Bæjarstjórn Fjallabyggðar

159. fundur 18. apríl 2018 kl. 17:00 - 18:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Valur Þór Hilmarsson bæjarfulltrúi, S lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson bæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018

Málsnúmer 1803009FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018 Fulltrúar björgunarsveitarinnar Tinds, Tómas Atli Einarsson og Lára Stefánsdóttir mættu á fund bæjarráðs.

    Komið hefur fram að heilbrigðisráðherra ætli ekki að stíga inn í ákvörðun forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands samkvæmt tölvupósti frá 19. mars 2018.

    Bæjarráð styður að vettvangsliðateymi verði komið á fót í Ólafsfirði til að stuðla að auknu öryggi íbúa Fjallabyggðar. Bæjarráð mun halda áfram baráttu sinni fyrir því að sjúkrabíll verði í Ólafsfirði og vísar til bókana og samtala við fulltrúa ráðuneytisins um þetta mál.

    Bókun fundar Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018 Tekin fyrir tillaga frá fulltrúum í öldungarráði að breyttri samþykkt fyrir öldungarráð.

    Bæjarráð þakkar fyrir góðar ábendingar en samþykkir að verða ekki við ábendingunum og vísar til bæjarmálasamþykktar sveitarfélagsins frá 23. janúar 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018 Lögð fram umsókn deildarstjóra tæknideildar til styrktarsjóðs EBÍ, þar sem óskað er eftir styrk til byggingu á fuglaskoðunarhúsi við Leirurnar á Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018 Lagt fram erindi íbúa við Hvanneyrarbraut 52 vegna skemmda á steinkanti og girðingu af völdum snjómoksturstækja.

    Óskað hefur verið eftir því að verktakinn lagfæri steinkantinn og girðinguna án árangurs.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra að ræða við verktakann, Bás ehf., og afgreiða málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018 Tekið fyrir erindi frá Nordjobb, þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð bjóði tveimur starfsmönnum sumarvinnu.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018 Tekin fyrir úttekt Mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Fjallabyggðar árið 2017.

    Bæjarráð óskar eftir því að slökkviliðsstjóri mæti á fund bæjarráðs og fari yfir úttektina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna tillögu til þingsályktunar um byggðaáætlun 2018-2024. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 21. mars n.k.. Bókun fundar Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja), 114. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018 Lagður fram til kynningar undirritaður kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu félagsmanna Félags grunnskólakennara mun liggja fyrir 21. mars n.k..

    Bókun fundar Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 95. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 16. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018

Málsnúmer 1803011FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar og Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir úttektarskýrslu Mannvirkjastofnunar á slökkviliðinu.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að gefa bæjarráði skýrslu um þau atriði sem rætt var um á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

    Lagt fram til kynningar svarbréf frá Hjörleifi Kvaran hrl. fyrir hönd Fjallabyggðar til Síldarleitarinnar sf. vegna skólpdælustöðvar á og við lóð félagsins, dags. 20.3.2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Á fundi bæjarráðs þann 12. mars var tekin fyrir styrkbeiðni frá Íslenskum kraftmönnum vegna aflraunamóts Norðurlands, Jakans. Keppnin fer fram víðs vegar um Norðurland dagana 23.-25. ágúst 2018. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála var falið að afla frekari upplýsinga. Óskað er eftir styrk að upphæð 140.000 kr. auk gistirýmis og fæðis ef keppendur dvelja í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 140.000 kr. og vísar upphæðinni til viðauka ef að verkefninu verður. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að fylgja málinu eftir.

    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

    Þann 19. mars sl. voru tilboð opnuð í malbikun í Fjallabyggð árið 2018. Eftirfarandi tilboð bárust:

    Hlaðbær-Colas - 51.084.000 kr.
    Kraftfag ehf. - 37.382.500 kr.
    Malbikun KM - 40.288.000 kr.

    Kostnaðaráætlun var 41.525.000 kr.

    Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

    Þann 26. mars sl. voru opnuð tilboð í 1. áfanga við endurgerð grunnskólalóðarinnar í Ólafsfirði. Eftirfarandi tilboð bárust:

    Magnús Þorgeirsson ehf. - 25.123.892 kr.
    Smári ehf. - 26.334.813 kr.
    Sölvi Sölvason ehf. - 24.963.030 kr.

    Kostnaðaráætlun er 20.555.600 kr.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Sölva Sölvason.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

    Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til lokaðs útboðs vegna framkvæmda við 2. áfanga grunnskólalóðarinnar á Siglufirði. Eftirtöldum verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

    Bás ehf.
    Sölvi Sölvason ehf.
    Smári ehf.
    Árni Helgason ehf.
    Magnús Þorgeirsson ehf.

    Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

    Tekið fyrir erindi frá Tengi hf. Fyrirtækið er að undirbúa lagningu á fyrsta áfanga ljósleiðara á Ólafsfirði. Unnið verður í þeim áfanga sumarið 2018. Haft verður samband við alla húseigendur á svæðinu og kannaður áhugi á að taka ljósleiðarann inn í húseignirnar og til öflunar á framkvæmdaleyfum og forkönnun á inntaksleiðum í húsin.

    Tengir hf. býður Fjallabyggð að ljósleiðari verði tekinn inn í húseignir í eigu sveitarfélagsins og nemur kostnaðurinn 360.000 kr.

    Bæjarráð samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

    Lögð fram til kynningar samantekt frá fundi bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar með Vegagerðinni sem fram fór þann 5. mars sl.. Á fundinum var m.a. rætt um yfirlagnir á þjóðvegi í Fjallabyggð og miðbæjarskipulag á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

    Undir þessum lið vék S. Guðrún Hauksdóttir af fundi.

    Tekið fyrir erindi frá Fiskmarkaði Siglufjarðar þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um málefni og aðstöðu fiskmarkaðarins.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins.
    Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum lið.
    Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Undir þessum lið sat formaður yfirkjörstjórnar Ámundi Gunnarsson.

    Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands um kjörskrárstofn vegna íbúakosningar í Fjallabyggð sem fram fer þann 14. apríl nk.. Á kjörskrá eru 1597. Á Siglufirði 955 og á Ólafsfirði 642.

    Á fundi bæjarstjórnar sem haldinn verður 28. mars nk. verður kjörskrá yfirfarin og staðfest.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Undir þessum lið sat formaður yfirkjörstjórnar Ámundi Gunnarsson.

    Þann 14. apríl nk. fer fram staðarkosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar. Bæjarráð samþykkir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram í Bókasöfnum Fjallabyggðar, í Ráðhúsinu á Siglufirði og Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Hægt verði að kjósa utankjörfundar á afgreiðslutíma bókasafnanna.

    Bæjarráð samþykkir einnig að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 31. mars nk. á fyrrgreindum stöðum kl. 13-16.

    Bæjarráð felur yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnum í Ólafsfirði og á Siglufirði að hafa umsjón með íbúakosningunni og utankjörfundaratkvæðagreiðslunni.

    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

    Lagt fram til kynningar svarbréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna erindis Fjallabyggðar vegna húseignarinnar að Hólavegi 17b, Siglufirði. Erindið varðar ósk húseigenda um bætur vegna tjóns á húseigninni eftir vatn sem lekið hefur inn vegna framkvæmda við varnargarðanna. Ofanflóðanefnd að verða við ósk Fjallabyggðar um þátttöku Ofanflóðasjóðs í greiðslu bótanna. Hlutur Fjallabyggðar er 10%.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar vegna kaupa á nýjum snjótroðara. Félagið óskar eftir því að snjótroðarinn sem er í notkun og er í eigu sveitarfélagsins verði seldur, og að söluandvirðið verði veitt sem styrkur til félagsins sem nýttur verði til að kaupa nýrri snjótroðara.

    Nýr snjótroðari yrði í eigu Skíðafélags Ólafsfjarðar og stendur félagið straum af fjármögnuninni.

    Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Tekið fyrir erindi frá Sögum - samtökum um barnamenningu, þar sem sveitarfélaginu er boðið að verða samstarfsaðili að Verðlaunahátíð barnanna sem er hápunktur lestrarhvetjandi verkefnis á landsvísu sem hefur verið í gangi í allan vetur. Verðlaunahátíðin fer fram þann 22. apríl nk. í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík.

    Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og greiða 100.000 kr. til verkefnisins. Bæjarráð samþykkir að vísa upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Tekið fyrir erindi frá leikhópnum Lottu vegna uppsetningar á leikritinu Galdrakarlinn í Oz sem fram fór í Tjarnarborg þann 22. mars sl.. Óskað er eftir 40.000 kr. styrk vegna húsaleigu og 10.000 kr í ferðastyrk.

    Bæjarráð samþykkir að veita leikhópnum 40.000 kr. styrk sem nemur húsaleigunni fyrir Tjarnarborg.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er varðar umsögn um vegna umsóknar Valló ehf. um tímabundið áfengisleyfi fyrir Valló ehf. kt. 640908-0680, á skíðasvæðinu í Skarðsdal, Siglufirði, dagana 29. mars- 2. apríl 2018.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Edduheima ehf., kt. 520204-3260 til sölu veitinga á Hafnarkaffi, Gránugötu 5b, Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 304. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var þann 21. mars sl.. Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27. mars 2018 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 8. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga og 3. fundar öldungaráðs Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 549. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 550. fundur - 4. apríl 2018

Málsnúmer 1803013FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 550. fundur - 4. apríl 2018 Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 31. mars 2018. Innborganir nema 266.300.374 kr. sem er 101,58 % af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 262.162.622 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 550. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 550. fundur - 4. apríl 2018 Lögð fram niðurstaða greiningar KMPG á núverandi stöðu fasteigna í einstökum sveitarfélögum, þ.á.m. Fjallabyggð, sem unnin var fyrir Varasjóð húsnæðismála.

    Í minnisblaði bæjarstjóra kemur fram:

    -
    Fjallabyggð á og rekur 25 leiguíbúðir.
    -
    Heildarfasteignamat eignanna var 176 m.kr. fyrir árið 2017.
    -
    Heildarskuldir námu 241,2 m.kr. í lok nóvember 2017.
    -
    Núverandi meðalleiga á m2 nemur 956 kr. fyrir árið 2017.
    -
    Almennt leiguverð á Norðurlandi án Akureyrar er 18% hærra en í Fjallabyggð sem er 1.021. kr./m2.

    Bókun fundar Afgreiðsla 550. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 550. fundur - 4. apríl 2018 Lögð fram drög að nýjum samningi um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal, Siglufirði, milli Fjallabyggðar, Leyningsáss ses. og Valló ehf.

    Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 550. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 550. fundur - 4. apríl 2018 Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl nk. í húsnæði sjúkrahússins kl. 14.00.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 550. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 550. fundur - 4. apríl 2018 Lögð fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans Air 66N 20. október 2017 - 20. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 550. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 550. fundur - 4. apríl 2018 Ráðstefna um flugmál verður haldin á vegum Markaðsstofu Norðurlands og flugklasans Air 66N föstudaginn 13. apríl nk. kl. 14.00 á Akureyri. Fundarstaður og nánari dagskrá verður auglýst síðar.

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 550. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 550. fundur - 4. apríl 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál.

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 550. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 550. fundur - 4. apríl 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 550. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 550. fundur - 4. apríl 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 858. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 23. mars sl.

    Bókun fundar Afgreiðsla 550. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018

Málsnúmer 1804004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið 1. janúar - 31. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Á 536. fundi bæjarráðs þann 29. desember sl. var samþykkt að selja íbúð 101 að Laugarvegi 39, Siglufirði. Jafnframt samþykkti bæjarráð að bjóða núverandi leigjanda forkaupsrétt að fasteigninni. Leigjandi hefur ákveðið að nýta sér ekki forkaupsréttinn. Leigusamningur rennur út 1. febrúar 2019.

    Bæjarráð samþykkir að íbúðin verði auglýst til sölu í haust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar fer fram 14. apríl nk.. Áætlaður kostnaður bæjarsjóðs er 2.000.000 króna.

    Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Á 158. fundi bæjarstjórnar, 28. mars 2018, var samþykkt að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna íbúakosninga vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar í samræmi við 27. gr. kosningalaga.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að gera eina breytingu á framlögðum kjörskrárstofni, frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

    1596 eru því á kjörskrá í Fjallabyggð.
    Á Siglufirði eru 955 á kjörskrá og í Ólafsfirði 641.
    Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Lögð fram til kynningar ályktun frá Ungmennaráðstefnu UMFÍ 2018, sem haldin var dagana 21.-23. mars sl. Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

    Tekið fyrir erindi frá Framfarafélagi Ólafsfjarðar, þar sem óskað er eftir því að félagið fái landrými til afnota fyrir hugsanlega staðsetningu fyrir landeldi á fiski. Um er að ræða svæðið frá Ólafsfjarðarósi til austurs, fjöru til norðurs, Ósbrekkufjalli til vesturs og suðurenda gamla flugvallarins til suðurs.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn félagsins.
    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.
    Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Tekið fyrir erindi frá Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna viðgerða á skíðastökkpallinum í Ólafsfirði. Áætlaður efniskostnaður er 172.163 kr. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna vinnu hlaupi á nokkrum tugum þúsunda.

    Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000 kr. og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna athugasemda við skil á breytingum á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2016.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Lagður fram til kynningar Hagvísir Vesturlands, sem tekur fyrir stöðuna á fasteignamarkaði á Vesturlandi. Einnig er þar að finna upplýsingar um íbúðir í byggingu og lausar lóðir hjá flestum sveitarfélögum á landinu. Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Tekið fyrir erindi frá Íbúðalánasjóði, þar sem Fjallabyggð er boðið að leigja eign sjóðsins að Hlíðarvegi 35, Siglufirði, fyrir sína skjólstæðinga.

    Bæjarráð samþykkir að afþakka boðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Hjólalausnum þar sem kynntar eru lausnir fyrir sveitarfélög til að þjónusta hjólafólk. Um er að ræða viðgerða- og þjónustustanda fyrir reiðhjól. Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Samtök sjávarútvegssveitarfélaga halda opinn fund um fiskeldisstefnu samtakanna föstudaginn 27. apríl nk. í Íslenska sjávarklasanum í Reykjavík kl. 13.00.
    Meðfylgjandi fundarboðinu eru drög að fiskeldisstefnu samtakanna og er aðildarsveitarfélögum veittur frestur til 13. apríl nk. til að skila inn umsögn um drögin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um aldursdreifingu hjá sveitarfélögunum fyrir árin 1998 og 2018.

    Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10. apríl 2018 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 39. fundar yfirkjörstjórnar, 42. fundar markaðs- og menningarnefndar, 2. fundar stýrihóps um verkefnið Heilsueflandi samfélag og 53. fundar fræðslu- og frístundanefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 551. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17. apríl 2018

Málsnúmer 1804009FVakta málsnúmer

  • 5.1 1804050 Íbúakosning vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17. apríl 2018 Lögð fram til kynningar niðurstaða íbúakosningar um fræðslustefnu Fjallabyggðar sem fram fór þann 14. apríl sl. Spurt var: "Vilt þú að stefnan haldi gildi sínu?

    Já, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 haldi gildi sínu.

    Nei, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 verði felld úr gildi og fyrri fræðslustefna frá 17.03. 2009 taki gildi á ný."

    Niðurstaðan var eftirfarandi:

    Já sögðu: 523, - 62,34%
    Nei sögðu: 309, - 36,83%
    Auðir og ógildir seðlar voru: 7 - 0,83%
    Kosningaþátttaka var 52,5%

    Bókun fundar Afgreiðsla 552. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.2 1804035 Fæðispeningar v. starfsfólks Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17. apríl 2018 Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu,- frístunda og menningarmála.

    Lagt fram erindi frá Starfsmannafélagi Fjallabyggðar, þar sem kemur fram að mismunur hafi verið á greiðslu fæðispeninga til starfsmanna íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar. Farið er fram á að mismunurinn verði leiðréttur þannig að þeir starfsmenn sem ekki fengu fæðispeninga á tilteknu tímabili fái þá greidda.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir nánari útreikningum og frestar afgreiðslu málsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 552. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.3 1709039 Styrkumsóknir 2017 - Fasteignaskattur félagasamtaka
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17. apríl 2018 Teknar fyrir umsóknir um niðurfellingu á fasteignaskatti félagasamtaka fyrir árið 2018.
    Samtals nema styrkumsóknirnar 3.029.119 kr.

    Bæjarráð samþykkir framlagðan lista.
    Bókun fundar Afgreiðsla 552. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.4 1804063 Skemmdir á knattspyrnuvelli í Ólafsfirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17. apríl 2018 Undir þessum lið sátu Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

    Þann 31. mars sl. voru unnar skemmdir á knattspyrnuvellinum í Ólafsfirði þegar ökumaður jeppa keyrði inn á völlinn og spólaði hann upp. Að svo stöddu er ekki vitað hver kostnaðurinn við viðgerðir er.

    Haft hefur verið samband við Lögregluembættið á Norðurlandi eystra og óskað eftir lögregluskýrslu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 552. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.5 1804059 Götulýsing í Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17. apríl 2018 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

    Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna viðræðna við Rarik um götulýsingu í Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir minnisblaðið og felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga við Rarik um götulýsingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 552. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.6 1712008 Útsvarshlutfall sveitarfélaga fyrir árið 2018
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17. apríl 2018 Tekið fyrir erindi frá Ríkisskattstjóra vegna útsvarshlutfalls við álagningu 2018 vegna tekna á árinu 2017. Óskað er eftir upplýsingum um endanlegt útsvarshlutfall en sveitarfélögum er heimilt að breyta áður ákvörðuðu útsvarshlutfalli fram til 31. mars á álagningarári.

    Bæjarráð samþykkir að endanlegt útsvarshlutfall verði 14,48% líkt og samþykkt var í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017, og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 552. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.7 1710105 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17. apríl 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 552. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.8 1804057 Styrkbeiðni - eflum leiðtogafærni ungmenna
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17. apríl 2018 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Bandalagi íslenskra skáta. Óskað er eftir styrk til þess að efla foringjaþjálfun og leiðtogafærni ungmenna svo hægt sé að bjóða fleiri börnum þátttöku í skátastarfi.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 552. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.9 1804060 Framtíð knattspyrnusvæðisins í Ólafsfirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17. apríl 2018 Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar. Óskað er eftir fundi með bæjarráði til þess að ræða framtíð knattspyrnusvæðisins í Ólafsfirði.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur formanni bæjarráðs að ræða við formann KF um fundartíma.

    Bókun fundar Afgreiðsla 552. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.10 1801020 Slit á Seyru
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17. apríl 2018 Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá hluthafafundi Seyru ehf, sem haldinn var 12. janúar sl., þar sem samþykkt var að slíta félaginu og skilanefnd kjörin. Bókun fundar Afgreiðsla 552. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.11 1801013 Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17. apríl 2018 Fundargerðir lagðar fram til kynningar; 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, 33. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði, 110. fundar félagsmálanefndar, 5. fundar stjórnar Hornbrekku og 33. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði. Bókun fundar Afgreiðsla 552. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 95. fundur - 16. mars 2018

Málsnúmer 1803007FVakta málsnúmer

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 95. fundur - 16. mars 2018 Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. jan - 14. mars 2018 ásamt samanburði við sama tíma árið 2017.

    2018 Siglufjörður 2403 tonn í 64 löndunum.
    2018 Ólafsfjörður 52 tonn í 55 löndunum.

    2017 Siglufjörður 913 tonn í 162 löndunum.
    2017 Ólafsfjörður 84 tonn í 85 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar hafnarstjórnar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 95. fundur - 16. mars 2018 Fylgst hefur verið með sigi á þili og þekju bryggjunnar frá árinu 2016. Hafnarstjóri fór yfir mælingar og niðurstöður þeirra en samkvæmt síðustu mælingum þá er þilið og þekjan hætt að síga. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar hafnarstjórnar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 95. fundur - 16. mars 2018 Hafnarstjóri fór yfir uppgjör vegna endurbyggingar á Bæjarbryggju. Heildarkostnaður við verkið er 542 mkr. m.vsk. en áætlun gerði ráð fyrir 549 mkr. m.vsk. Heildarkostnaður Hafnarsjóðs Fjallabyggðar við verkið er 117 mkr án vsk. en áætlun gerði ráð fyrir 114 mkr. án vsk.

    Hafnarstjórn fagnar góðri áætlunargerð og góðri framkvæmd við verkið þar sem frávik eru óveruleg.
    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir orð hafnarstjórnar og fagnar góðri áætlunargerð og góðri framkvæmd við verkið þar sem frávik eru óveruleg.
    Afgreiðsla 95. fundar hafnarstjórnar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 95. fundur - 16. mars 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar hafnarstjórnar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018

Málsnúmer 1803008FVakta málsnúmer

  • 7.1 1803045 Lokauppgjör vegna rekstrar TÁT 2017
    Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018 Lokauppgjör TÁT lagt fram til kynningar. Niðurstaða ársins er neikvæð um 3.354.200 kr vegna hærri launakostnaðar. Umframkeyrsla skiptist þannig: Dalvíkurbyggð kr. 1.517.102 og Fjallabyggð kr. 1.837.098. Heilarniðurstaða annarra rekstrarliða var á áætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.2 1803046 Skóladagatal TÁT 2018-2019
    Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018 Skóladagatal skólaársins 2018-2019 lagt fram. Horft var til samræmingar við aðra skóla á Eyjafjarðarsvæðinu. Skólanefndin samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.3 1803047 Foreldrakönnun TÁT 2018
    Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018 Skólanefnd TÁT samþykkir að foreldrakönnun verði lögð fyrir foreldra eins og á síðasta skólaári. Kennsluráðgjafa á skólaskrifstofu Dalvíkubyggðar falið að framkvæma könnunina. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.4 1801089 Bifreiðamál TÁT, afnot og rekstur
    Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018 Gerður hefur verið samningur við Bílaleigu Akureyrar um rekstrarleigu á tveimur Yaris bílum. Bílarnir koma í stað núverandi bifreiðar sem reynst hefur kostnaðarsöm í rekstri og kostnaðar vegna akstursgreiðslna til kennara vegna nota á einkabílum. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.5 1801095 Nótan 2018, uppskeruhátið í Hofi.
    Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018 Tveir nemendur skólans tóku þátt í lokakeppni Nótunnar í Hörpu 4. mars sl. Nemendurnir stóðu sig vel og voru skólanum til sóma. Frá því að Nótan hófst árið 2010 hafa tónlistarskólarnir í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð sent 9 atriði í lokakeppni í Hörpu sem er frábær árangur. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.6 1803048 Ræstingarmál í TÁT
    Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018 Skólastjóra og sviðsstjórum falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 22. mars 2018

Málsnúmer 1803010FVakta málsnúmer

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 22. mars 2018 Undir þessum lið fundargerðarinnar mættu Gerður Ellertsdóttir og Helga Hermannsdóttir, starfsmenn dagdvalar aldraðra í Fjallabyggð. Kynntu þær dagskrá og starfsemi dagdvalar á Siglufirði og Ólafsfirði. Mikil gróska er í starfinu og þátttaka eldri borgara framar vonum. Á Siglufirði eru þátttakendur 83 og 65 þátttakendur á Ólafsfirði. Öldungaráðið lýsir yfir ánægju sinni með starfsemina og hvetur eldri borgara til þátttöku í því góða starfi sem fram fer á vegum dagdvalar aldraðra í Fjallabyggð.
    Ingvar Á. Guðmundsson, fór yfir starfsemi félags eldri borgara á Siglufirði, félagsfundir eru reglulega einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og ferðalög og aðrar skemmtanir yfir sumarmánuðina. Félag eldri borgar á Siglufirði heldur upp á 35 ára afmæli sitt á þessu ári.
    Félag eldri borgar á Ólafsfirði heldur einnig upp öflugu félagsstarfi, heldur reglulega fundi og fer í skemmtiferðir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar öldungaráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 22. mars 2018 Undir þessum lið fundargerðar mættu á fundinn Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála. Rætt var um skipulag gönguleiða innanbæjar í Fjallabyggð og verkefnið, Brúkum Bekki. Ríkey sagði frá verkefninu Heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð. Samþykkt var að fulltrúar eldri borgara leggðu fram tillögu um staðsetningu bekkja og gönguleiða fyrir 20. apríl nk. og skila til deildarstjóra félagsmáladeildar. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar öldungaráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 22. mars 2018 Samþykkt um öldungaráð Fjallabyggðar tekin til umræðu. Öldungaráð mun taka málið til endurskoðunar þegar reynsla er fengin og ef þörf krefur. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar öldungaráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 28. mars 2018

Málsnúmer 1804002FVakta málsnúmer

  • 9.1 1804010 Undirbúningur vegna íbúakosningar vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 28. mars 2018 1. Undirbúningur vegna íbúakosningar í Fjallabyggð vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar, sem samþykkt var 18. maí 2017, hvort hún ætti að halda gildi eður ei.

    2. Undirbúningur vegna utankjörfundar atkvæðsgreiðslu sem fer fram á skrifstofutíma í Bókasöfnum í Ólafsfirði og á Siglufirði.

    3. Lagður fram kjörseðill sem notaður verður í kosningunum og er hann bleikur.

    4. Farið yfir störf á kjördag.

    5. Mælt er með frá yfirkjörstjórn, að á kjördag verði kosið frá kl. 10.00 til 20.00.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018

Málsnúmer 1803014FVakta málsnúmer

Til máls tóku Valur Þór Hilmarsson, Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018 Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

    Forstöðumaður kynnti ársskýrslu fyrir Bókasafn, Héraðsskjalasafn og Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar.

    Útlán bókasafnsins á árinu voru 9052 samtals (S 5.378/Ó 3.674) sem er tæplega 10% minnkun frá árinu 2016. Gestakomur á bóka- og héraðsskjalasafnið voru 11.286 (S 7.756/Ó 3.530). Fjöldi gesta sem sækja bókasafnið hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2013.

    Alls komu 4.240 ferðamenn í Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar á árinu 2017. Þar af komu 3.805 ferðamenn á Upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og er það ríflega 73% aukning frá árinu 2016. 435 ferðamenn komu á Upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði og er það ríflega 39% aukning frá árinu 2016. Sjá má að ferðamannastraumur til Fjallabyggðar hefur samkvæmt þessu aukist gífurlega.

    Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðumanni fyrir kynningu og vel unna skýrslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018 Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjálasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

    Forstöðumaður kynnti starfsáætlun 2018 fyrir Bókasafn og Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar.

    Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðumanni vel unna áætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018 Fundargerð síðasta fundar afmælisnefndar fyrir 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018 Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina sem haldin verður á Siglufirði 4.-8.júlí nk. Undirbúningi miðar vel.

    Stýrihópur hátíðarinnar fundar á 1-2.vikna fresti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018 Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar var samin árið 2014 en þeirri vinnu var aldrei lokið. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að stefnan verði tekin upp og endurskoðuð með það í huga að gefa hana út á árinu 2018. Stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúa nefndarinnar, markaðs- og menningarfulltrúa og þremur aðilum sem koma að þjónustu við ferðamenn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa þessum lið til bæjarráðs.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018 Árið 2016 var stofnaður stýrihópur af þáverandi Markaðs- og menningarnefnd sem vann fyrstu drög að endurnýjaðri menningarstefnu. Mikilvægt er að halda þessari vinnu áfram. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að settur verði saman vinnuhópur sem klárar þessa vinnu með það fyrir augum að gefa út nýja Menningarstefnu Fjallabyggðar á árinu 2018. Í vinnuhópnum ætti fulltrúi Markaðs- og menningarnefndar sæti, markaðs- og menningarfulltrúi og þrír fulltrúar sem koma að menningarmálum í Fjallabyggð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa þessum lið til bæjarráðs.

11.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 2. fundur - 5. apríl 2018

Málsnúmer 1804001FVakta málsnúmer

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 2. fundur - 5. apríl 2018 Fjallabyggð sótti um styrk í Lýðheilsusjóð fyrir verkefnið Heilsueflandi samfélag og fékk 500.000 kr.
    Stýrihópurinn fagnar mjög þessari styrkveitingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar stýrihóps heilsueflandi samfélags staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 2. fundur - 5. apríl 2018 Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara kynnti verkefnið Að brúka bekki sem til stendur að Fjallabyggð taki þátt í. Verkefnið snýst um að velja gönguleiðir sem henta eldri borgurum og öðrum íbúum. Á þessum gönguleiðum eru settir hvíldarbekkir með 250 metra millibili. Bekkjum í eigu Fjallabyggðar þyrfti ef til vill að fjölga. Til eru dæmi um að fyrirtæki og árgangar gefi hvíldarbekki sem eru merktir viðkomandi fyrirtæki eða árgangi. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar stýrihóps heilsueflandi samfélags staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 2. fundur - 5. apríl 2018 Rætt um ýmsar hugmyndir sem hægt er að vinna að í tengslum við Heilsueflandi samfélag. Næstu skref eru að vinna að þarfagreiningu í samfélaginu. Byrjað verður á að skoða Heilsuvísa Landlæknisembættisins. Nú eru tveir þeirra tilbúnir: Vellíðan án áfengis, annarra vímuefna og tóbaks og Vellíðan með hollu mataræði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar stýrihóps heilsueflandi samfélags staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 9. apríl 2018

Málsnúmer 1804005FVakta málsnúmer

Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 9. apríl 2018 Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir leikskólastjóri.

    Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar lögð fram. Umbótaáætlunin er byggð á niðurstöðum og tillögum ytra mats sem gert var af Menntamálastofnun í september 2017. Umbótaáætlunin verður send til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 9. apríl 2018 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Jónína Magnúsdóttir skólastjóri.

    Lögð voru fram drög að skóladagatölum fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar og Leikskóla Fjallabyggðar.

    Við yfirferð skóladagatals grunnskólans með skólaráði kom fram athugasemd skólaráðs um tímasetningu vetrarfrís 7.-8.mars sem er 5 vikum fyrir páska og skólaráð taldi að nýttist nemendum ekki sem skyldi. Hugmynd kom fram um að færa annan vetrarfrísdaginn til 16. nóvember og hinn til 8. febrúar. Með því móti fengju nemendur tvisvar sinnum 4 daga helgi.

    Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu skóladagatals grunnskólans en kemur með þá tillögu að halda því vetrarfríi sem nú er inni á skóladagatali 7.-8. mars en bæta inn einum frídegi að hausti, 16. nóvember og hefja skólastarf einum degi fyrr haustið 2018. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn skólaráðs um tillöguna.

    Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu skóladagatals leikskólans þar til að foreldraráð hefur fjallað um það.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 9. apríl 2018 Komið hefur fram ósk frá fulltrúa foreldra nemenda í 10.bekk um að flýta útskrift þeirra í vor. Áætluð skólaslit eru 5. júní. Þrátt fyrir að útskrift nemenda í 10.bekk yrði flýtt yrðu skólaslit grunnskólans 5. júní eins og skóladagatal segir til um.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tilfærslu útskriftar fyrir sitt leyti og felur skólastjóra að kanna afstöðu foreldra útskriftarnema til málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 9. apríl 2018 Gallar komu upp í framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 9.bekk í mars s.l. sem urðu til þess að ekki tókst öllum nemendum að taka og ljúka prófi í íslensku og ensku. Í Grunnskóla Fjallabyggðar hafði þetta áhrif á nemendur, ekki náðu allir að taka próf í íslensku en allir komust inn í prófið í ensku en það tók langan tíma og olli truflunum hjá nemendum.

    Mennta-og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að nemendum í 9.bekk gefist kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku.

    Áhersla er lögð á sveigjanleika í tímsetningum og að skólar hafi val um hvort þeir leggi prófin fyrir í vor eða haust. Menntamálastofnun leggur til tvö tímabil fyrir endurtekningu prófa: 30.apríl - 11.maí og 10. - 15. september.

    Menntamálastofnun mun innan tíðar senda skólum nánari upplýsingar um skráningar skóla á prófadaga. Velja þarf sama prófatímabil (vor eða haust) fyrir bæði prófin.

    Skólastjóri upplýsir foreldra nemenda í 9. bekk um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 33. fundur - 10. apríl 2018

Málsnúmer 1804012FVakta málsnúmer

  • 13.1 1804010 Undirbúningur vegna íbúakosningar vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 33. fundur - 10. apríl 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

14.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018

Málsnúmer 1804003FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Nefndin ítrekar að íbúar þurfa að skila inn skriflegum athugasemdum innan athugasemdafrests sem hefur verið framlengdur til 25. apríl nk. í stað 12. apríl. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Nefndin leggur til að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Nefndin leggur til áframhaldandi vinnu við aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við mat nefndarinnar á skipulagskosti. Tillagan skal svo kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Nefndin samþykkir úthlutun lóðar við Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Nefndin samþykkir umsókn um byggingarleyfi með fyrirvara um samþykki íbúa á jarðhæð. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Nefndin samþykkir uppsetningu á hraðhleðslustöð við Tjarnargötu 6 til bráðarbirgða en bendir á að endanleg staðsetning hraðhleðslustöðvarinnar verður á framtíðarsvæði Olís við Vesturtanga. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11. apríl 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar. Tæknideild falið að svara fyrirspurn. Bókun fundar Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

15.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 12. apríl 2018

Málsnúmer 1804006FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 12. apríl 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar félagsmálanefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 12. apríl 2018 Lögð fram ný reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2018, ásamt 2. áætlun um áætluð framlög vegna málefna fatlaðs fólks 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar félagsmálanefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 12. apríl 2018 Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki um 2%. Grunnfjárhæð einstaklinga verður kr. 142.831 og grunnfjárhæð sambúðarfólks verður kr. 228.529. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar félagsmálanefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

16.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 33. fundur - 12. apríl 2018

Málsnúmer 1804010FVakta málsnúmer

  • 16.1 1804010 Undirbúningur vegna íbúakosningar vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 33. fundur - 12. apríl 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

17.Stjórn Hornbrekku - 5. fundur - 16. apríl 2018

Málsnúmer 1804007FVakta málsnúmer

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
  • Stjórn Hornbrekku - 5. fundur - 16. apríl 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 17.2 1801026 Starfsemi Hornbrekku
    Stjórn Hornbrekku - 5. fundur - 16. apríl 2018 Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku gerði grein fyrir starfsemi heimilisins undanfarin misseri. Mikið hefur áunnist í endurnýjun á búnaði og tækjum og nú standa yfir framkvæmdir á býtibúri, sem verður lokið á næstu vikum. Hefur þar með náðst að uppfylla helstu markmið um úrbætur á aðstöðu, búnaði og tækjum sem settur var á forgangslista á síðasta ári. Bókun fundar Bæjarstjórn þakkar Gjafa og minningarsjóði Hornbrekku og Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar fyrir þeirra framlög til endurnýjunar á búnaði fyrir Hornbrekku.
    Afgreiðsla 5. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 5. fundur - 16. apríl 2018 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) gaf út handbók fyrir íbúa hjúkrunarheimila þann 15. nóvember 2017. Handbókin var unnin innan Fagráðs hjúkrunarstjórnenda SFV og er hugsuð til að auðvelda nýjum íbúum og ættingjum þeirra að átta sig á hvað sé innifalið í dvalargjaldi sem greitt er fyrir dvölina frá Sjúkratryggingum Íslands og með lögbundinni greiðsluþátttöku íbúa.
    Hjúkrunarheimili hafa síðan mismunandi hátt á hvort viðbótarþjónusta sé í boði, sem greitt er sérstaklega fyrir samkvæmt gjaldskrá viðkomandi heimilis. Að öllu jöfnu er þjónusta sem íbúi á hjúkrunarheimili sækir sér utan heimilisins ekki innifalin í dvalargjaldi nema hún sé tilgreind í handbókinni.
    Elísa Rán hefur tekið saman nokkur atriði sem skoða þarf sérstaklega við ákvarðanatöku um viðbótarþjónustu og greiðsluþátttöku íbúa Hornbrekku. Áður en lengra er haldið með verkefnið er þörf á að ræða við forsvarsmenn Heilbriðisstofnunar Norðurlands (HSN).
    Stjórnin felur deildarstjóra félagsmáladeildar og hjúkrunarforstjóra og forstöðumanni Hornbrekku að kalla eftir fundi með framkvæmdarstjóra og læknum HSN.
    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 5. fundur - 16. apríl 2018 Lagt fram erndi frá SFV um fyrirspurnir fjölmiðla varðandi viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum. Elísa hefur svarað erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

18.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611084Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fresta þessum lið til næsta bæjarstjórnarfundar.

Fundi slitið - kl. 18:00.