-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar og Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir úttektarskýrslu Mannvirkjastofnunar á slökkviliðinu.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að gefa bæjarráði skýrslu um þau atriði sem rætt var um á fundinum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.
Lagt fram til kynningar svarbréf frá Hjörleifi Kvaran hrl. fyrir hönd Fjallabyggðar til Síldarleitarinnar sf. vegna skólpdælustöðvar á og við lóð félagsins, dags. 20.3.2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Á fundi bæjarráðs þann 12. mars var tekin fyrir styrkbeiðni frá Íslenskum kraftmönnum vegna aflraunamóts Norðurlands, Jakans. Keppnin fer fram víðs vegar um Norðurland dagana 23.-25. ágúst 2018. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála var falið að afla frekari upplýsinga. Óskað er eftir styrk að upphæð 140.000 kr. auk gistirýmis og fæðis ef keppendur dvelja í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 140.000 kr. og vísar upphæðinni til viðauka ef að verkefninu verður. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að fylgja málinu eftir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.
Þann 19. mars sl. voru tilboð opnuð í malbikun í Fjallabyggð árið 2018. Eftirfarandi tilboð bárust:
Hlaðbær-Colas - 51.084.000 kr.
Kraftfag ehf. - 37.382.500 kr.
Malbikun KM - 40.288.000 kr.
Kostnaðaráætlun var 41.525.000 kr.
Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.
Þann 26. mars sl. voru opnuð tilboð í 1. áfanga við endurgerð grunnskólalóðarinnar í Ólafsfirði. Eftirfarandi tilboð bárust:
Magnús Þorgeirsson ehf. - 25.123.892 kr.
Smári ehf. - 26.334.813 kr.
Sölvi Sölvason ehf. - 24.963.030 kr.
Kostnaðaráætlun er 20.555.600 kr.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Sölva Sölvason.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.
Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til lokaðs útboðs vegna framkvæmda við 2. áfanga grunnskólalóðarinnar á Siglufirði. Eftirtöldum verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Bás ehf.
Sölvi Sölvason ehf.
Smári ehf.
Árni Helgason ehf.
Magnús Þorgeirsson ehf.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.
Tekið fyrir erindi frá Tengi hf. Fyrirtækið er að undirbúa lagningu á fyrsta áfanga ljósleiðara á Ólafsfirði. Unnið verður í þeim áfanga sumarið 2018. Haft verður samband við alla húseigendur á svæðinu og kannaður áhugi á að taka ljósleiðarann inn í húseignirnar og til öflunar á framkvæmdaleyfum og forkönnun á inntaksleiðum í húsin.
Tengir hf. býður Fjallabyggð að ljósleiðari verði tekinn inn í húseignir í eigu sveitarfélagsins og nemur kostnaðurinn 360.000 kr.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.
Lögð fram til kynningar samantekt frá fundi bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar með Vegagerðinni sem fram fór þann 5. mars sl.. Á fundinum var m.a. rætt um yfirlagnir á þjóðvegi í Fjallabyggð og miðbæjarskipulag á Siglufirði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.
Undir þessum lið vék S. Guðrún Hauksdóttir af fundi.
Tekið fyrir erindi frá Fiskmarkaði Siglufjarðar þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um málefni og aðstöðu fiskmarkaðarins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins.
Bókun fundar
S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Undir þessum lið sat formaður yfirkjörstjórnar Ámundi Gunnarsson.
Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands um kjörskrárstofn vegna íbúakosningar í Fjallabyggð sem fram fer þann 14. apríl nk.. Á kjörskrá eru 1597. Á Siglufirði 955 og á Ólafsfirði 642.
Á fundi bæjarstjórnar sem haldinn verður 28. mars nk. verður kjörskrá yfirfarin og staðfest.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Undir þessum lið sat formaður yfirkjörstjórnar Ámundi Gunnarsson.
Þann 14. apríl nk. fer fram staðarkosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar. Bæjarráð samþykkir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram í Bókasöfnum Fjallabyggðar, í Ráðhúsinu á Siglufirði og Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Hægt verði að kjósa utankjörfundar á afgreiðslutíma bókasafnanna.
Bæjarráð samþykkir einnig að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 31. mars nk. á fyrrgreindum stöðum kl. 13-16.
Bæjarráð felur yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnum í Ólafsfirði og á Siglufirði að hafa umsjón með íbúakosningunni og utankjörfundaratkvæðagreiðslunni.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.
Lagt fram til kynningar svarbréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna erindis Fjallabyggðar vegna húseignarinnar að Hólavegi 17b, Siglufirði. Erindið varðar ósk húseigenda um bætur vegna tjóns á húseigninni eftir vatn sem lekið hefur inn vegna framkvæmda við varnargarðanna. Ofanflóðanefnd að verða við ósk Fjallabyggðar um þátttöku Ofanflóðasjóðs í greiðslu bótanna. Hlutur Fjallabyggðar er 10%.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar vegna kaupa á nýjum snjótroðara. Félagið óskar eftir því að snjótroðarinn sem er í notkun og er í eigu sveitarfélagsins verði seldur, og að söluandvirðið verði veitt sem styrkur til félagsins sem nýttur verði til að kaupa nýrri snjótroðara.
Nýr snjótroðari yrði í eigu Skíðafélags Ólafsfjarðar og stendur félagið straum af fjármögnuninni.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Tekið fyrir erindi frá Sögum - samtökum um barnamenningu, þar sem sveitarfélaginu er boðið að verða samstarfsaðili að Verðlaunahátíð barnanna sem er hápunktur lestrarhvetjandi verkefnis á landsvísu sem hefur verið í gangi í allan vetur. Verðlaunahátíðin fer fram þann 22. apríl nk. í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og greiða 100.000 kr. til verkefnisins. Bæjarráð samþykkir að vísa upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Tekið fyrir erindi frá leikhópnum Lottu vegna uppsetningar á leikritinu Galdrakarlinn í Oz sem fram fór í Tjarnarborg þann 22. mars sl.. Óskað er eftir 40.000 kr. styrk vegna húsaleigu og 10.000 kr í ferðastyrk.
Bæjarráð samþykkir að veita leikhópnum 40.000 kr. styrk sem nemur húsaleigunni fyrir Tjarnarborg.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er varðar umsögn um vegna umsóknar Valló ehf. um tímabundið áfengisleyfi fyrir Valló ehf. kt. 640908-0680, á skíðasvæðinu í Skarðsdal, Siglufirði, dagana 29. mars- 2. apríl 2018.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Edduheima ehf., kt. 520204-3260 til sölu veitinga á Hafnarkaffi, Gránugötu 5b, Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð 304. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var þann 21. mars sl..
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 8. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga og 3. fundar öldungaráðs Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.