Stjórn Hornbrekku - 5. fundur - 16. apríl 2018

Málsnúmer 1804007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 159. fundur - 18.04.2018

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
  • Stjórn Hornbrekku - 5. fundur - 16. apríl 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 5. fundur - 16. apríl 2018 Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku gerði grein fyrir starfsemi heimilisins undanfarin misseri. Mikið hefur áunnist í endurnýjun á búnaði og tækjum og nú standa yfir framkvæmdir á býtibúri, sem verður lokið á næstu vikum. Hefur þar með náðst að uppfylla helstu markmið um úrbætur á aðstöðu, búnaði og tækjum sem settur var á forgangslista á síðasta ári. Bókun fundar Bæjarstjórn þakkar Gjafa og minningarsjóði Hornbrekku og Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar fyrir þeirra framlög til endurnýjunar á búnaði fyrir Hornbrekku.
    Afgreiðsla 5. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 5. fundur - 16. apríl 2018 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) gaf út handbók fyrir íbúa hjúkrunarheimila þann 15. nóvember 2017. Handbókin var unnin innan Fagráðs hjúkrunarstjórnenda SFV og er hugsuð til að auðvelda nýjum íbúum og ættingjum þeirra að átta sig á hvað sé innifalið í dvalargjaldi sem greitt er fyrir dvölina frá Sjúkratryggingum Íslands og með lögbundinni greiðsluþátttöku íbúa.
    Hjúkrunarheimili hafa síðan mismunandi hátt á hvort viðbótarþjónusta sé í boði, sem greitt er sérstaklega fyrir samkvæmt gjaldskrá viðkomandi heimilis. Að öllu jöfnu er þjónusta sem íbúi á hjúkrunarheimili sækir sér utan heimilisins ekki innifalin í dvalargjaldi nema hún sé tilgreind í handbókinni.
    Elísa Rán hefur tekið saman nokkur atriði sem skoða þarf sérstaklega við ákvarðanatöku um viðbótarþjónustu og greiðsluþátttöku íbúa Hornbrekku. Áður en lengra er haldið með verkefnið er þörf á að ræða við forsvarsmenn Heilbriðisstofnunar Norðurlands (HSN).
    Stjórnin felur deildarstjóra félagsmáladeildar og hjúkrunarforstjóra og forstöðumanni Hornbrekku að kalla eftir fundi með framkvæmdarstjóra og læknum HSN.
    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 5. fundur - 16. apríl 2018 Lagt fram erndi frá SFV um fyrirspurnir fjölmiðla varðandi viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum. Elísa hefur svarað erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.