Auglýsing um deiliskipulag - Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap, Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 eftirfarandi deiliskipulagstillögu: Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap, Siglufirði.

Skipulagshugmyndin gengur út á að skilgreina betur núverandi hesthúsasvæði Hestamannafélagsins Glæsis í held með tilliti til aðkomu, umhverfis- og skipulagsþátta og afmarka og skilgreina nýja byggingarreiti fyrir hesthús og gerði.  Jafnframt er skilgreint svæði og byggingarreitir fyrir frístundabúskap.

Svæðið sem deiliskipulagið tekur til er á svæði sem skilgreint er sem Opið svæði til sérstakra nota í Aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023.  Það afmarkast með skýrum hætti af Fjarðará í suðri en að norðan eru mörkin við veg upp að fjárréttinni og þaðan til austurs að útivistarsvæði.  Vesturmörk liggja að óbyggðu svæði en syðst og vestast liggja mörkin að svæði skilgreint fyrir frístundabyggð.  Skipulagssvæðið er um 12 ha að stærð.

Skipulagstillagan liggur  frammi á skrifstofum sveitarfélagsins, Gránugötu 24 á Siglufirði og  Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði, á skrifstofutíma frá 15. nóvember - 27. desember 2010.   Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni  http://www.fjallabyggd.is/ 

Athugasemdum við skipulagstillögunni  skulu berast á tæknideild  sveitarfélagsins í síðasta lagi

27. desember 2010 og skulu þær vera skriflegar.

Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna  innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.

Sigurður Valur Ásbjarnarson
Bæjarstjóri Fjallabyggðar

Deiliskipulagstillaga (kort) - pdf

Deiliskipulagstillaga (texti)- pdf