 jákvæð.
2016 kr. 127,9 jákvæð.
2017 kr. 122,2 jákvæð.

Veltufé frá rekstri samstæðu:
2014 kr. 272,4
2015 kr. 307,6
2016 kr. 308,1
2017 kr. 309,4

Handbært fé í árslok:
2014 kr. 60,9
2015 kr. 60,2
2016 kr. 60,0
2017 kr. 60,8

Fjárfestingar samstæðu:
2014 kr. 269,0
2015 kr. 242,0
2016 kr. 242,0
2017 kr. 242,0

Lántaka samstæðu:
2014 kr. 0
2015 kr. 0
2016 kr. 0
2017 kr. 0

Afborganir lána samstæðu:
2014 kr. 67,6
2015 kr. 66,2
2016 kr. 66,3
2017 kr. 60,6

Skuldir og skuldbindingar samstæðu:
2014 kr. 1.744,2
2015 kr. 1.733,0
2016 kr. 1.720,6
2017 kr. 1.712,7

Tekjur samstæðu:
2014 kr. 1.720,6
2015 kr. 1.689,9
2016 kr. 1.691,4
2017 kr. 1.701,9

Til máls tóku:
Egill Rögnvaldsson, Þorbjörn Sigurðsson, Sigurður Hlöðvesson, Helga Helgadóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ingvar Erlingsson.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017.
Við fundarlok færðu bæjarfulltrúar nefndarmönnum og starfsmönnum sveitarfélagsins þakkir fyrir störf við áætlun 2014 - 2017.
Í lok fundar óskaði forseti bæjarstjórnar gleðilegrar hátíðar og undir það tóku aðrir fundarmenn.

Fundi slitið - kl. 19:00.