Snjóflóðavarnir Siglufirði - Stoðvirki 3. áfangi

Málsnúmer 1407070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 05.08.2014

Lögð fram framvinduskýrsla fyrir snjóflóðavarnir á Siglufirði en um er að ræða 2. áfanga verksins.

Tilboð í framleiðslu stoðvirkja voru opnuð 5. febrúar 2013 og tilboð í uppsetningu stoðvirkja voru opnuð 16. apríl 2013.

Bæjarráð leggur áherslu á að framkvæmdum við 3. áfanga verði framhaldið og að áfanginn verði boðinn út í vetur.

Bæjarráð felur því bæjarstjóra að rita stjórn Ofanflóðasjóðs bréf þar sem lögð er áhersla á að framkvæmdum verði framhaldið eins og gert var ráð fyrir í upphafi þegar í framkvæmdirnar var ráðist til að tryggja öryggi bæjarbúa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30.09.2014

Lagt fram til kynningar, bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dagsett 15. september 2014, er varðar 3. áfanga framkvæmda við upptökustoðvirki á vegum Ofanflóðanefndar á Siglufirði.
Þar kemur fram að Ofanflóðanefnd er samþykk því að ráðast í 3. áfanga með fyrirvara um nægar fjárheimildir á fjárlögum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 394. fundur - 26.05.2015

Lagt fram erindi frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 18. maí 2015, er varðar tilboð í uppsetningu stoðvirkja vegna snjóflóðavarna í Fífladölum í Siglufirði.

Tvö tilboð bárust frá Köfunarþjónustunni ehf og Íslenskum aðalverktökum hf.

Framkvæmdasýsla ríkisins mælir með því að tilboði Köfunarþjónustunnar ehf í verkið, verði tekið.
Það var 69,91% af kostnaðaráætlun, sem var kr. 827.940.653.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að töku tilboðs Köfunarþjónustunnar ehf í verkið verði tekið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

Lögð fram tilkynning frá Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem upplýst er að ÍAV hefur kært ákvörðun Framkv.sýslu ríkisins f.h. Fjallabyggðar í útboði 15849 - Snjóflóðavarnir Siglufirði N Fífladalir.

FSR mun taka til varna f.h. verkaupa, Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 399. fundur - 29.06.2015

Lögð fram til kynningar ákvörðun kærunefndar útboðsmála, 22. júní 2015, í máli Íslenskra aðalverktaka hf. gegn Framkvæmdasýslu ríkisins, Fjallabyggð og Köfunarþjónustunni ehf.

Ákvörðunarorð eru, að aflétt er stöðvun samningsgerðar varnaraðila, Framkvæmdasýslu ríkisins og Fjallabyggðar, við Köfunarþjónustuna ehf. á grundvelli útboðs nr. 15849 "Snjóflóðavarnir Siglufirði, N-Fífladalir. Uppsetning stoðvirkja".

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við niðurstöðu Kærunefndar útboðsmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 03.11.2015

Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur milli Fjallabyggðar og Köfunarþjónustunnar ehf, vegna uppsetningar á stoðvirkjum í Fífladölum ofan byggðar á Siglufirði á tímabilinu ágúst 2015 til september 2018.