Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

53. fundur 09. apríl 2018 kl. 16:30 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • María Lillý Jónsdóttir varamaður, D lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir varamaður, S lista
  • Rósa Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
S. Guðrún Hauksdóttir boðaði forföll. María Lillý Jónsdóttir sat fundinn í hennar stað.

Helga Hermannsdóttir boðaði forföll. Steinunn María Sveinsdóttir sat fundinn í hennar stað.

Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður stýrði fundi.

1.Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2018

Málsnúmer 1803067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir leikskólastjóri.

Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar lögð fram. Umbótaáætlunin er byggð á niðurstöðum og tillögum ytra mats sem gert var af Menntamálastofnun í september 2017. Umbótaáætlunin verður send til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

2.Skóladagatal 2018-2019

Málsnúmer 1804014Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Jónína Magnúsdóttir skólastjóri.

Lögð voru fram drög að skóladagatölum fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar og Leikskóla Fjallabyggðar.

Við yfirferð skóladagatals grunnskólans með skólaráði kom fram athugasemd skólaráðs um tímasetningu vetrarfrís 7.-8.mars sem er 5 vikum fyrir páska og skólaráð taldi að nýttist nemendum ekki sem skyldi. Hugmynd kom fram um að færa annan vetrarfrísdaginn til 16. nóvember og hinn til 8. febrúar. Með því móti fengju nemendur tvisvar sinnum 4 daga helgi.

Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu skóladagatals grunnskólans en kemur með þá tillögu að halda því vetrarfríi sem nú er inni á skóladagatali 7.-8. mars en bæta inn einum frídegi að hausti, 16. nóvember og hefja skólastarf einum degi fyrr haustið 2018. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn skólaráðs um tillöguna.

Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu skóladagatals leikskólans þar til að foreldraráð hefur fjallað um það.

3.Útskrift 10.bekkjar 2018

Málsnúmer 1804021Vakta málsnúmer

Komið hefur fram ósk frá fulltrúa foreldra nemenda í 10.bekk um að flýta útskrift þeirra í vor. Áætluð skólaslit eru 5. júní. Þrátt fyrir að útskrift nemenda í 10.bekk yrði flýtt yrðu skólaslit grunnskólans 5. júní eins og skóladagatal segir til um.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tilfærslu útskriftar fyrir sitt leyti og felur skólastjóra að kanna afstöðu foreldra útskriftarnema til málsins.

4.Niðurstaða menntamálaráðherra vegna samræmdra könnunarprófa í 9.bekk

Málsnúmer 1803044Vakta málsnúmer

Gallar komu upp í framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 9.bekk í mars s.l. sem urðu til þess að ekki tókst öllum nemendum að taka og ljúka prófi í íslensku og ensku. Í Grunnskóla Fjallabyggðar hafði þetta áhrif á nemendur, ekki náðu allir að taka próf í íslensku en allir komust inn í prófið í ensku en það tók langan tíma og olli truflunum hjá nemendum.

Mennta-og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að nemendum í 9.bekk gefist kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku.

Áhersla er lögð á sveigjanleika í tímsetningum og að skólar hafi val um hvort þeir leggi prófin fyrir í vor eða haust. Menntamálastofnun leggur til tvö tímabil fyrir endurtekningu prófa: 30.apríl - 11.maí og 10. - 15. september.

Menntamálastofnun mun innan tíðar senda skólum nánari upplýsingar um skráningar skóla á prófadaga. Velja þarf sama prófatímabil (vor eða haust) fyrir bæði prófin.

Skólastjóri upplýsir foreldra nemenda í 9. bekk um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 18:00.