Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Eyrarflatar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 21. júní 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eyrarflatar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Breytingarsvæðið afmarkast af nýrri byggð sunnan núverandi byggðar við Eyrarflöt. Í tillögunni er breyting gerð á fyrirkomulagi gatna, lóða og byggingarreita.

Tillagan liggur frammi á tæknideild Fjallabyggðar 29. júní til 10. ágúst 2017 og á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast tæknifulltrúa í síðasta lagi 10. ágúst annaðhvort á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið: iris@fjallabyggd.is.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Eyrarflatar til útprentunar.