Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018

Málsnúmer 1803014F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 159. fundur - 18.04.2018

Til máls tóku Valur Þór Hilmarsson, Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018 Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

    Forstöðumaður kynnti ársskýrslu fyrir Bókasafn, Héraðsskjalasafn og Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar.

    Útlán bókasafnsins á árinu voru 9052 samtals (S 5.378/Ó 3.674) sem er tæplega 10% minnkun frá árinu 2016. Gestakomur á bóka- og héraðsskjalasafnið voru 11.286 (S 7.756/Ó 3.530). Fjöldi gesta sem sækja bókasafnið hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2013.

    Alls komu 4.240 ferðamenn í Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar á árinu 2017. Þar af komu 3.805 ferðamenn á Upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og er það ríflega 73% aukning frá árinu 2016. 435 ferðamenn komu á Upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði og er það ríflega 39% aukning frá árinu 2016. Sjá má að ferðamannastraumur til Fjallabyggðar hefur samkvæmt þessu aukist gífurlega.

    Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðumanni fyrir kynningu og vel unna skýrslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018 Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjálasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

    Forstöðumaður kynnti starfsáætlun 2018 fyrir Bókasafn og Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar.

    Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðumanni vel unna áætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018 Fundargerð síðasta fundar afmælisnefndar fyrir 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018 Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina sem haldin verður á Siglufirði 4.-8.júlí nk. Undirbúningi miðar vel.

    Stýrihópur hátíðarinnar fundar á 1-2.vikna fresti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018 Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar var samin árið 2014 en þeirri vinnu var aldrei lokið. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að stefnan verði tekin upp og endurskoðuð með það í huga að gefa hana út á árinu 2018. Stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúa nefndarinnar, markaðs- og menningarfulltrúa og þremur aðilum sem koma að þjónustu við ferðamenn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa þessum lið til bæjarráðs.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. apríl 2018 Árið 2016 var stofnaður stýrihópur af þáverandi Markaðs- og menningarnefnd sem vann fyrstu drög að endurnýjaðri menningarstefnu. Mikilvægt er að halda þessari vinnu áfram. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að settur verði saman vinnuhópur sem klárar þessa vinnu með það fyrir augum að gefa út nýja Menningarstefnu Fjallabyggðar á árinu 2018. Í vinnuhópnum ætti fulltrúi Markaðs- og menningarnefndar sæti, markaðs- og menningarfulltrúi og þrír fulltrúar sem koma að menningarmálum í Fjallabyggð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa þessum lið til bæjarráðs.