Bæjarstjórn Fjallabyggðar

93. fundur 09. október 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson forseti
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Guðrún Unnsteinsdóttir varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Forseti bæjarstjórnar bauð bæjarfulltrúa, starfsmenn og gesti velkomna á fund.
Allir aðalfulltrúar voru mættir, að undanskildum Sigurði Hlöðvessyni sem boðaði forföll.
Guðrún Unnsteinsdóttir mætti í hans stað.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 311. fundur - 18. september 2013

Málsnúmer 1309002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Lagt fram bréf frá Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneyti dags. 11. september 2013. Þar kemur fram að ráðuneytið vill gefa bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum.  Umsóknarfrestur er til 30. september 2013.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir næsta fiskveiðiár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Þann 3. september auglýsti Fjallabyggð umrædda bifreið til sölu. Tilboð bárust fyrir kl. 14.00 þann 11. september s.l.
    Sex tilboð bárust í umrædda bifreið og er tilboði Ingvars B. Eðvarssonar frá Vopnafirði tekið kr. 501.000.-, en það var hæsta tilboð.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá sölu bifreiðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 3. og 4. október nk. í Reykjavík. 
    Bæjarráð samþykkir að bæjarráðsfulltrúar sæki ráðstefnuna, ásamt bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Haustþing almenningsbókasafna verður haldið 27. september í Mosfellsbæ.
    Bæjarráð samþykkir að forstöðumaður bókasafnsins sæki fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Lagt fram bréf frá formanni stýrihóps um gerð Héðinsfjarðarganga ásamt aðkomuvegum um verklok.
    Fram kemur í bréfinu að öllum frágangi sé lokið nema við "Kleifartipp" og að það sé skoðun stýrihópsins að sú framkvæmd eigi að færast yfir á Fjallabyggð.
    Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar er varðar málið.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfi formannsins með þeim rökum sem fram koma m.a. í umræddu bréfi deildarstjóra tæknideildar.
    Bæjarráð leggur áherslu á að frágangur á umræddu svæði sé í samræmi við áður gert samkomulag og sé alfarið í verkahring Vegagerðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Vígsluathöfn fer fram þriðjudaginn 24. september n.k. í Tjarnarborg Ólafsfirði.
    Umhverfisráðherra bíður ráðamönnum bæjarfélagsins upp á fund um önnur verkefni af þessu tilefni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Tvær ábendingar hafa borist frá Innanríkisráðuneytinu er varðar innkaupareglur bæjarfélagsins, sem þarfnast lagfæringa.
    Um er að ræða 5.mgr. 23. gr. reglnanna sem og að skoða þurfi 12.gr. þar sem vísað er í upplýsingalög.
    Lögmaður bæjarfélagsins leggur fram breytingar á umræddum greinum og samþykkir bæjarráð framkomnar breytingar og vísar innkaupareglunum til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Fyrir fundinn liggja upplýsingar um fjölda nemenda sem kynnu að vilja nýta sér niðurgreiðslu á rútuferðum fyrir nemendur á framhaldsskólastigi.
    Um er að ræða nemendur í MA, í VMA og í HÍA sem og í Myndlistarskólanum á Akureyri.
    Bæjarráð leggur til að umræddir nemendur hafi kost á niðurgreiðslu, enda er fjármagn til staðar í áætlun ársins.
    Fjármálastjóra er falið að útfæra niðurgreiðsluna í samræmi við reglur annarra bæjarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Deildarstjóri tæknideildar óskar heimildar til að selja traktor frá árinu 1990, sem þarfnast endurnýjunar.
    Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja upp tillögu að ramma fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 sem byggir á síðustu þriggja ára áætlun og þar með óbreyttum forsendum í álagningu fasteignagjalda frá árinu 2013.
    Bæjarráð telur einnig rétt að miða við forsendur Sambands ísl. sveitarfélaga. Miða skuli við 4% verðbólgu um 5% hækkun á launalið og 1% launa fari á sérstakan lið til að mæta launum vegna langtíma veikinda. Miða skal við fjárfestingaráætlun til þriggja ára með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Bæjarráð telur rétt að óska eftir viðræðum við Leyningsás ses um samning um rekstur á skíðasvæðinu, en fyrirliggjandi samningur rann ú 1. september.
    Samþykkt og er bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með formanni félagsins.
    Egill S. Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Lögð fram til kynningar.
    Bæjarráð fagnar uppbyggingu á vegum Leyningsáss ses.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Fundargerð lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir janúar til ágúst 2013.
    Niðurstaðan fyrir heildina er 568 m.kr. sem er um 95,9% af áætlun tímabilsins sem var 592 m.kr.
    Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 10 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 34 m.kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Fyrirspurn á 92. fundi bæjarstjórnar um stöðu framkvæmda ársins.
    Lagt fram til kynningar.
    Bæjarráð leggur þunga áherslu á að framkvæmdir við vatnslögn í Brimnesdal hefjist hið fyrsta.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 311
    Bæjarráð samþykkir kaup á matarbökkum fyrir nemendur grunnskólans við Norðurgötu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25. september 2013

Málsnúmer 1309003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25. september 2013
    Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 19. september 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Indíönu G. Eybergsdóttir, kt. 020960-4349, um útgáfu rekstrarleyfis vegna reksturs gististaðar að Suðurgötu 24a, Siglufirði.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25. september 2013
    Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 2. júlí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Sigurbjörns Pálssonar, kt. 310742-2609, um útgáfu rekstrarleyfis vegna reksturs gististaðar að Lindargötu 9b, Siglufirði.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25. september 2013
    Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 28. júní 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Elísabetar Árnadóttur, kt. 020367-3269 um útgáfu rekstrarleyfis, vegna reksturs gististaðar að Hólavegi 8, Siglufirði.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25. september 2013
    Lagt fram til kynningar undirritað samkomulag/samningur, af hálfu Fjallabyggðar við Hestamannafélagið Glæsir um bætur vegna innköllunar á 10,8 hektara svæðis sem Glæsir hafi samkvæmt samningi dagsettum 25. maí 2009.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25. september 2013
    Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna opunar tilboða í snjómokstur í Fjallabyggð 2013-2015 2. september s.l.. Bjóðendur voru eftirtaldir:
    Bás ehf
    Sölvi Sölvason
    Árni Helgason ehf
    Smári ehf
    Magnús Þorgeirsson og
    Einar Ámundason

    Lagt er til að samið verði við eftirfarandi verktaka:
    Bás ehf mokstur á Siglufirði.
    Árni Helgason ehf mokstur á Ólafsfirði, stórar vinnuvélar.
    Magnús Þorgeirsson mokstur á Ólafsfirði, traktorsgrafa.
    Smári ehf mokstur á Ólafsfirði, Smávél, vörubifreið v. snjóflutnings og jarðýta.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga samkvæmt tillögu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25. september 2013
    Lögð fram tillaga að tilfærslu innan fjárhagsáætlunar 2013, sem hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðu reksturs.

    a. Innri leiga, hærri tekjur eignasjóðs að upphæð 16,84 millj. á móti hærri kostnaði á málaflokka aðalsjóðs um sömu upphæð.

    b. Tilfærsla á fjárhagslið sérfr.þjónustu innan leikskóla á launaliði.  
    Þar sem hluti af áætlaðri sérfræðiþjónustu er skipulagður með beinni ráðningu starfsmanns er lögð til lækkun á fjárhagsáætlun fyrir sérfr. þjónustu um 1,81 millj.  
    Launaliðir hækki samtals um sömu tölu.
    Laun 1,46 millj., tr.gjald  0,125 millj. og lt.gjöld  0,225 millj.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25. september 2013
    Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 2. október n.k. og samþykkir bæjarráð að bæjarstjóri sæki fundinn f.h. Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25. september 2013
    Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 11. september 2013.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25. september 2013
    Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. september 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25. september 2013
    Lögð fram til kynningar fundargerð húsfélagsins að Aðalgötu 46- 58 Ólafsfirði, sem haldinn var 7. september 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25. september 2013
    Lögð fram til kynningar fundargerð Leyningsáss frá 13. september 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013

Málsnúmer 1309006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013
    Í erindi Atvinnuveganefnd Alþingis dagsett 23.septbember 2013, er óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 44. mál. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 8. október nk.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013

    Í tölvupósti framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, frá 17. september 2013 er gerð athugasemd við greiðslur fyrir bakvaktir hjá Slökkviliði Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður um skipulag bakvakta Slökkviliðs Fjallabyggðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013
    Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 5. júlí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Edduheima ehf, kt. 520204-3260, um endurnýjun rekstrarleyfis vegna reksturs veitingastaðar að Gránugötu 5b, Siglufirði.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun leyfis, að þeim skilyrðum uppfylltum að reksturinn trufli ekki hafnsækna starfsemi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013
    Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 1. júlí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Álfhildar Stefánsdóttur, kt. 180541-2689, um útgáfu rekstrarleyfis vegna reksturs gististaðar Aðalgötu 9, neðri hæð, Siglufirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
    Ólafur H. Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Ólafur H. Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013
    Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 28. júní 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Ara Más Arasonar, kt. 200481-5265, um útgáfu rekstrarleyfis vegna reksturs gististaðar Lindargötu 17, efri hæð, Siglufirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013
    Bæjarráð samþykkir samhljóða að endurnýja húsaleigusamning við Arion banka er varðar húsnæði fyrir Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013
    Farið yfir fyrstu keyrslu á tillögu að ramma fyrir áætlun 2014.
    Bæjarráð felur forstöðumönnum og deildarstjórum að hefja vinnu við gerð launaáætlunar fyrir árið 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013
    Í erindi fjárlaganefndar Alþingis frá 26. september 2013, er fulltrúum sveitarfélagsins boðið að eiga viðtal um fjármál sveitarfélagsins í tenglum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2014.  Fundardagar eru áætlaðir í kringum mánaðarmótin október/nóvember.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa erindi til fjárlaganefndar og er þar lögð áhersla á fjögur mál sérstaklega.
    1. Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga.
    2. Málefni Hornbrekku.
    3. Málefni byggðasamlags fatlaðra.
    4. Málefni Fjallabyggðahafna.

    Bæjarráð mun taka þátt í fundi með fjárlaganefnd í gegnum fjarfundarbúnað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013
    Skrifstofu - og fjármálastjóri lagði fram tillögu að reglum fyrir niðurgreiðslu á rútuferðum fyrir framhalds- og háskólanema.

    Bæjarráð samþykkti að vísa þeim til umfjöllunar bæjarstjórnar með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013
    3. september 2013 voru opnuð hjá Ríkiskaupum tilboð í sorphirðu fyrir Fjallabyggð, verkefni 15458.
    Tvö tilboð bárust annað frá Gámaþjónustu Norðurlands sem eftir yfirferð er að upphæð 64.903.980 og hitt frá Íslenska gámafélaginu að upphæð 50.787.000.
    Ríkiskaup hefur sent frá sér tillögu að töku tilboðs og deildarstjóri tæknideildar yfirfarið tækniforskriftir inn sendra gagna.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægst bjóðanda, Íslenska Gámafélagsins að upphæð 50.787.000.- króna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013

    Lögð fram tillaga að tilfærslu innan fjárhagsáætlunar 2013, sem hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðu reksturs.

    Slökkvilið Fjallabyggðar.
    Í erindi slökkviliðsstjóra frá 26. september 2013 er óskað heimildar til að ráðstafa auknum tekjum að upphæð 593 þúsund frá Vegagerðinni vegna þvottar á Héðinsfjarðargöngum, í símagjöld 50 þúsund, í fjarskiptagjöld 60 þúsund og í búnaðarkaup 483 þúsund.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna.

    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013
    Bæjarráð samþykkir að auglýsa stöðu yfirhafnarvarðar og verkstjóra þjónustumiðstöðvar lausar til umsóknar.
    Bæjarstjóra er falið að auglýsa stöðurnar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.<BR><DIV>Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013
    Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 25. september 2013.
    Þar eru m.a. kynnt áform um að sameina eftirtaldar heilbrigðisstofnanir í Heilbrigðisumdæmi Norðurlands.
    Heilbrigðisstofnunin Blönduósi,
    Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki,
    Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð,
    Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,
    Heilsugæslustöðin Dalvík og
    Heilsugæslustöðin á Akureyri.

    Sveitarfélaginu er gefinn kostur á að tjá sig um sameiningaráform til 15. október n.k.
    Þar sem ekki kemur fram í bréfi Velferðarráðuneytisins hvaða áhrif þetta muni hafa á heilbrigðisþjónustu í Fjallabyggð, lýsir bæjarráð yfir áhyggjum af fyrirhuguðum áformum og óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 1. október 2013
    Lagt fram til kynningar bréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 18. september 2013.
    Um er að ræða áform um fræðsluþing í október víða um land.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar bæjarráðs staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013

Málsnúmer 1308006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Á 157. fundi nefndarinnar var ákveðið að fresta fyrirhuguðum dagsektum á eiganda fasteignarinnar að Aðalgötu 6 vegna þess að fyrirliggjandi var áætlun eigenda um að nauðsynlegum endurbótum yrði lokið fyrir 15. ágúst.
     
    Nú í dag, 18. september, hefur ekkert verið framkvæmt af verkáætluninni sem eigandinn lagði fram.
     
    Því samþykkir nefndin að leggja dagsektir á fasteignina Aðalgata 6 Siglufirði að upphæð kr. 10.000 sem byrja að telja frá og með mánudeginum 23. september næstkomandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Á 158. fundi nefndarinnar var tekin fyrir umsókn Rarik ohf um byggingarleyfi fyrir spennistöð við Hverfisgötu 38 á Siglufirði. Var samþykkt að framkvæmdin yrði grenndarkynnt nálægum lóðarhöfum. Grenndarkynningunni lauk þann 28. ágúst síðastliðinn og kom sameiginleg athugasemd frá öllum þeim sem fengu grenndarkynninguna í hendur.
     
    Athugasemdirnar eru hér með lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Á síðasta fundi nefndarinnar, þann 24. júlí síðastliðinn samþykkti nefndin stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð á horni Hverfisgötu og Hávegs til tveggja mánaða. Það leyfi rennur út þann 24. september næstkomandi.
     
    Þar sem verið er að vinna úr grenndarkynningu (sbr. lið 2 í fundargerð þessari) sem haldin var vegna fyrirhugaðrar byggingar varanlegrar spennistöðvar á svipuðum stað samþykkir nefndin að framlengja stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð um þrjá mánuði frá deginum í dag að telja, eða til 18. desember næstkomandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Vegna breyttra gönguleiða grunnskólabarna á Siglufirði í hádegismat er nauðsynlegt að bregðast við með tilliti til umferðaröryggis en nú borða börnin á Kaffi Rauðku. Því þarf að setja upp gangbrautir yfir Gránugötu en umferð á Gránugötu getur bæði verið mikil og þung, sérstaklega í kringum hádegi þegar börnin eru á ferð í og úr mat.
     
    Nefndin samþykkir að setja upp gangbraut við gatnamót Aðalgötu og Norðurgötu, tvær við gatnamót Gránugötu og Norðurgötu og eina yfir Gránugötu rétt ofan Grundargötu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Stefán Örn Stefánsson frá Argos ehf sækir um f.h. Síldarminjasafns Íslands byggingarleyfi fyrir Gæruhúsinu sem áætlað er að reisa á lóðinni Snorragata 14 á Siglufirði.
     
    Fyrirhuguð bygging er í fullu samræmi við deiliskipulag svæðisins og er því byggingarleyfi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Lagðar fram hugmyndir Shok Han Liu og Önnu Maríu Guðlaugsdóttur um gerð tröllagerðis í Ólafsfirði.
     
    Nefndin samþykkir að boða þær á næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Guðlaugur Pálsson f.h. N1 hf sækir um lóð undir eldsneytisafgreiðslu að Vesturtanga 18 á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
     
    Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari upplýsingum um útlit og hönnun á lóðinni.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Ingi Vignir Gunnlaugsson og Helgi Þórðarson sækja um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir 40 feta gám sem þeir nota sem heygeymslu við hesthús sitt í Ólafsfirði.
     
    Nefndin samþykkir stöðuleyfi í eitt ár og leggur til við tæknideild að hún endurskoði stöðuleyfisveitingar gáma með það að markmiði að gámar séu staðsettir á skipulögðum gámasvæðum í framtíðinni.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Magnús Björgvinsson eigandi fasteignarinnar Hávegur 8 á Siglufirði óskar eftir leyfi nefndarinnar til að setja upp merki sem sýnir bifreiðastæði fyrir fatlaða einstaklinga fyrir utan hús sitt.
     
    Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að ákveða nánari staðsetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Hornbrekkulóð nr. 19.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Hólkot 2.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18. september 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26. september 2013

Málsnúmer 1309004FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26. september 2013








    Verkefnisstjóri byggðasamlags um málefni fatlaðra, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, kom inn á fundinn undir þessum lið fundargerðarinnar. Gréta upplýsti nefndina um framgang verkefnisins. Félagsmálanefnd þakkar verkefnisstjóra fyrir greinargóða skýrslu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar félagsmálanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26. september 2013

    Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök félagsmálastjóra á Íslandi boða til ráðstefnu um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar þjónustu (NPA) á Íslandi. Ráðstefnan fer fram í Salnum í Kópavogi, miðvikudaginn 2. október næst komandi. Félagsmálanefnd samþykkir að tveir nefndarmenn sæki ráðstefnuna.

    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar félagsmálanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26. september 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar félagsmálanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26. september 2013

    Á síðasta fundi nefndarinnar var deildarstjóra falið að leita leiða til að fjármagna viðhorfskönnun meðal eldra fólks í Fjallabyggð. Deildarstjóri kynnti nefndinni með hvaða hætti er hægt að standa straum af kostnaði við könnunina. Félagsmálanefnd samþykkir tillögu deildarstjóra. Gert er ráð fyrir að könnunin verði framkvæmd í októbermánuði og niðurstöður liggi fyrir í nóvember. Verkefnið verður í höndum Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd.

    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar félagsmálanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26. september 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar félagsmálanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26. september 2013
    Erindi synjað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar félagsmálanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26. september 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar félagsmálanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26. september 2013
    Samþykkt að hluta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar félagsmálanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26. september 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar félagsmálanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26. september 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar félagsmálanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26. september 2013
    Fundargerðir þjónustuhóps byggðasamlags SSNV frá 11.09.2013 og 18.09.2013 lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar félagsmálanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29. september 2013

Málsnúmer 1309005FVakta málsnúmer

Formaður fræðslu- og frístundanefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29. september 2013

    Frístunda- og fræðslunefnd ræddi um aðstöðu og húsnæðismál sem félagsmiðstöðin Neon hefur til afnota í Tjarnaborg. Eftir breytingar á húsnæði Tjarnaborgar er ljóst að aðstæður fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar eru ekki viðunandi. Segja má að staðsetning Neon í Tjarnaborg henti hvorugum aðilanum. Til athugunar er að flytja starfið um set er það mál til skoðunar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29. september 2013

    Lagt fyrir samkomulag um verkskiptingu og verkábyrgð skólastjórnenda leikskóla Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemd við samkomulagið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29. september 2013

    Fyrir liggur samningur við talmeinafræðinga um talmeinafræðslu á því sviði fyrir yfirstandi skólaár. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29. september 2013

    Umræður fyrirkomulag á úthlutun frítíma í íþróttasali íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar. Deildarstjóra falið að leggja tillögu að verklagsreglum, fyrir næsta nefndarfund.

    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29. september 2013
    Ljósabekkir í íþróttamiðstöð á Siglufirði eru ekki lengur í rekstri og hafa verið auglýstir til sölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29. september 2013

    Lagður fram til kynningar samningur um skóla- og frístundaakstur 2013-2016.

    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29. september 2013

    Lagður fram til kynningar samningur um greiðslur við foreldra vegna skólaaksturs veturinn 2013-2014.

    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29. september 2013

    Lagður fram til kynningar samningur um skólamötuneyti veturinn 2013-2014.

    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29. september 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29. september 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29. september 2013
    Lagt fram til kynninar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 93. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Málefni Leyningsáss ses.

Málsnúmer 1206038Vakta málsnúmer

Egill Rögnvaldsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir undirritaðan samning Leyningsás ses við Valló ehf, um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal í Siglufirði, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Samningstímabil er frá 1. september 2013 til 1. september 2018.

Til máls tóku: Ólafur H. Marteinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.


Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum samkomulagið.

8.Málefni Grunnskóla Fjallabyggðar, Siglufirði

Málsnúmer 1310013Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson fór yfir samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar frá 19. júní s.l. er varðaði byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis að Norðurgötu 10 á Siglufirði. Afgreiðsla 156. fundar skipulags - og umhverfisnefndar var síðan staðfest á 301. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Forseti bæjarstjórnar Ingvar Erlingsson lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Bæjarstjórn felur tæknideild Fjallabyggðar á grundvelli byggingaleyfis sem samþykkt var í bæjarráði 25. júní 2013, að auglýsa útboð á fyrsta áfanga viðbyggingar við Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu á Siglufirði, þ.e. jarðvegsvinnu og undirbúning."


Til máls tóku: Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum.
Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir sátu hjá.

9.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 til 2016.


Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum tillögu 4 að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 til 2016.

Rekstur málaflokka breytist sem hér segir 2013:

02 - Félagsþjónusta -209.000
03 - Heilbrigðismál 206.000
04 - Fræðslu og uppeldismál 6.186.000
05 - Menningarmál 92.000
06 - Æskulýðs- og íþróttamál 9.919.000
07 - Brunamál og almannavarnir 131.000
08 - Hreinlætismál 831.000
09 - Skipulags- og byggingamál 120.000
10 - Umferðar- og samgöngumál 4.523.000
11-  Umhverfismál -385.000
13 - Atvinnumál 13.000
21 - Sameiginlegur kostnaður 1.025.000
Aðalsjóður samtals um 22.452.000

31- Eignasjóður -16.840.000

A - hluti samtals 5.612.000

Breyting fjármögnuð með eigin fé að upphæð 5.000.000 og tilfærslu af framkvæmdakostnaði við Grunnskóla Fjallabyggðar upp á 612.000

Rekstur málaflokka breytist sem hér segir 2014:
06 - Æskulýðs- og íþróttamál 5.000.000
Breyting fjármögnuð með eigin fé.

Rekstur málaflokka breytist sem hér segir 2015:
06 - Æskulýðs- og íþróttamál 5.000.000
Breyting fjármögnuð með eigin fé.

Rekstur málaflokka breytist sem hér segir 2016:
06 - Æskulýðs- og íþróttamál 5.000.000
Breyting fjármögnuð með eigin fé.

10.Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar

Málsnúmer 0807009Vakta málsnúmer

Tekin til síðari umræðu eftirfarandi tillaga um breytingu á 46. grein samþykkta lið b.

"Bæjarstjórn samþykkir að sameina tvær nefndir,
menningarnefnd og atvinnu- og ferðamálanefnd í markaðs- og menningarnefnd".

 
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 9 atkvæðum.
Liður 4 og 5 eru sameinaðir undir lið 4 í eina nefnd í samþykktum um stjórn Fjallabyggðar og aðrir númeraðir liðir í 46. grein b þar á eftir taka breytingum samkvæmt því.

Drög að erindisbréfi lögð fram og samþykkti bæjarstjórn að vísað þeim til umfjöllunar í bæjarráði og í framhaldi af því til markaðs- og menningarnefndar.

11.Nefndarbreytingar 2013

Málsnúmer 1301007Vakta málsnúmer

Kosning í markaðs- og menningarnefnd.

Skipan nefndarinnar verðu með þeim hætti að meirihluti hefur þrjá nefndarmenn og minnihluti tvo.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 19:00.