Flotbryggja á milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju

Málsnúmer 1501095

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18.02.2015

Í erindi Valgeirs T. Sigurðssonar dagsettu 27. janúar 2015, er óskað eftir því að sett verði varanleg flotbryggja milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju á Siglufirði, sem nota megi sem viðlegu fyrir sjóflugvélar í tengslum við útsýnisferðir frá Akureyri til Siglufjarðar.

Hafnarstjórn samþykkir að setja 8 metra einingu á ofangreindan stað til reynslu sumarið 2015 og óskar eftir tillögu um gjaldtöku vegna viðlegu frá yfirhafnarverði og hafnarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17.03.2015

Bæjarráð samþykkir að fresta þessum dagskrárlið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

65. fundur hafnarstjórnar, 18. febrúar 2015, tók fyrir erindi Valgeirs T. Sigurðssonar og samþykkti setja flotbryggjueiningu milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju á Siglufirði, til reynslu sumarið 2015.

113. fundur bæjarstjórnar, 11. mars 2015, samþykkti að vísa þessu máli til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Erindi frestað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 398. fundur - 23.06.2015

65. fundur hafnarstjórnar, 18. febrúar 2015, tók fyrir erindi Valgeirs T. Sigurðssonar og samþykkti að setja flotbryggjueiningu milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju á Siglufirði, til reynslu sumarið 2015.

113. fundur bæjarstjórnar, 11. mars 2015, samþykkti að vísa þessu máli til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð að kostnaður við verkefnið væri í kringum kr. 300 þúsund.

Öryggismál á hafnarsvæðinu voru tekin til umræðu.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu aftur til hafnarstjórnar og endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
Áhersla er lögð á að öryggismál og staðsetning sé fullnægjandi.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30.06.2015

Á 398. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa málinu aftur til hafnarstjórnar með áherslu á að öryggismál og staðsetning sé fullnægjandi.

Hafnarstjórn ítrekar fyrri bókun, að setja flotbryggjuna til reynslu sumarið 2015.
Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Á 65. fundi hafnarstjórar var samþykkt í tengslum við erindi Valgeirs T. Sigurðssonar, að setja til reynslu sumarið 2015, flotbryggju milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju á Siglufirði, sem nota megi sem viðlegu fyrir sjóflugvélar í tengslum við útsýnisferðir frá Akureyri til Siglufjarðar.

Á 111. fundi bæjarstjórnar, 13. mars 2015, var samþykkt að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Á 398. fundi bæjarráðs, 23. júní 2015, var samþykkt að vísa málinu aftur til hafnarstjórnar með áherslu á að öryggismál og staðsetning væri fullnægjandi.

Á 70. fundi hafnarstjórnar, 30. júní 2015, ítrekaði hafnarstjórn fyrri bókun, um að setja flotbryggjuna til reynslu sumarið 2015.

Bæjarráð samþykkir að setja flotbryggjuna til reynslu sumarið 2015, með áherslu á að öryggismál og staðsetning sé fullnægjandi.