Almenningssamgöngur milli byggðakjarna að sumri til

Málsnúmer 1505058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 394. fundur - 26.05.2015

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um almenningssamgöngur milli byggðakjarna.

Á milli byggðakjarna er Fjallabyggð með skóla- og frístundaakstur í boði fyrir nemendur og starfsmenn grunnskóla. Almenningur getur einnig nýtt sér þessar ferðir. Yfir sumartímann falla skólaferðirnar niður, en frístundaakstur er aðlagaður að starfi KF yfir sumartímann og þá yfirleitt eftir hádegi.

Bæjarráð samþykkir að vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að sumarið 2015 verði boðið upp morgun- og síðdegisferð.
Áætlaður viðbótarkostnaður er 1,3 millj.

Bæjarráð leggur til að verð á einstaka ferð fyrir 6 ára og eldri sé kr. 400 eða einn miði.

10 miða kort kosti kr. 3.500
20 miða kort kosti kr. 7.000
30 miða kort kosti kr. 10.000

Mikilvægt er að notkun verði mæld á tímabilinu og fyrirkomulag og áætlun endurskoðuð eftir þörfum.

Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að sjá um verkefnið og kynningu á því.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

Tekið fyrir erindi frá Brynhildi Reykjalín Vilhjálmsdóttur, dagsett 9. júní 2015, þar sem kvartað er yfir almenningssamgöngum milli byggðakjarnanna í Fjallabyggð, sérstaklega þegar skólar eru ekki starfandi.

Bæjarráð hefur samþykkt fjölgun ferða nú í sumar, samanber auglýsingu þar um, og mun skoða hvernig til hefur tekist nú í haust.

Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að svara erindinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 398. fundur - 23.06.2015

Tekin til umræðu skipulag almenningssamganga milli byggðakjarna, sérstaklega 16:10 ferðina og tímalengd hennar vegna tengsla við frístundastarf.

Bæjarráð telur ekki ástæðu til að breyta fyrirkomulagi 16:10 ferðar að svo stöddu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 406. fundur - 25.08.2015

Talið var innstig í almenningssamgöngum Fjallabyggðar á tímabilinu 15.06 - 21.08 2015. Heildarfjöldi farþega er 1.543 þar af farþegar á vegum KF 1.416.

Lagt fram til kynningar og málinu frestað þar til frekari talningar hafa farið fram.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 10. fundur - 09.12.2015

Ungmennráð mælist að fjölga ferðum á milli byggðakjarna með minni bíl og einnig verði hugað að ferðum um helgar.
Einnig mælist ungmennaráð til að mokað verði frá biðskýlum svo að hægt sé að fara inn í þau.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 05.01.2016

10. fundur ungmennaráðs, 9. desember 2015, mæltist til þess að fjölgað væri ferðum á milli byggðakjarna með minni bíl og einnig yrði hugað að ferðum um helgar.
Einnig mælist ungmennaráð til að mokað yrði frá biðskýlum svo að hægt sé að fara inn í þau.

Bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.

Varðandi biðskýli þá er samkvæmt upplýsingum deildarstjóra tæknideildar, búið að árétta verklag um mokstur frá biðskýlum.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að kanna með möguleika á betri nýtingu á ferðum milli byggðakjarna, m.a. með tilliti til tímasetninga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 01.06.2016

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 25. maí 2016, um nýtingu ferða milli byggðakjarna í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir að fargjald verði ekki rukkað vegna rútuferða á vegum bæjarfélagsins milli byggðakjarna.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að leggja fyrir bæjarráð í haust tillögu að betri nýtingu á ferðum milli bæjarkjarna m.a. með tilliti til tímasetninga.