Slökkvilið - eiturefnabúningar

Málsnúmer 1506043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, Ámunda Gunnarssyni, dagsett 11. júní 2015, þar óskað er eftir heimild á fjárhagsáætlun til kaupa á eiturefnabúningum og hitaveituvæðingu slökkvistöðvar á Siglufirði, á móti auknum tekjum af þjónustu slökkviliðsins í tengslum við kvikmyndagerð og þvotta á veggöngum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að slökkviliðsstjóri mæti á fund bæjarráðs til að veita nánari upplýsingar um erindið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 401. fundur - 14.07.2015

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar, Ámundi Gunnarsson sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.

Á 397. fundi bæjarráðs, 16. júní 2015, var tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, Ámunda Gunnarssyni, dagsett 11. júní 2015, þar sem óskað var eftir heimild á fjárhagsáætlun til kaupa á eiturefnabúningum og hitaveituvæðingu slökkvistöðvar á Siglufirði, á móti auknum tekjum af þjónustu slökkviliðsins í tengslum við kvikmyndagerð og þvotta á veggöngum.

Bæjarráð samþykkti að óska eftir því að slökkviliðsstjóri mætti á fund bæjarráðs til að veita nánari upplýsingar um erindið.

Bæjarráð samþykkir umbeðna ósk og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.