Bæjarráð Fjallabyggðar

376. fundur 23. janúar 2015 kl. 08:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Starfslok bæjarstjóra

Málsnúmer 1501038Vakta málsnúmer

Lagður fram starfslokasamningur við Sigurð Val Ásbjarnason, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Fráfarandi bæjarstjóri sagði starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum og óskuðu bæjarfulltrúar meirihlutans eftir því að hann ynni ekki uppsagnarfrestinn.

Bæjarráð samþykkir framlagðan starfslokasamning.

2.Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 1501039Vakta málsnúmer

Lagður fram ráðningasamningur við Gunnar Inga Birgisson, sem bæjarstjóra, fyrir kjörtímabilið 2015-2018.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir ráðningarsamninginn.
S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá og vísar í bókun sem lögð var fram á 111. fundi bæjarstjórnar.

3.Kauptilboð - Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði

Málsnúmer 1501051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir kauptilboð frá Heimilisbraut ehf í Kirkjuveg 4 Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir nánari upplýsingum um framkvæmdaáætlun og tímasetningar.

Fundi slitið.