Skipurit

Málsnúmer 1412020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11.12.2014

Lögð fram og rædd tillaga að breyttu skipuriti fyrir Fjallabyggð.
Einnig drög að starfslýsingum og minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11.06.2015

Bæjarstjóri lagði fram og kynnti hugmynd að breyttu skipuriti Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

Tekin til umfjöllunar tillaga að skipuriti Fjallabyggðar og lagt fram kostnaðarmat á tillögunni.

Málið verður til frekari umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 398. fundur - 23.06.2015

Undir þessum dagskrárlið viku Helga Helgadóttir og Ólafur Þór Ólafsson af fundi.
S. Guðrún Hauksdóttir tók sæti Helgu Helgadóttur.

Tekin til umfjöllunar tillaga að skipuriti Fjallabyggðar.

Málið verður til frekari umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 399. fundur - 29.06.2015

Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 405. fundur - 18.08.2015

Vísað til umsagnar
Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S.Guðrún Hauksdóttir.
Einnig vék Kristinn J Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi af fundi undir þessum dagskrárlið.
Fyrirhugaðar skipuritsbreytingar teknar til umræðu. Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um launakostnað sveitarfélagins og samanburðartölur. Umsögn liggi fyrir bæjarráðsfundi 1.september n.k.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 03.09.2015

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

Fyrirhugaðar skipuritsbreytingar teknar til umræðu.

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti umsögn um launakostnað og samanburðartölur og vék síðan af fundi undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 408. fundur - 08.09.2015

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

Fyrirhugaðar skipuritsbreytingar teknar til umræðu.

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti samanburðartölur og vék síðan af fundi undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 409. fundur - 22.09.2015

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

Fyrirhugaðar skipuritsbreytingar teknar til umræðu.

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti samanburðartölur og vék síðan af fundi undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að skipulagsbreytingum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 30.09.2015

Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir tillögu að skipulagsbreytingum á stjórnsýslu Fjallabyggðar.

Samþykkt var einróma í bæjarráði Fjallabyggðar að vísa eftirfarandi tillögu að breytingum til bæjarstjórnar:

Í stað þriggja deilda verði deildirnar fjórar:

a.
Stjórnsýslu- og fjármáladeild
b.
Tæknideild
c.
Félagsmáladeild
d.
Fræðslu-, frístunda- og menningardeild

Ráðinn verði nýr deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningardeildar.
Á milli umræðna í bæjarstjórn verði útfærð ný erindisbréf og starfslýsingar.

Áætlaður kostnaður við nýja stöðu deildarstjóra verður 11,7 milljónir á ársgrundvelli. Á móti þeim kostnaði kemur til lægri launakostnaður vegna minnkaðs starfshlutfalls á bæjarskrifstofu sem nemur um 5,5 milljónum á ári.
Staðan verði auglýst og yrði auglýsingin birt 15. október n.k.
Umsóknarfrestur yrði til 1. nóvember 2015 og gert er ráð fyrir að nýr deildarstjóri taki til starfa eigi síðar en um áramót.

Tillaga samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og jafnframt vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 06.10.2015

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála vék einnig af fundi undir þessum dagskrárlið.

119. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 30. september 2015, tók til umfjöllunar tillögu að skipulagsbreytingum á stjórnsýslu Fjallabyggðar.

Í tillögu kom fram að í stað þriggja deilda verði deildirnar fjórar:

a. Stjórnsýslu- og fjármáladeild
b. Tæknideild
c. Félagsmáladeild
d. Fræðslu-, frístunda- og menningardeild

Ráðinn verði nýr deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningardeildar.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að gera drög að starfslýsingu nýs deildarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13.10.2015

Lögð fram drög að starfslýsingum og atvinnuauglýsingu vegna deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 15.10.2015

Tekin til síðari umræðu tillaga að skipulagsbreytingum á stjórnsýslu Fjallabyggðar.

Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir tillögunni.

Í stað þriggja deilda verði deildirnar fjórar:

a. Stjórnsýslu- og fjármáladeild
b. Tæknideild
c. Félagsmáladeild
d. Fræðslu-, frístunda- og menningardeild

Ráðinn verði nýr deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningardeildar.

Einnig er lögð til breyting á starfslýsingum annarra deildarstjóra bæjarfélagsins.

Staðan verður auglýst hið fyrsta og umsóknarfrestur gefinn til 2. nóvember 2015.
Reiknað er með að nýr deildarstjóri taki til starfa sem fyrst.

Breytt skipurit tekur gildi þegar nýr deildarstjóri tekur til starfa.

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu með 7 samhljóða atkvæðum.