Fólksflutningar í Hvanneyrarskál

Málsnúmer 1506040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

167. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, 26. maí 2014 samþykkti leyfi til Hálendis Íslands ehf, til þess að fara um veginn ofan Siglufjarðar upp í Hvanneyrarskál og lagði áherslu á að ekki yrði farið í þessar ferðir nema í fullu samráði við þann framkvæmdaraðila sem vinnur að stoðvirkjagerð í Hafnarfjalli.

Fulltrúi Hálendis Íslands vill með tölvupósti, dagsettum 11. júní kanna hvort nokkuð sé í veginum varðandi þessar ferðir nú í sumar.

Bæjarráð telur að sömu áherslur eigi við varðandi þessar ferðir og í fyrra.