Gróðursetning vegna kosningarafmælis Vigdísar Finnbogadóttur

Málsnúmer 1506021

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10.06.2015

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið sjái um framkvæmd á gróðursetningu og staðsetningu þriggja trjáa af stofni Emblubirkis, laugardaginn 27.júní nk. Skógræktarfélag Íslands sér um að útvega trjáplönturnar. Lagðar eru til þrjár staðsetningar.

Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir að tréin verði gróðursett sunnan við kirkjutröppurnar. Ósk Skógræktarfélags Siglufjarðar um aðkomu sveitarfélagins að viðburðinum er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

Á 185. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 10. júní 2015, samþykkti nefndin staðsetningu þriggja trjáa sunnan við kirkjutröppur Siglufjarðarkirkju, sem fyrirhugað er að gróðursetja, í tilefni að 35 ár eru frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.
Ósk Skógræktarfélags Siglufjarðar, um aðkomu bæjarfélagsins að viðburðinum var vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir aðkomu bæjarfélagsins að viðburðinum og felur markaðs- og menningarfulltrúa umsjón verkefnisins.