Bæjarráð Fjallabyggðar

551. fundur 10. apríl 2018 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Launayfirlit tímabils - 2018

Málsnúmer 1801031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið 1. janúar - 31. mars 2018.

2.Laugarvegur 39 - íbúð 101

Málsnúmer 1712036Vakta málsnúmer

Á 536. fundi bæjarráðs þann 29. desember sl. var samþykkt að selja íbúð 101 að Laugarvegi 39, Siglufirði. Jafnframt samþykkti bæjarráð að bjóða núverandi leigjanda forkaupsrétt að fasteigninni. Leigjandi hefur ákveðið að nýta sér ekki forkaupsréttinn. Leigusamningur rennur út 1. febrúar 2019.

Bæjarráð samþykkir að íbúðin verði auglýst til sölu í haust.

3.Íbúakosning vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1804050Vakta málsnúmer

Íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar fer fram 14. apríl nk.. Áætlaður kostnaður bæjarsjóðs er 2.000.000 króna.

Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.

4.Kjörskrárstofn vegna íbúakosningar

Málsnúmer 1803061Vakta málsnúmer

Á 158. fundi bæjarstjórnar, 28. mars 2018, var samþykkt að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna íbúakosninga vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar í samræmi við 27. gr. kosningalaga.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að gera eina breytingu á framlögðum kjörskrárstofni, frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

1596 eru því á kjörskrá í Fjallabyggð.
Á Siglufirði eru 955 á kjörskrá og í Ólafsfirði 641.

5.Ályktun Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 1804005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun frá Ungmennaráðstefnu UMFÍ 2018, sem haldin var dagana 21.-23. mars sl.

6.Erindi Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf

Málsnúmer 1804006Vakta málsnúmer

Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi frá Framfarafélagi Ólafsfjarðar, þar sem óskað er eftir því að félagið fái landrými til afnota fyrir hugsanlega staðsetningu fyrir landeldi á fiski. Um er að ræða svæðið frá Ólafsfjarðarósi til austurs, fjöru til norðurs, Ósbrekkufjalli til vesturs og suðurenda gamla flugvallarins til suðurs.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn félagsins.

7.Skíðastökkpallur í Ólafsfirði

Málsnúmer 1804007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna viðgerða á skíðastökkpallinum í Ólafsfirði. Áætlaður efniskostnaður er 172.163 kr. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna vinnu hlaupi á nokkrum tugum þúsunda.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000 kr. og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.

8.Breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga - fjárhagsáætlanir

Málsnúmer 1804003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna athugasemda við skil á breytingum á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2016.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara erindinu.

9.Hagvísir Vesturlands - Íbúðir í byggingu og lausar lóðir

Málsnúmer 1804008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar Hagvísir Vesturlands, sem tekur fyrir stöðuna á fasteignamarkaði á Vesturlandi. Einnig er þar að finna upplýsingar um íbúðir í byggingu og lausar lóðir hjá flestum sveitarfélögum á landinu.

10.Eignir Íbúðalánasjóðs til útleigu fyrir sveitarfélögin

Málsnúmer 1804019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Íbúðalánasjóði, þar sem Fjallabyggð er boðið að leigja eign sjóðsins að Hlíðarvegi 35, Siglufirði, fyrir sína skjólstæðinga.

Bæjarráð samþykkir að afþakka boðið.

11.Bætt aðstaða og þjónusta við hjólreiðafólk

Málsnúmer 1804018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Hjólalausnum þar sem kynntar eru lausnir fyrir sveitarfélög til að þjónusta hjólafólk. Um er að ræða viðgerða- og þjónustustanda fyrir reiðhjól.

12.Stefna í fiskeldi - Framtíðarsýn - aðgerðir

Málsnúmer 1804001Vakta málsnúmer

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga halda opinn fund um fiskeldisstefnu samtakanna föstudaginn 27. apríl nk. í Íslenska sjávarklasanum í Reykjavík kl. 13.00.
Meðfylgjandi fundarboðinu eru drög að fiskeldisstefnu samtakanna og er aðildarsveitarfélögum veittur frestur til 13. apríl nk. til að skila inn umsögn um drögin.

13.Aldursdreifing hjá sveitarfélögunum árin 1998 og 2018

Málsnúmer 1804020Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um aldursdreifingu hjá sveitarfélögunum fyrir árin 1998 og 2018.

14.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 39. fundar yfirkjörstjórnar, 42. fundar markaðs- og menningarnefndar, 2. fundar stýrihóps um verkefnið Heilsueflandi samfélag og 53. fundar fræðslu- og frístundanefndar.

Fundi slitið - kl. 13:00.