Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

42. fundur 04. apríl 2018 kl. 17:00 - 18:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, S lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, S lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar, ársskýrsla 2017

Málsnúmer 1803082Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

Forstöðumaður kynnti ársskýrslu fyrir Bókasafn, Héraðsskjalasafn og Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar.

Útlán bókasafnsins á árinu voru 9052 samtals (S 5.378/Ó 3.674) sem er tæplega 10% minnkun frá árinu 2016. Gestakomur á bóka- og héraðsskjalasafnið voru 11.286 (S 7.756/Ó 3.530). Fjöldi gesta sem sækja bókasafnið hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2013.

Alls komu 4.240 ferðamenn í Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar á árinu 2017. Þar af komu 3.805 ferðamenn á Upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og er það ríflega 73% aukning frá árinu 2016. 435 ferðamenn komu á Upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði og er það ríflega 39% aukning frá árinu 2016. Sjá má að ferðamannastraumur til Fjallabyggðar hefur samkvæmt þessu aukist gífurlega.

Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðumanni fyrir kynningu og vel unna skýrslu.

2.Starfsáæltun Bóka- og héraðsskjalasafns 2018

Málsnúmer 1803081Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjálasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

Forstöðumaður kynnti starfsáætlun 2018 fyrir Bókasafn og Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar.

Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðumanni vel unna áætlun.

3.100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar 20. maí 2018

Málsnúmer 1305050Vakta málsnúmer

Fundargerð síðasta fundar afmælisnefndar fyrir 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar lögð fram til kynningar.

4.Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100Vakta málsnúmer

Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina sem haldin verður á Siglufirði 4.-8.júlí nk. Undirbúningi miðar vel.

Stýrihópur hátíðarinnar fundar á 1-2.vikna fresti.

5.Ferðastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401026Vakta málsnúmer

Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar var samin árið 2014 en þeirri vinnu var aldrei lokið. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að stefnan verði tekin upp og endurskoðuð með það í huga að gefa hana út á árinu 2018. Stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúa nefndarinnar, markaðs- og menningarfulltrúa og þremur aðilum sem koma að þjónustu við ferðamenn.

6.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer

Árið 2016 var stofnaður stýrihópur af þáverandi Markaðs- og menningarnefnd sem vann fyrstu drög að endurnýjaðri menningarstefnu. Mikilvægt er að halda þessari vinnu áfram. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að settur verði saman vinnuhópur sem klárar þessa vinnu með það fyrir augum að gefa út nýja Menningarstefnu Fjallabyggðar á árinu 2018. Í vinnuhópnum ætti fulltrúi Markaðs- og menningarnefndar sæti, markaðs- og menningarfulltrúi og þrír fulltrúar sem koma að menningarmálum í Fjallabyggð.

Fundi slitið - kl. 18:40.