Kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi malarvallarins
Kynningarfundur vegna tillögu að deiliskipulagi malarvallarins og breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, verður haldinn í bæjarstjórnarsal Ráðhúss Fjallabyggðar á Siglufirði þriðjudaginn 3. apríl kl. 17:00.
Kynnt verða drög að nýrri íbúðabyggð sem fyrirhuguð er að rísi á gamla malarvellinum. Í kjölfar fundarins verða tillögurnar auglýstar í samræmi við ákvæði skipulagslaga og þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.
Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér tillögurnar.
