Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Deiliskipulag Leirutanga
Deiliskipulag Leirutanga

Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 - breytt landnotkun á Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu.
Breytingin felst í að þar sem áður var skilgreint athafnasvæði og íbúðarsvæði verður að hluta opið svæði til sérstakra nota fyrir tjaldsvæði og að hluta óbyggt svæði fyrir griðland fugla. Núverandi athafnalóð fyrir bensínstöð fær landnotkunina verslun og þjónusta og ekki er gert ráð fyrir frekari landfyllingu.
Tillaga að deiliskipulagi Leirutanga á Siglufirði ásamt umhverfisskýrslu
Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Leirutanga á Siglufirði samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Skipulagssvæðið er 13 ha að stærð og afmarkast af Snorragötu til vesturs, Egilstanga til norðurs og strandlínu til austurs og suðurs. Deiliskipulagstillagan felur í sér að byggja upp nýtt tjaldsvæði í stað núverandi tjaldsvæðis í miðbæ Siglufjarðar. Auk þess sem þar verði gert ráð fyrir athafnalóðum, útivistarsvæði og griðlandi fugla.
Skipulagstillaga svæðisins var auglýst fyrr á árinu en henni hefur verið breytt á þann veg að tjaldsvæði sem áður var skilgreint á norðurhluta Leirutanga og griðland fugla sem skilgreint var á suðurhluta tangans er víxlað. Innra skipulag svæðisins breytist því samhliða.
Tillaga að breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslum verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 20. október nk. til og með 1. desember 2015 auk þess mun tillaga að aðalskipulagsbreytingu hanga uppi hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillögurnar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar, sjá hér neðar.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til þriðjudagsins 1. desember 2015. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast tæknifulltrúa annað hvort í Ráðhús Fjallabyggðar á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar

Skjöl:
Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028 vegna breyttrar landnotkunar á Leirutanga (150915_Leirutangi_ask-tillaga.pdf 5MB)
Leirutangi. Útivistar- og tjaldsvæði, griðland fugla, athafnasvæði, verslun og þjónusta (150915_Leirutangi_sk_dsk_tillaga.pdf 270 KB)
Leirutangi. Útivistar- og tjaldsvæði, griðland fugla, athafnasvæði, verslun og þjónusta (150915_Leirutangi_dsk_tillaga.pdf 2 MB)
Deiliskipulag. Greinargerð og umhverfisskýrsla (pdf. skjal - 7 MB)