Selvíkurnef - Verkefni við vita

Málsnúmer 1506044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

Tekið fyrir erindi Selvíkur ehf, dagsett 5. júní 2015, þar sem óskað er eftir viðræðum við hafnarstjórn um að efla svæðið í kringum Selvíkurvitann og upp í Kálsdal með afþreyingu fyrir ferðamenn í huga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við Selvík ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 514. fundur - 15.08.2017

Lagt fram erindi frá Róberti Guðfinnssyni, dags. 6. ágúst sl., þar sem óskað er eftir afstöðu bæjaryfirvalda og hafnarstjórnar til þess að taka upp viðræður við Selvík ehf. um endurbætur á vitahúsinu í Selvík.

Bæjarráð óskar eftir því við Róbert að hann mæti á fund bæjarráðs og fari yfir málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 516. fundur - 29.08.2017

Róbert Guðfinnsson mætti á fundinn og kynnti hugmyndir Selvíkur hf. um endurbætur á Selvíkurvitanum og notkunarmöguleikum.