Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015

Málsnúmer 1506003F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 117. fundur - 18.06.2015

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Guðmundur Skarphéðinsson vék af fundi undir þessum lið.

    Lagt fram erindi íbúa við Hafnartún 18-24 þar sem skorað er á sveitarfélagið að fara í viðgerðir á götunni hið fyrsta.

    Þjónustumiðstöð verður falið að yfirfara og lagfæra það sem hægt er á þessu stigi málsins, en ekki er hægt að lofa yfirlögn strax. Tæknideild hefur áform um að vera búin að koma öllum götum í sveitarfélaginu í viðunandi ástand á næstu fimm árum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Ástand húss við Hverfisgötu 17 hefur um langt skeið verið óviðunandi. Tæknideild er falið að senda eiganda úrbótabréf þar sem hann er hvattur til að gera nauðsynlegar úrbætur á fasteign sinni innan ákveðins tíma ella muni verða lagðar dagsektir á viðkomandi skv. gr. 2.9.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram erindi frá Norlandia, dagsett 24. maí 2015, þar sem óskað er eftir því að fá að byggja við Múlaveg 3 Ólafsfirði.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir fullgerðum teikningum af fyrirhuguðum framkvæmdum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram erindi eigenda að Laugarvegi 28, þar sem óskað er eftir leyfi til að saga hurðargat fyrir svalahurð á neðri hæð.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 8. október 2014 var erindi Guðrúnar Gunnarsdóttur vegna umsóknar um byggingarleyfi í Gunnarsholti Ólafsfirði, frestað. Byggingarfulltrúa var falið að kanna hvort möguleiki væri að ná sáttum milli umsækjanda og eiganda aðliggjandi jarðar.

    Lögð fram yfirlýsing vegna sáttar sem hefur náðst á milli hlutaðeigenda. Umsókn um byggingarleyfi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Á 183.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að grenndarkynna húseiganda að Suðurgötur 47a fyrirhugaðar svalir við Suðurgötu 47b skv. 1.mgr. 44.gr skipulagslaga.

    Athugasemd barst f.h. Vilborgar Jónsdóttur Suðurgötu 47 þar sem framkvæmdinni er mótmælt m.t.t. nálægðar, skerðingar á útsýni og síðast en ekki síst ónæðis vegna notkunar á svölunum. Er m.a. bent á að húsið sé leigt út og því megi reikna með meira ónæði en í hefðbundinni íbúð. Þá telur athugasemdaaðili að svalirnar kunni að rýra verðmæti eignar hennar. Tekið er undir með athugasemdaaðila að vegna hinnar miklu nálægðar felist umtalsverð breyting í byggingu svala á umræddum stað. Um er að ræða töluvert stórar svalir þó yfirlýstur tilgangur með byggingu þeirra sé að tryggja flóttaleið og björgun við eldsvoða. Afgreiðslu málsins er frestað og umsækjanda gefinn kostur á að leita sátta við athugasemdaaðila um byggingu minni svala m.t.t. yfirlýsts tilgangs með byggingu þeirra. Er umsækjanda veittur frestur til 15.júlí nk. til þess. Berist ekki frekari gögn eða erindi frá umsækjanda innan þess tíma verður erindið á ný tekið fyrir og afgreitt á grundvelli fyrirliggjandi gagna og athugasemda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Sirkus Íslands sækir um afnot af landi sem tilheyrir Fjallabyggð til að reisa þar sirkustjald sitt á Síldarævintýrinu. Svæðið sem um ræðir er við norðausturhluta malarvallarins við Túngötu og Þormóðsgötu.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið sjái um framkvæmd á gróðursetningu og staðsetningu þriggja trjáa af stofni Emblubirkis, laugardaginn 27.júní nk. Skógræktarfélag Íslands sér um að útvega trjáplönturnar. Lagðar eru til þrjár staðsetningar.

    Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir að tréin verði gróðursett sunnan við kirkjutröppurnar. Ósk Skógræktarfélags Siglufjarðar um aðkomu sveitarfélagins að viðburðinum er vísað til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagður fram endurnýjaður lóðarleigusamningur fyrir eigendur að Lækjargötu 13 þar sem lóðarmörkum hefur verið breytt í samræmi við notkun.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lögð fram lóðarmarkayfirlýsing og lóðarblað vegna Kirkjuvegar 12 þar sem lóðarmörk hafa verið lagfærð í samræmi við nærliggjandi lóðir.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lögð fram lóðarmarkayfirlýsing og lóðarblað vegna Kirkjuvegar 14 þar sem lóðarmörk hafa verið lagfærð í samræmi við nærliggjandi lóðir.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagður fram lóðarleigusamningur og lóðarblað fyrir Strandgötu 17.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lögð fram tillaga að rútustæðum og frágangi í kringum þau við Hótel Sigló.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram bréf markaðs- og menningarfulltrúa þar sem óskað er eftir að setja niður vegvísi á horn Aðalgötu og Ólafsvegar. Vegvísirinn myndi vísa á upplýsingamiðstöðina, íþróttamiðstöðina, tjaldsvæðið, Náttúrugripasafnið og jafnvel höfnina.

    Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Tæknideild óskar eftir heimild nefndarinnar til að fjarlægja runna á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði vegna framkvæmda sem þar er í gangi. Tæknideild mun í framhaldi hanna ný skjólbelti á tjaldsvæðinu.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun þar sem vakin er athygli á því að þann 1.júní tóku gildi þau ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka laganna. Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram til kynningar bréf og kynningarbæklingur um starfsemi ARKÍS arkitekta. Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisstofnun þar sem fram kemur að Primex ehf. hefur verið veitt starfsleyfi til að hreinsa kítín (skel) úr aukaafurðum úr rækjuvinnslu og auk þess er heimilt að framleiða kítósan úr kítíninu. Einnig lagt fram afrit af starfsleyfi fyrir Primex ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Bókun fundar Bæjarstjórn óskar að niðurstöðutölur í rekstraryfirliti séu bókaðar í fundargerð.
    Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.