Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015

Málsnúmer 1501012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 11.02.2015

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Á fund bæjarráðs mætti forstöðumaður Hornbrekku, Rúnar Guðlaugsson og ræddi húsnæðisaðstöðu hjúkrunar- og dvalarheimilisins.

  Einnig mætti deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson á fund bæjarráðs.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar og deildarstjóra tæknideildar að láta gera úttekt og fá tillögur vegna endurbóta á hjúkrunar- og dvalarrýmum á Hornbrekku.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.
  Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Á fund bæjarráðs mætti formaður Golfklúbbs Siglufjarðar, Ingvar Hreinsson og ræddi rekstur og framtíðarplön golfklúbbsins.

  Bæjarráð óskar eftir greinargerð um framtíðaráætlanir golfklúbbanna í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Á 176.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var ákveðið að notast við hlaðið grjót í vírneti til að verja hús við Eyrarflöt sem liggja við Langeyrarveg. Áætlaður kostnaður er um 2 milljónir.
  Nefndin vísaði því til bæjarráðs hvort farið yrði í þessa framkvæmd strax í vor.

  Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar og fór yfir málið.

  Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ræða við fulltrúa Vegagerðar um kostnaðarþátttöku í verkefninu.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.
  Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • .4 1501045 Ósk um námsleyfi
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Á fundi fræðslu- og frístundanefndar frá 27. janúar s.l. samþykkti nefndin fyrir sitt leyti erindi frá skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttur, um launalaust leyfi frá störfum næsta skólaár, 2015-2016, til þess að sinna endurmenntun.

  Bæjarráð samþykkir erindi Ríkeyjar Sigurbjörnsdóttur um launalaust leyfi frá störfum næsta skólaár.
  Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Upplýst var um fund sem haldinn var 12. janúar s.l. með fulltrúa Bolla og bedda ehf varðandi upplýsingamiðstöð í Ólafsfirði.

  Á þeim fundi voru rædd málefni upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði í tengslum við ályktun markaðs- og menningarnefndar 23. október 2014 og ákvörðun bæjarráðs frá 12. nóvember 2014 um að bjóða aðilum málsins að funda með bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

  Bæjarráð felur markaðs- og menningarnefnd að taka málið til umfjöllunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Fyrir bæjarráði liggur minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála í sex liðum um fasteignagjöld 2015, álagningu þeirra, álagningarprósentur, afsláttarreglur og vanskilainnheimtu.
  Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi álagningarprósentur og gjöld:
  Fasteignaskattur skv. a.lið 0,49%
  Fasteignaskattur skv. b.lið 1,32%
  Fasteignaskattur skv. c.lið 1,65%
  Lóðaleiga 1,90%
  Lóðaleiga fyrirtækja 3,50%
  Vatnsskattur 0,35%
  Holræsagjald 0,36%
  Sorphirðugjald 33.350 kr. (var 32.700)
  Hálft sorphirðugjald hefur verið lagt á eigendur sumarhúsa á skipulögðum frístundasvæðum.

  Bæjarráð samþykkir að tekjuviðmið í afsláttarrelgum fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Fjallabyggð hækki milli ára um 2%.
  Einnig að afsláttarþrep verði fjögur í stað ellefu.
  100%, 75%, 50% og 25% af fasteignaskatti.
  Hámarksafsláttur verður 56.000.

  Viðmið verða þá fyrir eintaklinga:
  100% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 1.761.000
  75% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 2.123.000
  50% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 2.474.000
  25% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 2.816.000

  Viðmið verða þá fyrir hjón/sambýlisfólk
  100% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 2.641.000
  75% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 3.169.000
  50% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 3.697.000
  25% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 4.225.000
  Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir véku af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
  Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Upplýsingabæklingur Siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagður fram til kynningar.

  Siðareglur Fjallabyggðar verða til umfjöllunar á næsta bæjarstjórnarfundi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

  Farið var yfir þau atriði sem betur mega fara í sorphirðumálum bæjarfélagsins.
  Kynnt frávik frá sorphirðudagatali í desember og byrjun janúar og athugasemdir sem hafa borist frá íbúum.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða við Íslenska gámafélagið og leita leiða að betri skilvirkni í sorphirðu í bæjarfélaginu.
  Íbúar verði upplýstir um frávik frá sorphirðudagatali.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.
  Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Farið var yfir innkaupareglur bæjarfélagsins og leggur bæjarráð áherslu á að farið sé eftir þeim við öll innkaup.

  Bæjarráð óskar eftir yfirliti yfir helstu útboðssamninga sem eru í gildi.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.
  Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar Hirti Hjartarsyni.

  Deildarstjóri fjölskyldudeildar hefur haft samband við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) varðandi íslenskukennslu fyrir fullorðna nýbúa í Fjallabyggð.

  Deildarstjóri mun funda með forsvarsmönnum Símeyjar um íslenskunámskeið og fyrirkomulag nýbúafræðslu sem taki sérstaklega mið af þörfum nýbúa í Fjallabyggð.

  Bæjarráð óskar að niðurstaða liggi fyrir á næsta fundi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Bæjarráð samþykkir að fela Ríkharði Hólm Sigurðssyni og Ármanni Viðari Sigurðssyni að fara sem fulltrúar bæjarfélagsins á fund um samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi, 4. febrúar á Akureyri. Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Ríkharður Hólm Sigurðsson.
  Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar lögfræðiálit um réttarstöðu olíufélaganna Skeljungs, N1 og Olís vegna umsóknar og úthlutunar lóðar fyrir eldsneytisafgreiðslu.

  Bæjarráð felur tæknideild að leggja fram tillögu um mögulegar lóðir undir sjálfsafgreiðslustöðvar, eina á Siglufirði og aðra í Ólafsfirði.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.
  Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.