Starfslok bæjarstjóra

Málsnúmer 1501038

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 15.01.2015

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir las upp bréf frá Sigurði Val Ásbjarnarsyni dagsett 9. janúar 2015 um starfslok.

Formaður bæjarráðs bar upp tillögu um að fela forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að ganga frá starfslokasamningi í samræmi við ráðningarsamning og að starfslokasamningur yrði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.

Tillaga var samþykkt samhljóða.

Til máls tóku Helga Helgadóttir, Steinunn María Sveinsdóttir S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Bæjarstjórn færði Sigurði kærar þakkir fyrir góð kynni og störf í þágu Fjallabyggðar og var honum og hans fjölskyldu óskað velfarnaðar.

Bæjarstjóri færði bæjarfulltrúm þakkir fyrir gott samstarf, færði þakkir til samfélagsins og óskaði bæjarfulltrúum og íbúum Fjallabyggðar alls hins besta í framtíðinni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20.01.2015

Dagskrárlið frestað til bæjarráðsfundar n.k. fimmtudag.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 376. fundur - 23.01.2015

Lagður fram starfslokasamningur við Sigurð Val Ásbjarnason, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Fráfarandi bæjarstjóri sagði starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum og óskuðu bæjarfulltrúar meirihlutans eftir því að hann ynni ekki uppsagnarfrestinn.

Bæjarráð samþykkir framlagðan starfslokasamning.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 11.02.2015

Á 376. fundi bæjarráðs 23. janúar 2015 var lagður fram starfslokasamningur við Sigurð Val Ásbjarnason, fráfarandi bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Formaður bæjarráðs lagði starfslokasamning fram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

Í ljósi fyrirspurnar S. Guðrúnar Hauksdóttur um starfslok bæjarstjóra vilja undirrituð að eftirfarandi sé bókað.
"Í 2 gr. starfslokasamningsins kemur fram að samkomulag var um að starfslok miðuðust við 1. febrúar 2015. Í því samkomulagi fólst ósk meirihlutans um að fráfarandi bæjarstjóri ynni ekki uppsagnarfrestinn."

Steinunn María Sveinsdóttir
Kristinn Kristjánsson
Ríkharður Hólm Sigurðsson
Kristjana R. Sveinsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir starfslokasamning með 6 atkvæðum.
Helga Helgadóttir greiðir atkvæði á móti og óskar að eftirfarandi sé bókað:
"Fyrirliggjandi starfslokasamningur við fráfarandi bæjarstjóra er ekki í samræmi við bókun meirihluta bæjarráðs frá 23. janúar 2015. Eins og samningurinn liggur hér fyrir samræmist hann heldur ekki uppsagnarákvæðum ráðningarsamnings hans eða almennum grundvallarreglum vinnuréttar. En samkvæmt starfslokasamningi þessum sagði fráfarandi bæjarstjóri upp störfum að eigin frumkvæði af persónulegum ástæðum og lét af störfum 1. febrúar samkvæmt samkomulagi. Í slíkum tilfellum, þar sem starfsmaður segir upp og óskar eftir því að vinna ekki uppsagnarfrest, ber vinnuveitanda ekki skylda til þess að greiða honum laun á uppsagnarfresti eins og hér er lagt til. Um háa upphæð er að ræða, heildarkostnað upp á rúmlega 11,6 millj. sem ég tel að nýta mætti í þágu íbúa Fjallabyggðar."