Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21. janúar 2015

Málsnúmer 1501006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 11.02.2015

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • .1 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21. janúar 2015 Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að setja eina milljón króna í verkefnið "Ræsing í Fjallabyggð". Nefndin samþykkir að óska eftir stuðningi fyrirtækja, tengdum Fjallabyggð, við verkefnið þannig að hægt verði að hrinda því af stað sem fyrst. Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.
    Afgreiðsla 5. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .2 1501052 Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21. janúar 2015 Atvinnumálanefnd leggur til að haldið verði Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð þar sem fyrirtæki og sveitarfélagið standi sameiginlega að opinni umræðu um atvinnumál og hverskyns hluti sem tengjast atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Lagt er til við bæjarráð að settur verði á laggirnar fimm manna vinnuhópur skipaður fulltrúum sveitarfélagsins og atvinnulífsins sem gerir tillögu að framsetningu þingsins og hugsanlegu samstarfi við fyrirtæki og/eða stofnanir utan sveitarfélagsins. Stefnt verði að því að þingið verði haldið eigi síðar en í lok apríl 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .3 1501053 Fyrirtækjaheimsóknir
    Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21. janúar 2015 Atvinnumálanefnd hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu. Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar að taka saman lista yfir fyrirtæki eða hópa atvinnurekenda í sveitarfélaginu sem nefndin mun heimsækja á árinu 2015. Markmið með heimsóknunum er að efla tengsl sveitarfélagsins og atvinnurekenda á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 1409031 Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
    Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21. janúar 2015 Á fundi bæjarráðs þann 20. janúar var tekið fyrir bréf frá fiskverkendum í Ólafsfirði þar sem fyrirkomulagi á byggðakvótaúthlutun er mótmælt. Bæjarráð samþykkti að fela atvinnumálanefnd að kanna hvernig eftirlitshlutverki er sinnt er varðar byggðakvóta. Nefndin samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að kanna hjá Fiskistofu hvernig þessum málum er almennt háttað hjá öðrum sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.