Beiðni um ársleyfi frá störfum

Málsnúmer 1404067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10.06.2014

Arnar Freyr Þrastarson óskar eftir launalausu ársleyfi sem tæknifulltrúi Fjallabyggðar frá og með næsta hausti.

Bæjarráð samþykkir fram komna ósk og felur deildarstjóra tæknideildar að undirbúa auglýsingu um tímabundna ráðningu eða kaup á þjónustu þar til tæknifulltrúi kemur aftur til starfa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

Arnar Freyr Þrastarson er búinn að vera í ársleyfi frá störfum sem tæknifulltrúi Fjallabyggðar frá haustmánuðum 2014, í tengslum við mastersnám í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands.
Hann er búinn með eitt ár og á eitt ár eftir af náminu. Arnar sér ekki fram á að snúa aftur til starfa eftir að ársleyfinu lýkur og segir því upp störfum.

Bæjarráð þakkar Arnari samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram ósk um að fá heimild til þess að fastráða Írisi Stefánsdóttur, sem ráðin var tímabundið í starf tæknifulltrúa.

Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar.