Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

6. fundur 10. janúar 2014 kl. 16:00 - 17:00 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
Fundargerð ritaði: S. Guðrún Hauksdóttir formaður fræðslu- og frístundanefndar

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Nefndarmenn ræddu þá tillögu sem vísað var til fræðslu- og frístundanefndar úr bæjarráði þann 17.12.2013, að færa 5 ára börn af leikskólum í neðra skólahús, til að bregðast við biðlistanum í leikskóla Fjallabyggðar Siglufjarðarmegin.

Ekki liggur fyrir fullmótað skipulag frá leikskólastjóra með þessa tilfærslu, en nefndin setur sig ekki upp á móti þessari tillögu, en leggur mikla áherslu á að fundað verði með foreldrum 5 ára barna og kynntar verði fullmótaðar tillögur, og hvernig staðið verði að þessari tilfærslu.

Einnig óskar nefndin að þegar tillagan liggur fyrir að hún verði lögð fyrir nefndina.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:00.