Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 1501039

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 15.01.2015

Formaður bæjarráðs Steinunn María Sveinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Meirihluti F-lista og S-lista leggur til að Gunnar I. Birgisson verði ráðinn sem nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar".

Til máls tók: S. Guðrún Hauksdóttir og óskaði að eftirfarandi yrði bókað.

"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð lýsa undrun sinni á þeim vinnubrögðum sem meirihluti bæjarstjórnar hefur viðhaft við ráðningu nýs bæjarstjóra og samræmast illa yfirlýstri stefnu meirihlutaflokkanna um gegnsæi, opna stjórnsýslu, lýðræði og sameiningu en ekki sundrung. Í ljósi þessa og þess að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru ekki upplýstir um ráðningu nýs bæjarstjóra sitjum við undirritaðar hjá við atkvæðagreiðslu um ráðningu hans í embætti bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Það er von okkar að vinnubrögð nýs bæjarstjóra verði ekki í sama anda og starfshættir meirihlutans, heldur verði þau samfélaginu til framdráttar. Við bjóðum Gunnar I. Birgisson velkominn og óskum honum velfarnaðar í störfum sínum fyrir Fjallabyggð".

S. Guðrún Hauksdóttir.

Helga Helgadóttir.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir sátu hjá.


Formaður bæjarráðs Steinunn María Sveinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Meirihluti F-lista og S-lista leggur til að forseta bæjarstjórnar verði falið að undirrita ráðningarsamning við Gunnar I. Birgisson fyrir hönd Fjallabyggðar.
Ráðningarsamningur verði lagður fram á fundi bæjarráðs 20. janúar 2015".

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20.01.2015

Dagskrárlið frestað til bæjarráðsfundar n.k. fimmtudag.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 376. fundur - 23.01.2015

Lagður fram ráðningasamningur við Gunnar Inga Birgisson, sem bæjarstjóra, fyrir kjörtímabilið 2015-2018.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir ráðningarsamninginn.
S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá og vísar í bókun sem lögð var fram á 111. fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 379. fundur - 10.02.2015

Nánari útfærsla á drögum að ráðningarsamningi lögð fram til kynningar.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir ráðningarsamninginn.
S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá og vísar í bókun sem lögð var fram á 111. fundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 11.02.2015

Formaður bæjarráðs lagði fram undirritaðan ráðningarsamning við Gunnar Inga Bigirsson sem bæjarstjóra Fjallabyggðar til loka kjörtímabils núverandi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir ráðningarsamning með 5 atkvæðum.

Fulltrúar D- lista S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir sátu hjá og vísa í bókun sem lögð var fram á 111. fundi bæjarstjórnar.

Formaður bæjarráðs lagði einnig fram tillögu um prókúruumboð til bæjarstjóra.

Tillagan samþykkt samhljóða.