Bæjarstjórn Fjallabyggðar

94. fundur 13. nóvember 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
 • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
 • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Sigurður Hlöðversson bæjarfulltrúi
 • Margrét Ósk Harðardóttir varabæjarfulltrúi
 • Ásdís Pálmadóttir varabæjarfulltrúi
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Þorbjörn Sigurðsson varaforseti bauð viðstadda velkomna til fundar.
Forföll boðuðu Ingvar Erlingsson og Ólafur H. Marteinsson og í þeirra stað sitja bæjarstjórnarfund, Ásdís Pálmadóttir og Margrét Ósk Harðardóttir.
Samþykkt var að taka á dagskrá fundarins breytingar á nefndarskipan.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 314. fundur - 10. október 2013

Málsnúmer 1310002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 314. fundur - 10. október 2013
  Lagt fram málaflokkayfirlit ársins með útkomuspá ársins.
  Farið yfir áætlaðar tekjur ársins 2014 vegna útsvars, jöfnunarsjóðs og lóðarleigu.
  Farið yfir áætlaðar fasteignaskattstekjur.
  Farið yfir stöðugildabreytingar frá síðustu áramótum til 30. september 2013.
  Aukafundir verða haldnir í bæjarráði á næstu vikum vegna fjárhagsáætlunargerðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 314. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 314. fundur - 10. október 2013
  Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir janúar til september 2013.
  Niðurstaðan fyrir heildina er 634 m.kr. sem er um 95,3% af áætlun tímabilsins sem var 665 m.kr.
  Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 9 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 40 m.kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 314. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 314. fundur - 10. október 2013
  Rekstraryfirlit fyrstu átta mánuðina lagt fram til kynningar.
  Rekstrarniðurstaða er 31 milljón betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Tekjur eru 10 milljónum hærri, gjöld 20 millj. lægri og fjárm.liðir 1 millj. lægri.
  Bókun fundar Afgreiðsla 314. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 315. fundur - 18. október 2013

Málsnúmer 1310004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 315. fundur - 18. október 2013
  Lögð fram tillaga að ramma fyrir fjárhagsáætlun.
  Fram komu ábendingar og er starfsmönnum falið að leggja svo breytta áætlun fyrir fund bæjarráðs, með bæjarfulltrúum n.k. mánudag kl. 12.00.
  Bókun fundar Afgreiðsla 315. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 315. fundur - 18. október 2013
  Lagt fram bréf dagsett 23. september 2013 frá umboðsmanni barna þar sem embættið er kynnt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 315. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 315. fundur - 18. október 2013
  Lögð fram til kynningar skýrsla frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat 2014 og brunabótamat 2013.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 315. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 316. fundur - 21. október 2013

Málsnúmer 1310007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 316. fundur - 21. október 2013
  Á fund bæjarráðs mættu bæjarfulltrúarnir, Ingvar Erlingsson, Ólafur H. Marteinsson, Sigurður Hlöðvesson, og S. Guðrún Hauksdóttir.
  Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir boðuðu forföll.

  Bæjarstjóri kynnti forsendur að fjárhagsáætlun.
  Bæjarráð samþykkti að vísa fjárhagsramma og forsendum með áorðnum breytingum til umfjöllunar í fagnefndum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 316. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013

Málsnúmer 1310006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Lagt fram bréf dagsett 15. október 2013, undirritað af formanni stéttarfélagsins er varðar ósk um styrk til að halda veglega afmælisárshátíð  26. október n.k., í tilefni af 30 ára afmæli Starfsmannafélags Fjallabyggðar.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við formann félagsins um að bæjarfélagið stefni að sameiginglegri hátíð allra starfsmanna Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Lagt fram bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti dags. 16. október.  Í bréfinu kemur fram að ætlunin er að úthluta byggðakvóta til sveitarfélagsins sem skiptist þannig, að Siglufjörður fær 140 þorskígildistonn en Ólafsfjörður 300 þorskígildistonn.
  Frestur til að leggja fram rökstuddar tillögur um úthlutun er til 1. nóvember n.k.
  Á næsta fundi bæjarráðs verður tekin til umfjöllunar tillaga að úthlutun.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Tilboð í Case IH 4230 dráttarvél voru opnuð 16. október 2013. Tilboð bárust frá fimm aðilum.
  Hæsta tilboðið kom frá Ingólfi Frímannssyni að upphæð kr.1.251.000.-.
  Bæjarráð leggur til að því tilboði verði tekið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Lagt fram bréf frá Valtý Sigurðssyni hrl., dagsett 14. október 2013.
  Þess er farið á leit við Fjallabyggð, með aðkomu tæknideildar, að formlegt erindi verði sent til Vegagerðarinnar um að gera frumdrög að vegalagningu og bílastæðum að nýjum upphafsstað miðað við framkomna tvo valkosti.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda formlegt erindi til Vegagerðar er varðar óskir um frumdrög að vegalagningu að nýjum skíðaskála.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Eftirtaldar nefndabreytingar voru samþykktar samhljóða.

  Breyting í almannavarnarnefnd Eyjafjarðar.
  Í stað Þorsteins Jóhannessonar verði aðalmaður Tómas A. Einarsson.
  Varamaður verður Arnar Freyr Þrastarson.

  Kosning í markaðs- og menningarnefnd.
  Aðalmenn:
  Ingvar Erlingsson formaður f.h. B lista.
  Arndís Jónsdóttir f.h. D lista.
  Guðrún Unnsteinsdóttir f.h. T lista.
  Ægir Bergsson f.h. S lista.
  Sólrún Júlíusdóttir utan flokka.
  Áheyrnarfulltrúi Sæbjörg Ágústsdóttir f.h. S lista.

  Varamenn:
  Margrét Jónsdóttir f.h. B lista.
  Hjalti Gunnarsson f.h. D lista.
  Sigurður Hlöðvesson f.h. T lista.
  Guðmundur Gauti Sveinsson f.h. S lista.
  Egill Rögnvaldsson f.h. S lista.
  Varaáheyrnarfulltrúi Kristjana Sveinsdóttir f.h. S lista.
   
  Breyting í fræðslu- og frístundanefnd
  Í stað Katrín Freysdóttur verður Ásdís Pálmadóttir aðalmaður

  Því nefndarfólki sem er að láta af störfum eru þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins og nýtt nefndarfólk boðið velkomið til starfa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar óskar eftir að bæjarfélagið leggi nýjan /endurbættan veg frá Garðsvegi og að golfskála félagsins í Skeggjabrekku.
  Lagt fram til kynningar og vísað til áætlunargerðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Skógræktarfélag Siglufjarðar óskar eftir aukastyrk að upphæð kr. 140.000.- til að greiða húsnæði fyrir sjálfboðaliðshóp er dvaldi á þeirra vegum í 14 daga.
  Einnig er minnt á og óskað eftir endurskoðun á samstarfssamningi sem áður hefur verið vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014.
  Bæjarráð telur rétt að vísa báðum erindunum til endanlegrar gerðar fjárhagsáætlunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
  Um er að ræða annars vegar tilfærslu milli fjárhagsliða innan rekstar og hins vegar tilfærslu fjárhagsliða vegna framkvæmda.
  Niðurstaða fjárhagsáætlunar breytist ekki.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Fundur þingmanna og fulltrúa Fjallabyggðar verður á Akureyri fimmtudaginn 24. október kl. 15.45.
  Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að sitja fundinn f.h. bæjarfélagsins.
  Bæjarstjóri lagði fram greinargerð og tillögur að umræðuefni þess fundar sem og fundar með fjárlaganefnd.
  Greinargerðin var samþykkt með áorðnum breytingum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Áttunda umhverfisþing á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytis verður haldið föstudaginn 8. nóvember 2013 í Hörpu í Reykjavík.
  Lögð er áhersla á að fulltrúar sveitarfélaga skrái sig fyrir 28. október n.k.
   
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  93. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa drögum að erindisbréfi markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar í bæjarráði og í framhaldi af því til markaðs- og menningarnefndar.

  Bæjarráð telur rétt að vísa erindisbréfi til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Félag slökkviliðsstjóra hélt aðalfund sinn um síðustu helgi á Akureyri. Slökkviliðsstjóri var fulltrúi bæjarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Lagðar fram ályktanir aðalfundar Eyþings frá því í september.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands hefur samþykkt að greiða út ágóðahlut til aðildarsveitarfélaga EBÍ.
  Hlutur Fjallabyggðar er kr. 3.700.500.- og samkvæmt áætlun sveitarfélagsins.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Lagðar fram tillögur að verkefnum sem vinna á í umhverfismálum í Ólafsfirði á næsta ári.
  Bæjarráð vísar tillögunum til gerðar fjárhagsáætlunar.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Þingsályktunartillaga lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Fundargerð 8. fundar frá 19. september 2013 lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Greinargerð með áherslum Fjallabyggðar lögð fram og hún samþykkt með breytingum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Á fund bæjarráðs mættu Þorsteinn Ásgeirsson, Kristín Trampe og Sveinn Magnússon og afhentu undirskriftarlista 523 stuðningsaðila um að breyta húsnæðinu Sigurhæð, Aðalgötu 15 í Ólafsfirði, í safnahús. 
  Hugmyndir þeirra ganga út á að stofna sjálfseignastofnun um starfsemina, með aðkomu hollvinafélags.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
   
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Þorbjörn Sigurðsson, Sigurður Hlöðvesson, Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi tillögu með 9 atkvæðum.<BR>"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að afhenda óstofnuðu sjálfseignarfélagi um safnahús, húseignina Aðalgötu 15 Ólafsfirði, að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram kom í bókun 317. fundar bæjarráðs".</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22. október 2013
  Lagðir fram minnispunktar frá fundi bæjarstjóra og formanni bæjarráðs með fulltrúum Dalvíkurbyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 318. fundur - 29. október 2013

Málsnúmer 1310009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 318. fundur - 29. október 2013
  Á 317. fundi bæjarráðs var ákveðið að vísa til næsta fundar umfjöllun um tillögu að úthlutun á byggðakvóta.

  Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að rita Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti bréf með rökstuðningi þar sem lögð er áhersla á að veiðireynsla í Fjallabyggð sé óháð hvar landað er, innan marka sveitarfélagsins.

  Bæjarráð samþykkir að úthlutunarreglur Fjallabyggðar verði  óbreyttar frá fyrra ári.

  Þar var lögð áhersla á breytingu orðalags þannig að í stað orðsins byggðarlags í 2. mgr. 4 gr. kom orðið sveitarfélag sem og í 3.mgr. 4.gr. og í 1 mgr. 6. gr. kom orðið sveitarfélagsins í stað byggðarlags.

  Til viðbótar í 4. gr. komi eftirfarandi:
  Hámarksúthlutun byggðakvóta á skip vegna fiskveiðiársins 2013-2014 í Fjallabyggð skal vera eftirfarandi:
  Siglufjörður 50 tonn
  Ólafsfjörður 50 tonn

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita bréf til þeirra fiskverkenda í sveitarfélaginu sem gerðu samkomulag við útgerðir um vinnslu á byggðakvóta fyrir síðasta fiskveiðiár.
  Þar sé óskað eftir upplýsingum um vinnutilhögun, og reynslu af samstarfi útgerðaraðila, fiskverkenda og sveitarfélagsins og hvernig þeir sjái fyrir sér vinnslu byggðakvóta til framtíðar.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 318. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 318. fundur - 29. október 2013
  Í erindi skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar dagsett 18. október 2013, er þess óskað að skólaráðsfulltrúum sé greitt fyrir fundarsetu.
  Skólaráð starfi samkvæmt lögum nr. 91 frá 12. júní 2008 og sé opinber stjórnsýslunefnd.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra afgeiðslu málsins að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 318. fundur - 29. október 2013
  Niðurstaða bæjarráðs skráð sem trúnaðarmál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 1. nóvember 2013

Málsnúmer 1310013FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 1. nóvember 2013
  Þann 30. september s.l. kl. 14.00 voru opnuð tilboð vegna stækkunar á grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu 10 Siglufirði.
  Tvö tilboð bárust en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 3.130.000.-.
  Bás ehf. bauð 4.482.000.- og Árni Helgason ehf. bauð 3.302.900.-.
  Bæjarstjóri lagði fram bréf frá starfsmanni Úrskurðarnefndar umhverfis og skipulagsmála dags. 30. október 2013. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið Saga ráðgjöf ehf. hefur lagt fram kæru vegna framkvæmda við stækkun skólans.
  Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 319. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 1. nóvember 2013
  Farið var yfir samantekt á yfirferð forstöðumanna og deildarstjóra á úthlutuðum ramma.
  Bæjarráð fór yfir undirgögn og skýringar og eftir umræðu var ákveðið að vísa málinu til síðari umræðu í fagnefndum.
  Bæjarráð beinir því til nefnda að þær haldi sig sem við tillögur að samþykktum ramma eins og kostur er.
  Næsti fundur í bæjarráði vegna fjárhagsáætlunar verður á sama tíma í næstu viku.
  Bókun fundar Afgreiðsla 319. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 1. nóvember 2013
  Lagt fram bréf frá fv. formanni Rauðakrossdeildar Ólafsfjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum deildarinnar verði sú ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar að veruleika, að leggja niður rekstur sjúkrabifreiðar sem staðsett er í Ólafsfirði.
  Einnig hefur slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar lýst yfir sömu áhyggjum og bendir á fyrirkomulag brunavarna Fjallabyggðar máli sínu til stuðnings.
  Bæjarráð mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að leggja niður rekstur sjúkrabifreiðar í Ólafsfirði.

  Bæjarráð krefst skýringa frá heilbrigðisráðherra á þessari ákvörðun.
  Bæjarráð krefst einnig rökstuðnings Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar á þeirri ákvörðun að staðsetja eina sjúkrabílinn í Fjallabyggð á Siglufirði.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa heilbrigðisráðherra og forstjóra Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar og krefjast svara við ofangreindu.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson, Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson<BR>Afgreiðsla 319. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 1. nóvember 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson<BR>Afgreiðsla 319. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>

7.Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013

Málsnúmer 1311003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Þrjú tilboð bárust í bifreiðina Benz Unimog árgerð 1965.
  Bæjarfélagið hefur einnig fengið fyrirspurn frá öðru slökkviliði um yfirtöku á umræddri bifreið.
  Bæjarráð áskildi sér rétt til að hafna öllum tilboðum og var það samþykkt.

  Bæjarstjóra er falið að hefja viðræður við viðkomandi aðila.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Lagt fram bréf frá Síldarminjasafni Íslands ses. dags. 25. október 2013.
  Í bréfinu er lagt til að ráðist verði í gerð bílastæða norðan við slökkvistöð bæjarfélagsins á Siglufirði vegna skorts á bílastæðum.
  Bæjarráð tekur vel í framkomna tillögu og er hún í samræmi við áform bæjarfélagsins um framvindu verksins á næsta ári.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Lagt fram bréfi frá Skotveiðifélagi Ólafsfjarðar dags. 29. október 2013, þar sem fram koma óskar um styrk til geymslu á viðkvæmum og rándýrum rafeindabúnaði félagsins.
  Bæjarráð samþykkir að taka umræddar kastvélakerrur til geymslu í Aravíti. Um er að ræða ca. 10 m2 geymslusvæði og færist styrkur bæjarfélagsins kr. 52.000.- á móti leigugjaldinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Lagt fram bréf frá Síldarminjasafni Íslands dags. 1. nóvember 2013, þar sem fram koma óskir um styrk til að byggja geymslu- og sýningarhús á lóð safnsins. Um er að ræða endurbyggingu á "Gæruhúsinu" sem staðsett var á Akureyri í samstarfi við Þjóðminjasafnið, en húsið var tekið niður árið 1999.
  Bæjarráð telur rétt að taka þátt í verkefninu um kr. 500.000.- á ári í tíu ár, enda fáist umræddir styrkir frá Þjóðminjasafni, Húsafriðunarnefnd, ríkisstjórn og öðrum aðilum að upphæð kr. 74 milljónir króna.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson, Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Bæjarráð samþykkir eftirtalda styrki.
  1.  Til Hestamannafélagsins Glæsis - styrkur til greiðslu á fasteignaskatti.
  2.  Til Hestamannafélagsins Gnýfara - styrkur til greiðslu á fasteignaskatti.
  3.  Til Sævars Birgissonar, kr. 100.000.-
  4.  Til Foreldrafélags Grunnskólans, kr. 55.000.-
  5.  Til Björgunarsveitarinnar Tinds, kr. 500.000.-
  Til sömu aðila, styrkur til greiðslu fasteignaskatts.
  6.  Til Björgunarsveitarinnar Stráka kr. 500.000.-
  Til sömu aðila, styrkur til greiðslu fasteignaskatts.
  7.  Til Foreldrafélags Leikskála, kr. 55.000.-
  8.  Til Foreldrafélags Leikhóla, kr. 55.000.-
  9.  Til Herhúsfélagsins, styrkur til greiðslu fasteignaskatts.
  10. Ólafsfjarðarkirkja, vegna kirkjugarðs kr. 200.000.-
  11. Siglufjarðarkirkja, vegna barnastarfs kr. 75.000.-
  12. Ólafsfjarðarkirkja, vegna barnastarfs kr. 75.000.-
  13. Systrafélag Siglufjarðarkirkju, vegna lagfæringar á safnaðarheimili kr. 200.000.-
  14. Skotveiðifélag Ólafsfjarðar, vegna geymslu á kastvélum í Aravíti, 52.000,-

  Bæjarráð hafnaði neðantöldum umsóknum um fjármagn.
  1.  Frá Betri byggð.
  2.  Frá Kvennaathvarfi.
  3.  Frá Stígamótum.
  4.  Frá Neytendasamtökunum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Niðurstaða bæjarráðs skráð sem trúnaðarmál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Lagt fram bréf frá Dalvíkurbyggð dagsett 18. október um samstarf á sviði skólamála og félagsmála.
  Bæjarráð tekur vel í framkomnar hugmyndir, en leggur áherslu á að slíkt samstarf verði til eins árs og að því loknu verði málið tekið aftur til skoðunar í takt við reynsluna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Lagður fram viðauki er varðar uppgreiðslu lána umfram fjárhagsáætlun.  Að höfðu samráði við endurskoðendur leggur skrifstofu- og fjármálastjóri til að uppgreiðslu lána verði mætt með láni frá Aðalsjóði á sambærilegum kjörum og önnur innri lán sveitarfélagsins.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofanritað verði samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um vinnu tæknideildar er varðar skipulagslýsingu á svæði undir sjálfsafgreiðslustöð við Vesturtanga á Siglufirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Á síðasta fundi bæjarráðs var þessu máli frestað.
  Bæjarstjóri lagði fram bréf frá Landslögum dags. 5. nóvember 2013.
   
  Eftir  umræður og yfirferð var ákveðið að taka málið til afgreiðslu.
  Fram hefur komið að tilboð voru opnuð þann 30. október s.l. í jarðvinnu vegna stækkunar á Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu 10 Siglufirði.
  Tvö tilboð bárust. kr. 4.482.000.- frá Bás ehf og kr. 3.302.900.- frá Árna Helgasyni ehf.
  Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að tilboði Árna Helgasonar ehf verði tekið.
  Meirihluti bæjarráðs vísar í álit lögmanns Landslaga þ
  ar sem fram kemur að hvorki form eða efnisgallar séu á hinu kærða skipulagi enda hefur skipulagið verið yfirfarið að formi og efni af hálfu Skipulagsstofnunar sem gerði engar athugasemdir við skipulagið og féllst á að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda svo sem gert hefur verið.
  Engin rök eru því til að mati meirihluta bæjarráðs að stöðva framvæmdir.

  Meirihluti bæjarráðs telur þó rétt að þar sem byggingarleyfi vegna skólans hefur verið kært, séu gerðir fyrirvarar við samningsaðila um frestun eða stöðvun framkvæmda, verði sveitarfélaginu gert að stöðva framkvæmdir.

  Egill Rögnvaldsson óskar að bókað verði, að hann telji rétt að framkvæmdin fari ekki af stað fyrr en búið er að úrskurða í kærumálinu.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson Egill Rögnvaldsson Sólrún Júlíusdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Sólrún Júlíusdóttir óskaði lagði fram eftirfarandi bókun.</DIV><DIV>"Eins og áður hefur komið fram í mínu máli þá hef ég ekki verið sammála því að nauðsyn sé að fara í svo kostnaðarsama framkvæmd sem meirihluti bæjarstjórnar hefur ákveðið að fara í þ.e. stækkun á Grunnskóla Fjallabyggðar, Siglufirði.<BR>Þá vil ég láta koma fram sérstaklega að framkoma meirihlutans í garð íbúa þessa ágæta sveitarfélags sem í nálægð byggingarsvæðisins búa er algjörlega óásættanleg. Ég tel það lágmark að meirihlutinn sýni íbúum sveitarfélagsins virðingu og bíði þess vegna eftir úrskurði kærumálsins."<BR><BR>Í ljósi bókunar Sólrúnar Júlíusdóttur vill meirihluti bæjarstjórnar árétta það sem þegar hefur komið fram í bókun meirihluta í bæjarráði.<BR><BR>"Meirihluti bæjarstjórnar vísar í álit lögmanns Landslaga þar sem fram kemur að hvorki form eða efnisgallar séu á hinu kærða skipulagi enda hefur skipulagið verið yfirfarið að formi og efni af hálfu Skipulagsstofnunar sem gerði engar athugasemdir við skipulagið og féllst á að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda svo sem gert hefur verið. Engin rök eru því til að mati meirihluta bæjarstjórnar að stöðva framvæmdir". <BR><BR>Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.  Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir greiddu atkvæði á móti.</DIV></DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dag. 23.október 2013. Þar er greint frá viðmiðum og lykiltölum sem nefndin hefur sett fram vegna samspils skulda, framlegðar og veltufjár frá rekstri.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti á Íslandi. Skorað er á vinnustaði og samfélög um að sýna samstöðu í verki og láta allar bjöllur, klukkur og skipsflautur hljóma í sjö mínútur frá kl. 13.00 til 13.07 næstkomandi föstudag.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Lagðar fram fundargerðir frá 16. júní og 31. október 2013.
  Fundir haldnir á bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.<BR>Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Lögð fram dagskrá fyrir aðalfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sem haldinn verður í Menningarhúsinu Hofi 5. nóvember nk.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Lagðar fram fundargerðir stjórnar Eyþings dags. 4. september, 27. september og 24. október 2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Lögð fram til kynningar fundargerð 809. fundar frá 25. október 2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 5. nóvember 2013
  Lögð fram verkfundargerð frá 29.08.2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 320. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 8. nóvember 2013

Málsnúmer 1311005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 8. nóvember 2013
  Bæjarráð tók neðanritað til umfjöllunar.
  1. Niðurstöður og ábendingar frá nefndum.
  2. Farið var yfir viðhaldsblað frá tæknideild er varðar eignasjóð.
  3. Farið var yfir viðhaldsblað er varðar viðhald gatna og gangstétta frá tæknideild.
  4. Farið var yfir framkvæmdir eignasjóðs og veitustofnana.
  5. Farið var yfir fundargerð hafnarstjórnar.
  6. Farið var yfir ábendingar frá endurskoðendum bæjarfélagsins er varðar m.a. kröfur aðalsjóðs á B-hluta fyrirtæki.
  Bæjarráð samþykkir að Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar verði A- hluta stofnun frá með næstu áramótum.
  Bæjarráð mun fjalla áfram um fjárhagsáætlun á næsta fundi sínum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 8. nóvember 2013
  Stjórn Snorrasjóða óskar eftir stuðningi við Snorraverkefnið á árinu 2014.
  Erindinu hafnað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 8. nóvember 2013
  Lagt fram bréf frá stjórn og forstöðumanni Hornbrekku er varðar þjónustu og dagvist aldraðra í Ólafsfirði.
  Bæjarráð telur rétt að fela félagsmálastjóra að ræða við forstöðumann Hornbrekku og vinna tillögu að skipulagi dagvistar aldraðra til framtíðar.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Ásdís Pálmadóttir.<BR>Afgreiðsla 321. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 8. nóvember 2013
  Lagt fram bréf frá Lögmannsstofunni á Akureyri, dags. 22. október s.l.
  Í bréfinu er óskað eftir skriflegum svörum er varðar uppsögn úr starfi íþrótta - og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar 27. júní 2013.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu að höfðu samráði við lögmann Sambands ísl. sveitarfélaga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 8. nóvember 2013
  Lagt fram minnisblað frá 2. fundi markaðs- og menningarnefndar, en á þeim fundi lauk nefndin yfirferð á umsóknum um menningarstyrki sem bárust áður en umsóknarfrestur rann út.
  Sótt var um 9.3 m.kr en til úthlutunar voru 4.587 þúsund.
  Tvær umsóknir frá Þjóðlagasetri og þjóðlagahátíð bárust eftir að umsóknarfrestur rann út og er þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
  Bæjarráð samþykkir tillögu markaðs- og menningarnefndar að styrkjum.
  Bæjarráð samþykkir að styrkja Þjóðlagasetur um 800.000,- og Þjóðlagahátíð um 700.000,-.
  Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 8. nóvember 2013
  Lagt fram minnisblað frá 4. fundi fræðslu- og frístundanefndar, en á þeim fundi lauk nefndin yfirferð á umsóknum um frístundastyrki sem bárust áður en umsóknarfrestur rann út.
  Afgreiðslu frestað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 8. nóvember 2013
  Lagðar fram niðurstöður er varðar könnun á vegum Grunnskóla Fjallabyggðar, en bæjarstjórn óskaði eftir viðhorfi foreldra til núverandi kennslufyrirkomulags í skólum bæjarfélagsins.
  Bæjarráð vísar niðurstöðum könnunar til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 8. nóvember 2013
  VSÓ ráðgjöf hefur tekið saman stöðuskýrslu um endurbætur á fráveitu á Siglufirði.
  Ætlunin er að kynning fari fram á niðurstöðum þeirra eftir tvær vikur.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Bæjarráð Fjallabyggðar - 322. fundur - 12. nóvember 2013

Málsnúmer 1311006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 322. fundur - 12. nóvember 2013
  Lagt fram minnisblað frá 4. fundi fræðslu- og frístundanefndar, en á þeim fundi lauk nefndin yfirferð á umsóknum um frístundastyrki sem bárust áður en umsóknarfrestur rann út.
  Einnig minnisblað frá bæjarstjóra með samantekt á styrkjum í áætlun fyrir 2014.
  Um afgreiðslu vísast til dagskrárliðar um fjárhagsáætlun 2014-2017.
  Bókun fundar Afgreiðsla 322. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 322. fundur - 12. nóvember 2013
  Farið yfir tillögur sem lagt er til að komi til umræðu við fjárhagsáætlunargerð.
  Eftirfarandi tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2014 voru samþykktar samhljóða.

  Í menningarmálum var eftirfarandi samþykkt.
  Styrkur til Berjadaga verði 600 þús.
  Styrkur til Þjóðlagahátíðar verði 1 milljón.

  Í frístundamálum var eftirfarandi samþykkt.
  Styrkur til Hestamannafélagsins Glæsis verði 500 þús.
  Styrkur til Hestamannafélagsins Gnýfara verði 500 þús.
  Styrkir til hestamannafélaganna eru rekstrarstyrkir sambærilegir við rekstrarstyrki til annarra félaga.
  Styrkur til Golfklúbbs Ólafsfjarðar verði 1,6 milljón.
  Styrkur til Golfklúbbs Siglufjarðar verði 1,6 milljón.
  Styrkur til KF vegna æfingaferða í Bogann 370 þús.
  Styrkur til Kjarna stuðningsfélags 65 þús.
  Styrkur til Skíðafélags Ólafsfjarðar vegna unglingameistaramóts 400 þúsund.

  Í umhverfismálum var eftirfarandi samþykkt.
  Styrkur til Skógræktarfélags Siglufjarðar verði 250 þús. í tengslum við samstarfssamning 2014.

  Varðandi ábendingu Alberts Gunnlaugssonar um framlög til framboða við næstu sveitarstjórnarkosningar, samþykkir bæjarráð óbreytt fyrirkomulag á styrkjum til framboða.
  Varðandi framkvæmdir var samþykkt að heildarupphæð til framkvæmda hækki úr 245 milljónum í 285 milljónir á árinu 2014.
  Eignasjóður 235 milljónir.
  Hafnarsjóður 25 milljónir.
  Veitustofnun 25 milljónir.

  Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2014-2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 322. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 322. fundur - 12. nóvember 2013
  Lagt fram kauptilboð frá Jóhanni Sveinssyni.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði verði tekið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 322. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 322. fundur - 12. nóvember 2013
  Í erindi frá Samgöngustofu eru landsmenn hvattir til að nota alþjóðlegan minningardag um fórnarlömb umferðarslysa sem verður haldinn 17. nóvember n.k. til að leiða hugann að minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni og þeim sem hafa slasast, en jafnframt íhuga þá ábyrgð sem hver og einn ber sem þátttakandi í umferðinni.
  Klukkan 11:15 verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í.
  Bókun fundar Afgreiðsla 322. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 322. fundur - 12. nóvember 2013
  Lagt fram til kynningar mögulegt samstarf við Dalvíkurbyggð á sviði skólamála, sér í lagi tónskóla.
  Bæjarráð minnir á fyrri bókun frá 5. nóvember s.l. þar sem fram kom áhersla á að slíkt samstarf verði til eins árs og að því loknu
  verði málið tekið aftur til skoðunar í takt við reynsluna.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson og fór yfir mögulegt samstarf við Dalvíkurbyggð.<BR>Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulag um samstarf varðandi tónskóla, en leggur áherslu á bókun bæjarráðs og yfirferð á forsendum samkomulags.</DIV>

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15. október 2013

Málsnúmer 1310003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15. október 2013
  Deiliskipulag og umhverfisskýrsla fyrir Þormóðseyri var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, frá 8. ágúst til og með 19. september 2013. Deiliskipulagssvæðið er um 10,5 ha að stærð og tekur yfir norðausturhluta Þormóðseyrar, það svæði sem skilgreint er að mestu sem athafnasvæði í gildandi aðalskipulagi. Þar eru skipulagðar fjölbreyttar athafnalóðir sem henta eiga fyrir mismunandi gerðir fyrirtækja með góðum tengingum við höfnina og samgönguæðar. Á auglýsingatíma bárust tvær athugasemdir, ein frá Vegagerðinni og önnur frá Skipulagsstofnun.
   
  Nefndin tekur undir athugasemd Skipulagsstofnunar og samþykkir að fyrirhuguð gata meðfram hafnarsvæðinu verði einungis sýnd til skýringar og að eldra deiliskipulag hafnarsvæðisins haldi gildi sínu á þeim svæðum sem liggja utan skipulagsmarka deiliskipulags Þormóðseyrar.
   
  Varðandi athugasemd Vegagerðarinnar telur nefndin rétt að ítreka að fyrirhuguð stofnbraut sem liggur utan marka deiliskipulagsins er einungis sýnd til skýringar.
   
  Nefndin samþykkir að ónefnd gata í deiliskipulagstillögunni verði nefnd Skipagata. Einnig ítrekar nefndin að í deiliskipulaginu sé einungis heimild til niðurrifs á ákveðnum byggingum en það sé ekki kvöð sem hvíli á húseiganda.
   
  Af öllu framansögðu samþykkir nefndin að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar með áorðnum breytingum og felur jafnframt tæknideild að senda svör við athugasemdum til þeirra sem sendu inn athugasemdir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15. október 2013
  Undir þessum lið komu Shok Han Liu og Anna María Guðlaugsdóttir og kynntu hugmyndir sínar um gerð tröllagerðis við Menntaskólann á Tröllaskaga. Óska þær eftir samstarfi við Fjallabyggð um staðsetningu, skipulag og framkvæmd við gerð téðs tröllagerðis.
   
  Nefndin samþykkir staðsetningu fyrir tröllagerði innan lóðarmarka Menntaskólans á Tröllaskaga, en bendir á að staðsetning verði utan við byggingarreit mögulegrar stækkunar menntaskólans.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 160. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15. október 2013
  Með vísan til makaskiptasamnings milli Fjallabyggðar og Skeljungs þann 17. júlí 2008 óskar Skeljungur eftir viðræðum við Fjallabyggð um úthlutun lóðar undir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs við Vesturtanga 18, 20 eða 22 á Siglufirði.
   
  Nefndin samþykkir að uppfylla áðurnefndan makaskiptasamning og samþykkir að deiliskipuleggja lóðir fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar á Vesturtanga.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Egill Rögnvaldsson.<BR>Afgreiðsla 160. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15. október 2013
  Á 159. fundi nefndarinnar voru athugasemdir vegna grenndarkynningar á spennistöð við Hverfisgötu 38 á Siglufirði lagðar fram til kynningar.
   
  Nefndin samþykkir að hafna þeirri tillögu sem var í grenndarkynningu til 28. ágúst síðastliðinn.
   
  Eftir að grenndarkynningunni lauk hefur Rarik lagt fram nýja teikningu þar sem búið er að lækka spennistöðina í landinu meir en áður var.
   
  Eftir að hafa skoðað nýja teikningu að legu spennistöðvarinnar hafnar nefndin að sú tillaga verði grenndarkynnt og óskar eftir að gerð verði tillaga þar sem spennistöðin er felld inn í landið á öllum hliðum nema framhlið.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Egill Rögnvaldsson.<BR>Afgreiðsla 160. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15. október 2013
  Ragnar Hjaltason sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóð sinni að Vesturgötu 17 í Ólafsfirði.
   
  Nefndin hafnar umsókn um stöðuleyfi á lóð Vesturgötu 17 og vísar á þar til gert gámasvæði sem staðsett er við Vesturhöfn í Ólafsfirði.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 160. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15. október 2013
  Undir þessum lið kom Helgi Jóhannsson á fund nefndarinnar og kom á framfæri ábendingum er varðar umhverfismál í Fjallabyggð.
  Nefndin þakkar Helga fyrir framkomnar ábendingar.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 160. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15. október 2013
  Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga sækir um leyfi til að hengja upp listaverk á vegg skólans. Verkið myndi verða staðsett annað hvort norðan við aðalinngang skólans eða á vesturvegg hans.
   
  Erindi samþykkt.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15. október 2013
  Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2013 verður haldinn fimmtudaginn 24. október næstkomandi í Garðabæ.
   
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15. október 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013

Málsnúmer 1311001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Endanleg útfærsla á svæðisskipulagi Eyjafjarðar lögð fram til staðfestingar.

  Þrjár athugasemdir bárust við fyrirliggjandi tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 og voru þær teknar til afgreiðslu á 34. fundi svæðisskipulagsnefndar, sem haldinn var 9. september sl.
  Fyrir fundi skipulags- og umhverfisnefndar liggur fundargerð nefndarinnar og tillaga hennar að svari og viðbrögðum við fyrrgreindum athugasemdum. Um er að ræða breytingar á skipulagsgögnum sem taldar eru upp í þremur töluliðum í fundargerðinni en öðrum athugasemdum er svarað samkvæmt afgreiðslu í athugasemdaskjali sem er fylgiskjal með fundargerðinni.
  Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framkomna tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 og veiti heimild til þess að senda það til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Á 160. fundi nefndarinnar var samþykkt að deiliskipulag Þormóðseyrar yrði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar með áorðnum breytingum. Eftir fundinn kom fram ábending um að það þyrfti að skipta lóðunum Skipagötu 4 og Tjarnargötu 20 upp í fleiri lóðir.
   
  Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Þormóðseyrar þar sem búið er að skipta lóðinni Skipagata 4 upp í fjórar lóðir; Skipagötu 4, Tjarnargötu 19, Tjarnargötu 21 og Tjarnargötu 23. Einnig er búið að skipta lóðinni Tjarnargata 20 upp í lóðirnar Tjarnargata 20 og Tjarnargata 22.
   
  Með þessum breytingum og áður gerðum breytingum sem samþykktar voru á 160. fundi nefndarinnar samþykkir nefndin að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og felur jafnframt tæknideild að senda svör við athugasemdum til þeirra sem sendu inn athugasemdir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Lögð fram tillaga frá Landslagi ehf að skipulagslýsingu fyrir reit sem nær til hluta Vesturtanga á Siglufirði en svæðið er skilgreint sem athafnasvæði í aðalskipulagi. Skipulagssvæðið afmarkast af Snorragötu í vestri, Suðurtanga í norðri og fyrirhugaðri framlengingu Vesturtanga í austri. Svæðið er um 5 þúsund fermetrar að flatarmáli.
   
  Nefndin samþykkir að senda skipulagslýsinguna til umsagnaraðila; Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra til umsagnar og kynna hana fyrir almenningi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Gunnar St. Ólafsson fyrir hönd Selvíkur ehf sækir um að stækka lóð og byggingarreit Snorragötu 3 á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Breytingin veldur því að breyta þarf deiliskipulagi Snorragötu.
   
  Lagður er fram breytingaruppdráttur að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Snorragötu þar sem búið er að stækka lóð og byggingarreit Snorragötu 3.
   
  Samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 leggur nefndin til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið og auglýsing um samþykki deiliskipulagsins verði birt í B-deild Stjórnartíðinda skv. 4. mgr. 44. gr. fyrrnefndra laga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Árni Grétar Árnason fyrir hönd Rarik ohf óskar eftir því að stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð á horni Hverfisgötu og Hávegs á Siglufirði sem rennur út þann 18. desember næstkomandi verði framlengt til næsta sumars, eða 30. júní. Óskar hann eftir því að unnið verði að lausn á málinu í vetur svo hægt verði að klára málið snemmsumars 2014.
   
  Nefndin samþykkir stöðuleyfi til 30. júní 2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Lögð fram tillaga að staðsetningu gangbrautar við sundhöllina á Siglufirði.
   
  Nefndin samþykkir staðsetningu á gangbraut og samþykkir jafnframt að bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða verði fært sunnar.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Bragi Þ. Haraldsson fyrir hönd Áfengis- og tókbaksverslunar ríkisins sækir um byggingarleyfi fyrir Eyrargötu 25. Sótt er um leyfi til að stækka núverandi bílageymslu með viðbyggingu til austurs. Fyrir liggur undirritað samþykki eigenda Túngötu 11.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Tómas P. Óskarsson og Örvar Tómasson fyrir hönd Byls útgerðarfélags ehf sækja um stöðuleyfi fyrir frystigám austan við Grundargötu 24 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
   
  Nefndin samþykkir stöðuleyfi til eins árs með því skilyrði að hávaðamengun verði haldið í lágmarki, að öðrum kosti verði stöðuleyfið afturkallað.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.<BR>Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Lagt fram erindi frá Jóni Sæmundi Sigurjónssyni þar sem hann óskar eftir því að fá lóðirnar nr. 13 og 15 við Lindargötu.
   
  Lagðir eru fram lóðarleigusamningar fyrir Lindargötu 13 og 15.
   
  Nefndin samþykkir erindið.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Tjarnargötu 8.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Lögð fram til kynningar bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og umsögn frá Landslögum  á kæru vegna samþykktar á byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við grunnskólann á Siglufirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Á 159. fundi nefndarinnar óskaði nefndin eftir nánari upplýsingum um útlit og hönnun á lóð vegna umsóknar N1 hf um lóð undir eldsneytisafgreiðslu.
   
  Teikningar af lóð hafa borist og eru lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Lögð fram gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 6. nóvember 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

12.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013

Málsnúmer 1310005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013
  Lögð fram gögn er varðar fund í Grindavík frá 20. september 2013. Fundarmenn eru hvattir til að kynna sér stöðu hafna og samanburð við hafnir Fjallabyggðar.
  Næsta þing Hafnasambandsins verður haldið í Fjallabyggð og á Dalvík.
  Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013
  Lagt fram bréf frá 28.08.2013, frá þremur fiskvinnslum í Ólafsfirði. Um er að ræða ábendingar um lélegt ástand á götum og kvartanir um lélegan snjómokstur og hálkuvarnir.
  Hafnarstjórn mun skoða og ræða úrbætur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Mikil umræða var um snjómokstur í hafnarstjórn og komu fram ábendingar sem vert er að skoða.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013


  Daði Steinn Björgvinsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám á Óskarsbryggju. Hafnarstjórn staðfestir ákvörðun yfirhafnarvarðar er varðar  stöðuleyfi til eins árs. Lögð er þung áhersla á að umhverfi gámsins sé til fyrirmyndar.


  Hafnarstjórn tók til umræðu umhverfi Óskarsbryggu.

  Yfirhafnarvörður kom með ábendingar um óviðunandi ástand á svæði umhverfis Óskarsbryggju. Sérstaklega er bent á svæði norðan við öldubrjót á Óskarsbryggju.
  Óskað er eftir því að timbur á svæðinu verði kurlað, svæðið hreinsað og því lokað fyrir slík afnot.

  Ástand á svæðinu er bæjarfélaginu ekki til sóma. Lögð er áhersla á að svæðið verði hreinsað sem fyrst.
  Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013
  Hafnarstjórn ræddi hugmyndir um viðhaldsverkefni og framkæmdir á næsta fjárhagsári.
  Neðanritað var fært til bókar eftir miklar umræður.

  Viðhaldsverkefni:
  Aðkoma að hafnarsvæðum Ólafsfjarðar
  Innri höfnin, aðkoma og umhverfi
  Aðkoma að Óskarsbryggu
  Viðhald á dekkjum
  Endurnýja þarf einn löndunarkrana á Siglufirði

  Framkvæmdir
  Hafnarstjórn leggur nú sem áður áherslu á endurbyggingu Hafnarbryggju.
  Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013
  Lagt fram bréf frá Mast, matvælastofnu dags. 14. október 2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013
  Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar - ágúst 2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013
  Lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

13.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 51. fundur - 4. nóvember 2013

Málsnúmer 1310015FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 51. fundur - 4. nóvember 2013
  Farið yfir gjaldskrá fyrir árið 2014.
  Yfirhafnarvörður gerir tillögu að breytingu á gjaldskrá í samræmi við ákvörðun bæjarráðs og munu gjaldskrár hækka um 4%.
  Nokkur umræða var um að setja gjald á hvern farþega við komur skipa til Siglufjarðar. Hafnarstjórn ákvað að hafa óbreytta gjaldskrá er þetta varðar.
  Sorpgjöld komu einnig til umræðu og var nokkur umræða um að hækka gjald á skipum yfir 100 tonn um 2 þúsund krónur þ.e. úr fjögur þúsund í sex þúsund á mánuði.
  Þessi tillaga var samþykkt.
  Samþykkt samljóða.
    
  Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 51. fundur - 4. nóvember 2013
  Ákveðið var á síðasta fundi að fara yfir tillögur að framkvæmdum og lagfæringum á hafnarsvæðum Fjallabyggðahafna á næsta fjárhagsári.
  Fram hafa komið ábendingar um neðanritað, en fundarmenn leggja mikla áherslu á að ráðast þarf í miklar lagfæringar á aðal löndunarhöfn bæjarfélagsins þ.e. hafnarbryggju á Siglufirði.
  Er varðar framkvæmdir á Siglufirði komu fram ábendingar um neðanritað;
  1. Lagfæringar á þekju og umhverfi suðurhafnar á Siglufirði - áætlaður kostnaður 3.5 m.kr.
  2. Kaup á flotbryggju við smábátahöfn á Siglufirði - áætlaður kostnaður 10.0 m.kr.
  3. Kaup á nýjum löndunarkrana á Siglufirði - áætlaður kostnaður um 7.0 m.kr.  Ákvörðun frestað sjá lið 4.
  4. Hafnarstjórn óskar eftir kostnaðarmati á timburbryggju frá Hafnarbryggju og að togarabryggju, en um er að ræða umþað bil 65 m.

  Er varðar framkvæmdir í Ólafsfirði komu ábendingar um neðanritað;
  1. Lagfæringar á þekju, götu og umhverfi í Ólafsfirði - áætlaður kostnaður um 3.0 m.kr.
  2. Kaup á flotbryggju í Ólafsfirði - áætlaður kostnaður á 20 metra bryggju um 10 m.kr.  Ákvörðun frestað.
  3. Viðgerðir við og endurbyggja garð í Ólafsfirði og er áætlaður hluti hafnarsjóðs um 3.0 m.kr.- framlag frá ríkinu er tryggt, en það er kr. 9.0 m.kr.
  Ofanritað samþykkt einróma.
  Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 51. fundur - 4. nóvember 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 51. fundur - 4. nóvember 2013
  Aníta gerði grein fyrir sínum störfum fyrir hafnarstjórn á árinu 2013.
  Fram kom m.a. að hún hefur sótt ráðstefnu í Reykjavík og einnig hefur hún sótt kynningu og ráðstefnu til Hamborgar.
  Fram kom hjá Anítu að hingað munu sex skip koma til Siglufjarðar á næsta ári og er það tvöföldun á skipakomum til bæjarfélagsins.
  Hafnarstjórn leggur áherslu á að fjármagn verði tryggt til að sinna þessari kynningu á næsta fjárhagsári. Lagt er til að kr. 500.000.- verði varið til verkefnisins.

   
  Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 51. fundur - 4. nóvember 2013
  Ólafur Kárason lagði fram neðanritaða tillögu.
  "Lagt er til að bæjarráð endurskoði hugmyndir sínar um fækkun um einn starfsmann við Fjallabyggðahafnir.
  Ástæðan er fyrst og fremst sú að Fjallabyggðahafnir eru í mikilli sókn og tekjur hafa aukist ár frá ári"
  Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum en Steingrímur Óli sat hjá.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.<BR>Til máls tóku Helga Helgadóttir og Egill Rögnvaldsson.</DIV><DIV>Helga Helgadóttir lagði fram tillögu um að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar til bæjarráðs.<BR>Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum.  <BR>S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá.<BR><BR>"Undirrituð, fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar, lýsum yfir fullum stuðningi við tillögu hafnarstjórnar í 5. lið fundargerðar frá 4. nóv sl. Öllum má ljóst vera að sú sókn sem Fjallabyggðarhafnir eru í krefst a.m.k. sama starfsmannafjölda. Það er t.a.m. augljóst m.t.t. fjölda landana að ekki verður unnt að veita nema takmarkaða þjónustu í Ólafsfirði, hafni meirihlutinn tillögu hafnarstjórnar. Minnihlutinn leggst gegn óraunhæfri fækkun starfsmanna Fjallabyggðarhafna, að því gefnu að veita eigi sömu þjónustu og áður. Minnihlutinn leggur því til að bæjarstjórn lýsi yfir stuðningi við afstöðu hafnarstjórnar og dregið verði til baka að fækka starfsmönnum Fjallabyggðarhafna". <BR><BR>Egill Rögnvaldsson <BR>Guðmundur Gauti Sveinsson<BR>Sólrún Júlíusdóttir</DIV></DIV></DIV>

14.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013

Málsnúmer 1310008FVakta málsnúmer

Varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Nefndarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  93. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa drögum að erindisbréfi markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar í bæjarráði og í framhaldi af því til markaðs- og menningarnefndar.

  Á 317. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa drögum að erindisbréfi til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

  Erindisbréf yfirfarið og lagfært. Svo breytt samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Á fund nefndarinnar kom forstöðumaður Tjarnarborgar Anna María Guðlaugsdóttir og fór yfir starfsemina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 14.4 1310076 Jól og áramót 2013
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Rætt um fyrirkomulag og viðburðarhald um jól og áramót, brennur, flugeldasýningar og jólatréstendrun.
  Markaðs- og menningarnefnd leggur til að kveikt verði á jólatrjám í Fjallabyggð 30. nóvember á Siglufirði og 1. desember í Ólafsfirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Lagt fram erindi formanns Vildarvina Siglufjarðar og formanns Siglfirðingafélagsins þar sem sveitarfélagið er kvatt til þess að standa vel að 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðarkaupstaðar 20. maí 2018 og að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi.
  296. fundur bæjarráðs samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar menningarnefndar, nú markaðs- og menningarnefndar.

  Markaðs- og menningarnefnd þakkar ábendingu og tekur jákvætt í erindið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um menningarstyrki.
   


  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Farið var yfir úthlutaðan ramma fjárhagsáætlunar og tillögur forstöðumanna og deildarstjóra sem fram voru komnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar til ágúst 2013 vegna menningarmála og atvinnu- og ferðamála.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi forstöðumanns bóka- og hérðasskjalasafns Fjallabyggðar og skrifstofu- og fjármálastjóra 6. ágúst s.l.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Lagt fram til kynningar yfirlit starfsmanns náttúrugripasafnsins um starfsemi sumarsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi hagsmunaaðila tjaldsvæða sem haldinn var 19. okt .s.l. í Skagafirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Lögð fram til kynningar greinargerð rekstaraðila tjaldsvæðanna á Siglufirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Lögð fram til kynningar greinargerð rekstraraðila tjaldsvæðis og upplýsingarmiðstöðvar í Ólafsfirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Á 310. fundi bæjarráðs 3. september. s.l. var samþykkt að ráða Kristin J. Reimarsson í starf markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar.  Kristinn mun hefja störf í desemberbyrjun og býður markaðs- og menningarnefnd hann velkominn til starfa.

  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28. október 2013
  Menningarráð Eyþings kynnti menningarstefnu á aðalfundi Eyþings í september s.l. þar sem framkominni stefnu var fagnað.
  Menningarráð Eyþings leggur áherslu á að sveitarfélög horfi til hennar við vinnu í málaflokknum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

15.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 4. nóvember 2013

Málsnúmer 1311002FVakta málsnúmer

Varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
  Farið yfir fjárhagsramma fjárhagsáætlunar og ábendingar sem fram hafa komið milli funda.
  Nefndin gerir athugasemdir við launaliði í bókasafni og upplýsingamiðstöð og óskar eftir því að sá liður sé skoðaður sérstaklega fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Gerð var tillaga um leiðréttingu á fjárhagslið Tjarnarborgar.
  Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa svo breyttri tillögu  til bæjarráðs.
  Tillaga að gjaldskrá fyrir Tjarnarborg lögð fram.
  Tillaga að gjaldskrá fyrir tjaldsvæði í Fjallbyggð lögð fram.

  Nefndin samþykkti að auglýsa eftir tilnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
  Farið yfir umsóknir um menningarstyrki og tillaga gerð til bæjarráðs.
  Tvær styrkumsóknir bárust að loknum umsóknarfresti og er þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
  Farið yfir ábendingar rekstraraðila tjaldsvæðanna í Fjallabyggð.

  Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fjármagn verði lagt í endurbætur á tjaldsvæðum í Fjallabyggð við gerð framkvæmdaáætlunar. 
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 15.4 1310076 Jól og áramót 2013
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
  Lagt fram bréf frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar um aðkomu þess að menningarviðburðum í kringum jól og áramót.

  Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að ganga til viðræðna við þau félög sem hafa átt aðkomu að menningarviðburðum um jól og áramót á forsendum samþykktrar fjárhagsáætlunar.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
  Skýrsla nefndar Síldarævintýris 2013 lögð fram til kynningar.

  Markaðs- og menningarnefnd þakkar Síldarævintýrisnefnd fyrir greinargóða skýrslu og mjög svo óeigingjarnt starf að hátíðarhaldinu og skipulagi þess.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
  Íbúatala Fjallabyggðar var 2008 4. nóv. s.l. og hefur íbúum fækkað um 5 síðan 1. des. 2012.
  Atvinnulausir í Fjallabyggð í september voru 28, 16 karlar og 12 konur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrstu 9 mánuði ársins.
  Fjárhagsstaða menningarmála er undir tímabilsáætlun og svo er einnig um atvinnumál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

16.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 30. október 2013

Málsnúmer 1310012FVakta málsnúmer

Varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 30. október 2013
  Farið yfir helstu lykiltölur fjárhagáætlunar og breytingatillögur á fjárhagsramma.
  Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar félagsmálanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

17.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 7. nóvember 2013

Málsnúmer 1311004FVakta málsnúmer

Varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 7. nóvember 2013

  Farið yfir fjárhagsramma fjárhagsáætlunar og ábendingar sem fram hafa komið milli funda.
  Félagsmálanefnd leggur til að gjaldskrá félagsþjónustu hækki um 4% í samræmi við ákvörðun bæjarráðs.
  Félagsmálanefnd vekur athygli á að mikil óvissa ríkir um fjármögnun þeirra verkefna sem tilheyra málefnum fatlaðra. Ef að líkum lætur mun framlag til byggðasamlagsins skerðast um 10% á næsta ári.

  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar félagsmálanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 7. nóvember 2013

  Umsjón um styrk vegna reksturs bifreiðar Sambýlisins við Lindargötu.
  Félagsmálanefnd samþykkir samsvarandi styrkupphæð og á þessu ári.

  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar félagsmálanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 7. nóvember 2013
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar félagsmálanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 7. nóvember 2013
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar félagsmálanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 7. nóvember 2013
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar félagsmálanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 7. nóvember 2013
  Erindi synjað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar félagsmálanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 7. nóvember 2013
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar félagsmálanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 7. nóvember 2013
  Erindi samþykkt að hluta.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar félagsmálanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 7. nóvember 2013
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar félagsmálanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 7. nóvember 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar félagsmálanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 7. nóvember 2013

  Lagðar fram til kynningar fundargerðir þjónustuhóps málefna fatlaðra frá, 17. september, 29. september og 9. október síðast liðinn.

  Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar félagsmálanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

18.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 30. október 2013

Málsnúmer 1310011FVakta málsnúmer

Varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 30. október 2013

  Á fundinn mætti Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Jónína gerði grein fyrir fjárhagsáætlun grunnskólans. Hún  lagði fram tillögu að gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar frá 01.01.2014. Einnig lagði Jónína fram ársskýrslu skólans fyrir skólaárið 2012-2013 og starfsáætlun grunnskólans fyrir skólaárið 2013-2014.
  Jónína vék af fundi kl. 19:25.

  Á fundinn mætti Olga Gísladóttir leikskólastjóri. Olga gerði grein fyrir fjárhagsáætlun leikskólans fyrir árið 2014. Miklar umræður fóru fram um fjölda stöðugilda og fjölda yngstu barna á leikskólanum. Olga vék af fundi kl. 19:15.

  Á fundinn mætti Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar. Magnús gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Tónskólans. Hann lagði fram starfsáætlun Tónskólans 2013-2014. Einnig lagði Magnús fram gjaldskrá Tónskólans. Magnús vék af fundi kl. 19:30.

  Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri vék af fundi kl. 19:30.

  Á fundinn mætti Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi. Haukur gerði grein fyrir fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála.

  Eftir yfirferð skólastjórnenda og íþrótta- og tómstundafulltrúa fór nefndin yfir helstu helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar og breytingatilögur á fjárhagsramma.
  Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn 4. nóvember næst komandi.

  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 3. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>

19.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 5. nóvember 2013

Málsnúmer 1310014FVakta málsnúmer

Varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 5. nóvember 2013

  Umræður um fjárhagsáætlun og gjaldskrármál fræðslu, íþrótta-og tómstundamála og leiðréttingar og ábendingar sem fram hafa komið milli funda.
  Á fundinum komu fram athugasemdir við nokkra gjaldaliði þar sem ekki er gert ráð fyrir 4% hækkun milli ára. Einnig farið yfir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám fræðslu, íþrótta- og tómstundamála. Fræðslu- og frístundanefnd hefur þar með lokið yfirferð sinni á fjárhagsáætlun fyrir fyrri umræðu.

  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 5. nóvember 2013

  Farið yfir fyrirliggjandi umsóknir um styrki til frístundamála og tillaga gerð til bæjarráðs.
  Tvær umsóknir bárust eftir að umsóknarfresti lauk og er þeim vísað til bæjarráðs.

  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 5. nóvember 2013

  Lagt fyrir erindi frá Heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra, varðandi leiktæki á lóð leikskólans á Siglufirði. Vekur hann athygli á að enn á eftir að lagfæra nokkur atriði sem gerðar voru athugasemdir við í skoðunarskýrslu BSI á árinu 2012.
  Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að gerð verði bragarbót á þeim atriðum sem um ræðir.

  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 5. nóvember 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 5. nóvember 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 5. nóvember 2013

  Erindi frá mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, dags. 16. október, upplýsingar um fyrirhugaða dagskrá Dagsins gegn einelti þann 8. nóvember nk.
  Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og skólar, samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda. Í tengslum við daginn eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, sem er aðgengilegur á vefslóðinni www.gegneinelti.is

  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Helga Helgadóttir, Egill Rögnvaldsson, Þorbjörn Sigurðsson, Margrét Ósk Harðardóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.<BR>Afgreiðsla 4. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 5. nóvember 2013

  Kynntar niðurstöður sem gerð var meðal foreldra grunnskólabarna 1.-4. bekkjar. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur m.a. fram að meirihluti foreldra vill halda núverandi fyrirkomulagi í 1.-4. bekk.

  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

20.Samþykkt um byggingarnefnd í Fjallabyggð

Málsnúmer 1302054Vakta málsnúmer

Fyrri umræða um samþykkt var tekin á 87. fundur bæjarstjórnar og var ákveðið að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri fylgdi tillögu úr hlaði og lagði til að tillagan yrði samþykkt.

 

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum samþykkt um byggingarnefnd í Fjallabyggð.

21.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 til 2016. Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum tillögu 5 að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 til 2016.

Um er að ræða annars vegar tilfærslu milli fjárhagsliða í rekstri og hins vegar milli framkvæmdaliða og innri lán.

Rekstur málaflokka breytist sem hér segir 2013:
02 - Félagsmál 535.000
04 - Fræðslumál 2.127.000
06 - Æskulýðs og íþróttamál -5.230.000

11 - Umhverfismál -4.677.000
13 - Atvinnumál 230.000
21 - Sameiginlegur kostnaður 1.614.000
Aðalsjóður samtals -5.401.000
31 - Eignasjóður 3.938.000
A  - hluti samtals -1.463.000
B  - hluti
65- Veitustofnun 1.463.000

Efnahagur breytist sem hér segir 2013:
Aðalsjóður 56.250.567
Eignasjóður -4.000.000
A - hluti samtals 52.250.567
Hafnarsjóður 4.000.000
Íbúðasjóður -56.250.567
B - hluti samtals -52.250.567

22.Fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1304016Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun tekin til fyrri umræðu.
Bæjarstjóri flutti stefnuræðu með tillögu að fjárhagsáætlun 2014 og 2015-2017.
Þar kom m.a. fram að:
1. Rekstrarniðurstaðan er jákvæð um 3,6% á árinu 2014.
2. Rekstrarniðurstaðan verður jákvæð öll árin til 2017.
3. Veltufé frá rekstri er 14,8% árið 2014.
4. Veltufé frá rekstri er jákvætt öll árin til 2017 eða yfir 16%.
5. Skuldir verða greiddar niður um 68 m.kr. öll árin.
6. Til fjárfestinga verði varið um 285 m.kr. á árinu 2014.
7. Til fjárfestinga verði varið um og yfir 200 m.kr. á árunum 2015 - 2017.
8. Lántaka verði engin á árunum 2014 - 2017.
9. Handbært fé verði á árinu 2017 eins og það var árið 2012 eða 100 m.kr.
10. Samtala rekstrarniðurstöðu verði öll árin jákvæð.
2014 verður rekstrarniðurstaðan um 68 m.kr.
2015 verður rekstrarniðurstaðan um 106 m.kr.
2016 verður rekstrarniðurstaðan um 107 m.kr.
2017 verður rekstrarniðurstaðan um 102 m.kr.

Álagning fasteignaskatts er óbreytt á milli ára.
Lóðarleiga vegna atvinnurekstrar verður óbreytt eða 3,5%.
Sorphirðugjöld hækka um verðlagsforsendur eða um 4% og verða  32.700 kr.
Þjónustugjöld hækki um 4% en lögð er áhersla á að halda í við verðlagsbreytingar.
Lögð er áhersla á að aðhalds sé gætt á öllum sviðum, þar með talin yfirstjórn.

Bæjarstjórn óskaði að skráðar yrðu þakkir til bæjarstjóra og starfsmanna sveitarfélagsins sem komið hafa að undirbúningi fjárhagsáætlunar.


Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

23.Nefndarbreytingar 2013

Málsnúmer 1301007Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum eftirfarandi breytingar á nefndarskipan.

Í stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar verði Ingvar Erlingsson í stjórn Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra.
Í stað Ingu Eiríksdóttur verði Ingvar Erlingsson aðalfulltrúi sveitarfélagsins í stórn Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Í stað Bjarkeyjar Gunnarsdóttur verður Helga Helgadóttir aðalmaður í fulltrúaráði Eyþings.

Fundi slitið - kl. 19:00.