Úttekt slökkviliða haust 2014 Fjallabyggð

Málsnúmer 1506033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

Lögð fram til kynningar úttekt Mannvirkjastofnunar, dagsett 10. apríl 2015, á slökkviliði Fjallabyggðar sem fram fór 3. september 2014 og umsögn slökkviliðsstjóra við úttekt, dagsett 20. janúar 2015.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að slökkviliðsstjóri mæti á fund bæjarráðs til að ræða athugasemdir Mannvirkjastofnunar og úrbætur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 401. fundur - 14.07.2015

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar, Ámundi Gunnarsson sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.

Tekin til umfjöllunar úttekt Mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Fjallabyggðar varðandi kröfur sem gerðar eru til slökkviliða og eldvarnareftirlits og þær úrbætur sem lagt er til að gera.