Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 – Athafna- og hafnarsvæði á Þormóðseyri, Siglufirði ásamt umhverfisskýrslu:

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu.

Breytingin felst í að hafnarsvæði er lagað að núverandi hafnarbakka. Afmörkun svæðisins nær nú í sjó fram. Innan þess er bæði sjór og land. Þannig er gefið svigrúm fyrir minniháttar breytingar innan hafnarsvæðis, t.d. lengingu hafnargarðs eða breikkun sjóvarna, sem annað hvort verða skilgreindar í deiliskipulagi eða með framkvæmdaleyfi.

Tillaga að deiliskipulagi á Þormóðseyri, Siglufirði ásamt umhverfisskýrslu:

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi á Þormóðseyri á Siglufirði samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Skipulagssvæðið er 6149 fm að stærð og afmarkast af norðurenda gömlu hafnarbryggjunnar fyrir breytingar til suðurs, lóðamörkum núverandi lóða við Tjarnargötu til vesturs og nýs sjóvarnargarðs til norðurs og austurs. Skilgreind landnotkun skipulagssvæðisins verður athafnarsvæði að undanskildum nýjum sjóvarnargarði sem skilgreindur verður sem hafnarsvæði. Deiliskipulagstillagan felur í sér tvær lóðir fyrir atvinnuhúsnæði.

Tillaga að breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslum verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 10. apríl til og með 24. maí 2017 auk þess mun tillaga að aðalskipulagsbreytingu hanga uppi hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillögurnar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til miðvikudagsins 24. maí 2017.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast tæknifulltrúa annað hvort í Ráðhús Fjallabyggðar á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar

Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Deiliskipulag á Þormóðseyri, Siglufirði