Launayfirlit tímabils 2015

Málsnúmer 1504016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 388. fundur - 14.04.2015

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til mars 2015.

Niðurstaðan fyrir heildina er 226,7 m.kr. sem er 100,5% af áætlun tímabilsins sem var 225,6 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 6,7 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 7,8 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 1,1 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21.05.2015

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til apríl 2015.

Niðurstaðan fyrir heildina er 308,9 m.kr. sem er 102,6% af áætlun tímabilsins sem var 301,1 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 13,3 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 5,4 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 7,9 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.

Bæjarráð óskar eftir því að deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála leggi fyrir næsta fund bæjarráðs tillögu að breytingu á launaáætlun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 394. fundur - 26.05.2015

Í tengslum við mánaðarlega yfirferð launa í bæjarráði, samþykkti 393. fundur bæjarráðs, 21. maí 2015, að óska eftir því að deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála legði fyrir bæjarráð, tillögu að breytingu á launaáætlun.

Lögð fram tillaga að breytingu á launaáætlun fyrir liðveislu fatlaðra, leikskóla, tónskóla og félagsmiðstöð samtals að upphæð 16,2 millj.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til maí 2015.

Breyting á launaáætlun sem vísað var til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015, er ekki meðtalin í þessu yfirliti.

Niðurstaðan fyrir heildina er 391,1 m.kr. sem er 101,4% af áætlun tímabilsins sem var 385,9 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 13,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 8,3 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 5,2 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.

Bæjarráð leggur áherslu á og minnir deildarstjóra og forstöðumenn stofnana bæjarfélagsins á að halda sér innan launaáætlunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til ágúst 2015.

Breyting á launaáætlun vegna starfsmatsbreytinga að upphæð 13,7 millj. sem vísað var til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015, er meðtalin í þessu yfirliti.

Niðurstaðan fyrir heildina er 672,9 m.kr. sem er 97,9% af áætlun tímabilsins sem var 687,2 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 7,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 21,7 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 14,2 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13.10.2015

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til september 2015.

Breyting á launaáætlun vegna starfsmatsbreytinga að upphæð 13,7 millj. sem vísað var til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015, er meðtalin í þessu yfirliti.

Niðurstaðan fyrir heildina er 749,1 m.kr. sem er 97,2% af áætlun tímabilsins sem var 770,3 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 7,3 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 28,5 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 21,2 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 09.11.2015

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til október 2015.

Niðurstaðan fyrir heildina er 827,9 m.kr. sem er 95,9% af áætlun tímabilsins sem var 863,5 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 8,7 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 44,4 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 35,6 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15.12.2015

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til nóvember 2015.

Niðurstaðan fyrir heildina er 919,6 m.kr. sem er 97,3% af áætlun tímabilsins sem var 945,1 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 11,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 37,0 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 25,5 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

Ræddar voru þær kjarasamningsbreytingar sem falla til í desember.

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu bæjarstjóra um að nefndarlaun verði hækkuð frá 1. maí 2015 um 8% í samræmi við þær breytingar á launum sem samþykktar hafa verið milli kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga og stéttarfélaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19.01.2016

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til desember 2015.

Niðurstaðan fyrir heildina er 1.041,1 m.kr. sem er 99,1% af áætlun tímabilsins sem var 1.050,3 m.kr.
Upphafsáætlun ársins var 1.013,1 m. kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 27,9 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 37,2 m.kr.
Nettóniðurstaða er því 9,3 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lokið við gerð kjarasamninga við meirihluta stéttarfélaga starfsmanna sveitarfélaga.
Ósamið er við nokkur stéttarfélög m.a. BHM félög, slökkviliðsmenn, sjúkraliða og tónskólakennara.

Samhliða launayfirliti tímabils, voru lagðar fram tölulegar upplýsingar launadeildar fyrir 2015.

Þar kemur m.a. fram að :
Útgefnir launamiðar eru 373
Konur

220

59%
Karlar

153

41%

Aldursskipting starfsmanna 2015
18 ára og yngri, 40 11%
19-30 ára, 89 24%
31-40 ára, 53 14%
41-60 ára, 155 42%
61 ára og eldri, 56 15%






Heildarlaun starfsmanna 2015
lægri en 2,4 millj., 234 63%
frá 2,4 millj. til 4,8 millj., 68 18%
yfir 4,8 millj., 71 19%