Bæjarráð Fjallabyggðar

323. fundur 19. nóvember 2013 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Gjaldskrárhækkanir 2014

Málsnúmer 1311031Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá formanni stéttarfélagsins Einingu - Iðju dagsett 8. nóvember 2013.
Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum um hvort áætlað sé að hækka gjaldskrár í fjárhagsáætlun 2014.

Bæjarráð mun taka til umfjöllunar ákvörðun sína um gjaldskrárhækkanir á næsta fundi bæjarráðs þann 26.11.2013.

2.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1311008Vakta málsnúmer

Í erindi forstjóri Mannvirkjastofnunar dagsett 30. október 2013, er lögð áhersla á að sveitarfélög efli starfsemi byggingarfulltrúa með því að koma upp virku gæðastjórnunarkerfi.
Í lögum er lagt til að slík kerfi séu tekin upp fyrir 1. janúar 2015.


Samkvæmt upplýsingum deildarstjóra tæknideildar munu byggingarfulltrúaembætti landsins stefna að sameiginlegri innleiðingu gæðakerfis 2014 og þar með á sem hagkvæmastan hátt.


Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um kostnað við að taka upp slíkt gæðaeftirlit.

3.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Lögmannsstofu Akureyrar ehf. er varðar starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.

4.Samstarfssamningur við TEL - samþykki Landskerfis bókasafna hf

Málsnúmer 1311039Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá framkvæmdarstjóra Landskerfa bókasafna hf. er varðar samstarfssamning við TEL (The European LIbrary) um að íslensk bókfræðigögn í Gegni verði gerð aðgengileg með ákveðnum leyfisskilmálum, enda geti það talist eðlilegur þáttur af alþjóðlegu samstarfi safna og liður í að koma íslensku menningarefni á framfæri erlendis.
Farið er fram á við sveitarstjórn Fjallabyggðar, sem eins af hluthöfum, hvort gerðar séu athugasemdir við ákvörðun stjórnar Landskerfisbókasafna hf. er þetta varðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar gerir ekki athugasemdir við ákvörðun stjórnar Landskerfa bókasafna hf.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram hugmynd að viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði við breytingar á húsnæði ráðhússins á Siglufirði en ætlunin er að starfsemin verði að mestu kominn á einn stað um áramót.

Áætlaður kostnaður við lágmarksbreytingar er að mati deildarstjóra tæknideildar um 5 milljónir króna.
Fjármagn er tekið af öðrum framkvæmdarlið og mun þar með ekki hafa áhrif á útkomuspá ársins.

Tillaga að viðauka verður sett fram á næsta bæjarráðsfundi með frekari skýringum.

6.Erindisbréf markaðs- og menningarnefndar

Málsnúmer 1310014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf markaðs- og menningarnefndar sem hefur verið yfirfarið og samþykkt af umræddri fagnefnd.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.

7.Erindisbréf fræðslu- og frístundanefndar

Málsnúmer 1311009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf fræðslu- og frístundanefndar sem hefur verið yfirfarið og samþykkt af umræddri fagnefnd.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.

8.Beiðni um endurnýjun rekstrarleyfis

Málsnúmer 1311049Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumannsins á Siglufirði dagsett 15. nóvember 2013, er kannað hvort sveitarfélagið hafi einhverjar athugasemdir við endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Allann ehf, kt. 671195-2649 sem er til afgreiðslu hjá embættinu.
Óskað er eftir leyfi með sömu skilyrðum og eru í gildi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis.

9.Mánaðarleg launayfirlit 2013

Málsnúmer 1303045Vakta málsnúmer

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til október.
Niðurstaðan fyrir heildina er 703 m.kr. sem er um 95,7% af áætlun tímabilsins sem var 735 m.kr.
Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 10 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 42 m.kr.

10.Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2013

Málsnúmer 1301043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, samantekt um stöðu mála föstudaginn 15.11.2013.

11.Fundargerðir - þjónustumiðstöð 2013

Málsnúmer 1311038Vakta málsnúmer

Fundargerðir frá 25. október og 12. nóvember lagðar  fram til kynningar.

12.Til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum

Málsnúmer 1311032Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis hefur til umfjöllunar tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 14. mál. http://www.althingi.is/altext/143/s/0014.html
Á síðasta þingi, þ.e. í september sl., sendi atvinnuveganefnd Alþingis málið til umsagnar sem þá var 44. mál.
Nú hefur nefndin ákveðið að gefa þeim sem ekki sendu umsögn þá kost á að gera það nú eða veita umsagnaraðilum tækifæri til að bæta við umsögn ef tilefni þykir til.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. nóvember nk.
Erindi lagt fram til kynningar.

13.Kvörtun fjögurra ellilífeyrisþega í Ólafsfirði

Málsnúmer 1311045Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf - kvörtun frá fjórum eldri bæjarbúum dags. 11.11.2013 varðandi aðgang að sundlaug.

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundafulltrúa.

14.Tröllaskagaminigolf

Málsnúmer 1311042Vakta málsnúmer

Þorsteinn Ásgeirsson mætti á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir hugmyndum sínum er varðar að útbúa minigolf í Ólafsfirði.
Hönnun brauta verður sögutengd Tröllaskaga frá Akureyri til Hóla í Hjaltadal.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið - kl. 19:00.