Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

12. fundur 20. janúar 2015 kl. 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, S lista
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Helga Jónsdóttir varaáheyrnarfulltrúi, B lista
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
  • Guðlaugur Magnús Ingason aðalmaður, F lista
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fulltrúi D-lista boðaði forföll og varamaður komst ekki heldur á fundinn.

1.Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015

Málsnúmer 1411038Vakta málsnúmer

Samþykkt
Auglýst var eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum um útnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2015.

Nokkrar ábendingar bárust og voru þær teknar til umfjöllunar ásamt tillögum nefndarmanna.

Markaðs- og menningarnefnd tilnefnir Fríðu Gylfadóttur sem bæjarlistamann Fjallabyggðar 2015.

2.Jól og áramót 2014

Málsnúmer 1410063Vakta málsnúmer

Lagt fram
Tekið til umfjöllunar og yfirferðar viðburðarhald sem styrkt var af bæjarfélaginu um jól, áramót og á þrettándanum, fyrirkomulag og framkvæmd.

Jólatréstendrun, jólaböll, brennur, flugeldasýningar.

Markaðs- og menningarnefnd færir þeim aðilum sem komu að ofangreindum viðburðum kærar þakkir.

3.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Teknar fyrir tillögur forstöðumanna að gjaldskrám 2015 fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg, Bókasafn Fjallabyggðar og tjaldsvæði.

Markaðs- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við gjaldskrár bókasafnsins og tjaldsvæða og samþykkir þær fyrir sitt leyti og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nefndin óskar hins vegar eftir að gjaldskrá Menningarhússins Tjarnarborgar verði tekin til endurskoðunar og óskar eftir að forstöðumaður komi á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir gjaldskránna.

4.Rekstraryfirlit nóvember 2014

Málsnúmer 1412053Vakta málsnúmer

Lagt fram
Rekstraryfirlit fyrstu ellefu mánuði ársins lagt fram til kynningar.
Niðurstaða fyrir menningarmál er 56,5 millj. kr. sem er 93% af áætlun tímabilsins sem var 60,7 millj. kr.
Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 14,9 millj. kr. sem er 98% af áætlun tímabilsins sem var 15,2 millj. kr.

Fundi slitið.