Bæjarráð Fjallabyggðar

397. fundur 16. júní 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri tæknideildar

1.Flotbryggja á milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju

Málsnúmer 1501095Vakta málsnúmer

65. fundur hafnarstjórnar, 18. febrúar 2015, tók fyrir erindi Valgeirs T. Sigurðssonar og samþykkti setja flotbryggjueiningu milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju á Siglufirði, til reynslu sumarið 2015.

113. fundur bæjarstjórnar, 11. mars 2015, samþykkti að vísa þessu máli til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Erindi frestað.

2.Úttekt slökkviliða haust 2014 Fjallabyggð

Málsnúmer 1506033Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úttekt Mannvirkjastofnunar, dagsett 10. apríl 2015, á slökkviliði Fjallabyggðar sem fram fór 3. september 2014 og umsögn slökkviliðsstjóra við úttekt, dagsett 20. janúar 2015.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að slökkviliðsstjóri mæti á fund bæjarráðs til að ræða athugasemdir Mannvirkjastofnunar og úrbætur.

3.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1506028Vakta málsnúmer

Umfjöllun bæjarráðs um þennan dagskrárlið er skráð sem trúnaðarmál.

4.Skipurit

Málsnúmer 1412020Vakta málsnúmer

Tekin til umfjöllunar tillaga að skipuriti Fjallabyggðar og lagt fram kostnaðarmat á tillögunni.

Málið verður til frekari umræðu í bæjarráði.

5.Fólksflutningar í Hvanneyrarskál

Málsnúmer 1506040Vakta málsnúmer

167. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, 26. maí 2014 samþykkti leyfi til Hálendis Íslands ehf, til þess að fara um veginn ofan Siglufjarðar upp í Hvanneyrarskál og lagði áherslu á að ekki yrði farið í þessar ferðir nema í fullu samráði við þann framkvæmdaraðila sem vinnur að stoðvirkjagerð í Hafnarfjalli.

Fulltrúi Hálendis Íslands vill með tölvupósti, dagsettum 11. júní kanna hvort nokkuð sé í veginum varðandi þessar ferðir nú í sumar.

Bæjarráð telur að sömu áherslur eigi við varðandi þessar ferðir og í fyrra.

6.Beiðni um ársleyfi frá störfum - staða

Málsnúmer 1404067Vakta málsnúmer

Arnar Freyr Þrastarson er búinn að vera í ársleyfi frá störfum sem tæknifulltrúi Fjallabyggðar frá haustmánuðum 2014, í tengslum við mastersnám í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands.
Hann er búinn með eitt ár og á eitt ár eftir af náminu. Arnar sér ekki fram á að snúa aftur til starfa eftir að ársleyfinu lýkur og segir því upp störfum.

Bæjarráð þakkar Arnari samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram ósk um að fá heimild til þess að fastráða Írisi Stefánsdóttur, sem ráðin var tímabundið í starf tæknifulltrúa.

Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar.

7.Fossvegur 35 - lóðamál

Málsnúmer 1205035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúum að Fossvegi 35, Siglufirði, dagsett 8. júní 2015, varðandi grun um vatnsleka undan götukanti Hólavegar fram að og í gegnum lóð þeirra.

Deildarstjóri tæknideildar upplýsti bæjarráð um stöðu mála.
Þar kom m.a. fram að samið hefur verið við verkfræðistofuna Eflu í samráði við Ofanflóðasjóð til að rannsaka grunnvatnsstöðu og er sú vinna nú í gangi.

Bæjarráð felur deildarstjóra að upplýsa lóðarhafa um stöðu máls.

8.Framkvæmdaáætlun 2015

Málsnúmer 1506030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra um stöðu framkvæmda ársins.

9.Launayfirlit tímabils 2015

Málsnúmer 1504016Vakta málsnúmer

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til maí 2015.

Breyting á launaáætlun sem vísað var til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015, er ekki meðtalin í þessu yfirliti.

Niðurstaðan fyrir heildina er 391,1 m.kr. sem er 101,4% af áætlun tímabilsins sem var 385,9 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 13,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 8,3 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 5,2 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.

Bæjarráð leggur áherslu á og minnir deildarstjóra og forstöðumenn stofnana bæjarfélagsins á að halda sér innan launaáætlunar.

10.Slökkvilið - eiturefnabúningar

Málsnúmer 1506043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, Ámunda Gunnarssyni, dagsett 11. júní 2015, þar óskað er eftir heimild á fjárhagsáætlun til kaupa á eiturefnabúningum og hitaveituvæðingu slökkvistöðvar á Siglufirði, á móti auknum tekjum af þjónustu slökkviliðsins í tengslum við kvikmyndagerð og þvotta á veggöngum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að slökkviliðsstjóri mæti á fund bæjarráðs til að veita nánari upplýsingar um erindið.

11.Gróðursetning vegna kosningarafmælis Vigdísar Finnbogadóttur

Málsnúmer 1506021Vakta málsnúmer

Á 185. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 10. júní 2015, samþykkti nefndin staðsetningu þriggja trjáa sunnan við kirkjutröppur Siglufjarðarkirkju, sem fyrirhugað er að gróðursetja, í tilefni að 35 ár eru frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.
Ósk Skógræktarfélags Siglufjarðar, um aðkomu bæjarfélagsins að viðburðinum var vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir aðkomu bæjarfélagsins að viðburðinum og felur markaðs- og menningarfulltrúa umsjón verkefnisins.

12.Almenningssamgöngur milli byggðakjarna

Málsnúmer 1505058Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Brynhildi Reykjalín Vilhjálmsdóttur, dagsett 9. júní 2015, þar sem kvartað er yfir almenningssamgöngum milli byggðakjarnanna í Fjallabyggð, sérstaklega þegar skólar eru ekki starfandi.

Bæjarráð hefur samþykkt fjölgun ferða nú í sumar, samanber auglýsingu þar um, og mun skoða hvernig til hefur tekist nú í haust.

Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að svara erindinu.

13.Tilboð í skráningu hjá 1819.is

Málsnúmer 1506041Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð 1819.is, fyrirtækis á upplýsingasviði þar sem bæjarfélaginu er boðið að koma í viðskipti við fyrirtækið.

Bæjarráð samþykkir að fá umsögn deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.


14.Tjaldsvæðið í Ólafsfirði

Málsnúmer 1506035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bolla og bedda ehf, sent í tölvupósti 8. júní 2015, þar sem m.a. er farið á leit við bæjaryfirvöld að setja upp upplýsingaskilti við tjaldsvæðið í Ólafsfirði til útskýringar vegna yfirstandandi framkvæmda.

Samkvæmt upplýsingum deildarstjóra tæknideildar hefur verið brugðist við erindinu.

15.Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ - 23. september 2015

Málsnúmer 1506042Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 23. september n.k. í Reykjavík.
Kjörinn fulltrúi Fjallabyggðar er Magnús S. Jónasson og til vara Steinunn María Sveinsdóttir.

16.Selvíkurnef - Verkefni við vita

Málsnúmer 1506044Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Selvíkur ehf, dagsett 5. júní 2015, þar sem óskað er eftir viðræðum við hafnarstjórn um að efla svæðið í kringum Selvíkurvitann og upp í Kálsdal með afþreyingu fyrir ferðamenn í huga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við Selvík ehf.

17.Snjóflóðavarnir Siglufirði - Stoðvirki 3. áfangi

Málsnúmer 1407070Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem upplýst er að ÍAV hefur kært ákvörðun Framkv.sýslu ríkisins f.h. Fjallabyggðar í útboði 15849 - Snjóflóðavarnir Siglufirði N Fífladalir.

FSR mun taka til varna f.h. verkaupa, Fjallabyggðar.

18.19. júní - 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 1506032Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá starfsmannafélagi Fjallabyggðar þar sem sveitarfélagið er hvatt til þess að gefa starfsmönnum frí eftir hádegi föstudaginn 19. júní næstkomandi.

Bæjarráð hafnar erindinu.

19.Öryggi á hafnarsvæðum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1506050Vakta málsnúmer

Rædd voru öryggismál á hafnarsvæðum Fjallabyggðar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta vinna úttekt á öryggi á hafnarsvæðum Fjallabyggðar.

20.Fundagerðir stjórnar Róta bs. - 2015

Málsnúmer 1502110Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Róta frá 28. maí og 8. júní s.l. lagðar fram til kynningar.

21.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015

Málsnúmer 1506003FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.