Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1501046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 379. fundur - 10.02.2015

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna annars vegar gólfþvottavélar fyrir íþróttamiðstöð og hins vegar vegna starfslokasamnings við fráfarandi bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkir að vísa viðauka við fjárhagsáætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 11.02.2015

Formaður bæjarráðs fór yfir tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri að upphæð 11.669.000.
Samkvæmt tillögu verður rekstrarniðurstaða jákvæð um 59.753.000 í stað 71.422.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Til máls tók Gunnar I. Birgisson.

Bæjarstjórn samþykkir fyrri lið tillögu að viðauka um kaup á gólfþvottavél með 7 atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir síðari lið tillögu að viðauka um starfslokasamning við bæjarstjóra með 6 atkvæðum.
Helga Helgadóttir greiðir atkvæði á móti og óskar að eftirfarandi sé bókað:
"Fyrirliggjandi starfslokasamningur við fráfarandi bæjarstjóra er ekki í samræmi við bókun meirihluta bæjarráðs frá 23. janúar 2015. Eins og samningurinn liggur hér fyrir samræmist hann heldur ekki uppsagnarákvæðum ráðningarsamnings hans eða almennum grundvallarreglum vinnuréttar. En samkvæmt starfslokasamningi þessum sagði fráfarandi bæjarstjóri upp störfum að eigin frumkvæði af persónulegum ástæðum og lét af störfum 1. febrúar samkvæmt samkomulagi. Í slíkum tilfellum, þar sem starfsmaður segir upp og óskar eftir því að vinna ekki uppsagnarfrest, ber vinnuveitanda ekki skylda til þess að greiða honum laun á uppsagnarfresti eins og hér er lagt til. Um háa upphæð er að ræða, heildarkostnað upp á rúmlega 11,6 millj. sem ég tel að nýta mætti í þágu íbúa Fjallabyggðar."

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 11.03.2015

Bæjarstjóri fór yfir tillögu að viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2015.
Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri að upphæð 1.370.000, vegna endurnýjunar vatnslagna í eign Íbúðasjóðs.
Samkvæmt tillögu verður rekstrarniðurstaða jákvæð um 58.383.000 í stað 59.753.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að viðauka 2 með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 388. fundur - 14.04.2015

Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2015 vegna tilfærslu milli fjárhagsliða vegna kynningar á flokkun sorps og bæklings.

Bæjarráð samþykkir að vísa viðauka til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 15.04.2015

Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2015 vegna tilfærslu milli fjárhagsliða vegna kynningar á flokkun sorps og bæklings.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 405. fundur - 18.08.2015

Vísað til umsagnar og afgreiðslu
Lögð fram tilllaga að viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að viðauka 4 við fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 406. fundur - 25.08.2015

Lögð fram tillaga að viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarráð samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 06.10.2015

Lögð fram tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2015.

Samkvæmt tillögu er gert ráð fyrir rekstrarbreytingum að upphæð kr. -445.000 og efnahagsbreytingum að upphæð kr. 31.148.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 15.10.2015

Lögð fram breytt tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögunni.

Samkvæmt tillögu er nú gert ráð fyrir rekstrarbreytingum að upphæð kr. -2.145.000 og efnahagsbreytingum að upphæð kr. 31.148.000.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 09.11.2015

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 6.
Rekstrartekjur aukast um 37,8 millj. og efnahagur breytist vegna framkvæmda að upphæð 29,7 millj.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 11.11.2015

Lögð fram tillaga að viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögunni.

Samkvæmt tillögu er gert ráð fyrir að rekstrartekjur aukist um 37,8 millj. og efnahagur breytist vegna framkvæmda að upphæð 29,7 millj.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2015.