Fossvegur 35 - lóðamál

Málsnúmer 1205035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 136. fundur - 18.05.2012

Steingrímur J. Garðarsson og Annar M. Jónsdóttir eigendur að Fossvegi 35 ásamt eigendum Fossvegar 33, óska eftir aðstoð sveitarfélagsins vegna vatnsaga í lóðum þeirra í bakkanum neðan við Hólaveg.

 

Þar sem nefndin telur að vatnsagin gæti orsakast af byggingu snjóflóðavarnargarða er tæknideild falið að fá óháðan aðila í samráði við Ofanflóðasjóð til að skoða málið.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30.05.2013

Borist hefur erindi frá húseigendum Fossvegar 35 á Siglufirði þar sem þau lýsa áhyggjum sínum og húseigenda Fossvegar 33 af vatnsaga sem kemur undan götukanti Hólavegar. Vatnið rennur niður í garðana á Fossvegi 33 og 35 á um 20 metra svæði og hefur aukist með tilkomu snjóflóðavarnargarðanna.

 

Nefndin vísar erindinu til ofanflóðasjóðs og óskar eftir að fá óháðan aðila til að skoða málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

Tekið fyrir erindi frá íbúum að Fossvegi 35, Siglufirði, dagsett 8. júní 2015, varðandi grun um vatnsleka undan götukanti Hólavegar fram að og í gegnum lóð þeirra.

Deildarstjóri tæknideildar upplýsti bæjarráð um stöðu mála.
Þar kom m.a. fram að samið hefur verið við verkfræðistofuna Eflu í samráði við Ofanflóðasjóð til að rannsaka grunnvatnsstöðu og er sú vinna nú í gangi.

Bæjarráð felur deildarstjóra að upplýsa lóðarhafa um stöðu máls.