Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018

Málsnúmer 1803008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 159. fundur - 18.04.2018

  • .1 1803045 Lokauppgjör vegna rekstrar TÁT 2017
    Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018 Lokauppgjör TÁT lagt fram til kynningar. Niðurstaða ársins er neikvæð um 3.354.200 kr vegna hærri launakostnaðar. Umframkeyrsla skiptist þannig: Dalvíkurbyggð kr. 1.517.102 og Fjallabyggð kr. 1.837.098. Heilarniðurstaða annarra rekstrarliða var á áætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .2 1803046 Skóladagatal TÁT 2018-2019
    Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018 Skóladagatal skólaársins 2018-2019 lagt fram. Horft var til samræmingar við aðra skóla á Eyjafjarðarsvæðinu. Skólanefndin samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .3 1803047 Foreldrakönnun TÁT 2018
    Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018 Skólanefnd TÁT samþykkir að foreldrakönnun verði lögð fyrir foreldra eins og á síðasta skólaári. Kennsluráðgjafa á skólaskrifstofu Dalvíkubyggðar falið að framkvæma könnunina. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 1801089 Bifreiðamál TÁT, afnot og rekstur
    Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018 Gerður hefur verið samningur við Bílaleigu Akureyrar um rekstrarleigu á tveimur Yaris bílum. Bílarnir koma í stað núverandi bifreiðar sem reynst hefur kostnaðarsöm í rekstri og kostnaðar vegna akstursgreiðslna til kennara vegna nota á einkabílum. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .5 1801095 Nótan 2018, uppskeruhátið í Hofi.
    Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018 Tveir nemendur skólans tóku þátt í lokakeppni Nótunnar í Hörpu 4. mars sl. Nemendurnir stóðu sig vel og voru skólanum til sóma. Frá því að Nótan hófst árið 2010 hafa tónlistarskólarnir í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð sent 9 atriði í lokakeppni í Hörpu sem er frábær árangur. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .6 1803048 Ræstingarmál í TÁT
    Skólanefnd TÁT - 8. fundur - 20. mars 2018 Skólastjóra og sviðsstjórum falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.