Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 22. mars 2018
Málsnúmer 1803010F
Vakta málsnúmer
-
Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 22. mars 2018
Undir þessum lið fundargerðarinnar mættu Gerður Ellertsdóttir og Helga Hermannsdóttir, starfsmenn dagdvalar aldraðra í Fjallabyggð. Kynntu þær dagskrá og starfsemi dagdvalar á Siglufirði og Ólafsfirði. Mikil gróska er í starfinu og þátttaka eldri borgara framar vonum. Á Siglufirði eru þátttakendur 83 og 65 þátttakendur á Ólafsfirði. Öldungaráðið lýsir yfir ánægju sinni með starfsemina og hvetur eldri borgara til þátttöku í því góða starfi sem fram fer á vegum dagdvalar aldraðra í Fjallabyggð.
Ingvar Á. Guðmundsson, fór yfir starfsemi félags eldri borgara á Siglufirði, félagsfundir eru reglulega einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og ferðalög og aðrar skemmtanir yfir sumarmánuðina. Félag eldri borgar á Siglufirði heldur upp á 35 ára afmæli sitt á þessu ári.
Félag eldri borgar á Ólafsfirði heldur einnig upp öflugu félagsstarfi, heldur reglulega fundi og fer í skemmtiferðir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 3. fundar öldungaráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 22. mars 2018
Undir þessum lið fundargerðar mættu á fundinn Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála. Rætt var um skipulag gönguleiða innanbæjar í Fjallabyggð og verkefnið, Brúkum Bekki. Ríkey sagði frá verkefninu Heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð. Samþykkt var að fulltrúar eldri borgara leggðu fram tillögu um staðsetningu bekkja og gönguleiða fyrir 20. apríl nk. og skila til deildarstjóra félagsmáladeildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 3. fundar öldungaráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 22. mars 2018
Samþykkt um öldungaráð Fjallabyggðar tekin til umræðu. Öldungaráð mun taka málið til endurskoðunar þegar reynsla er fengin og ef þörf krefur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 3. fundar öldungaráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.