Bæjarráð Fjallabyggðar

830. fundur 17. maí 2024 kl. 10:00 - 11:02 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Vatnsveita í Brimnesdal

Málsnúmer 2404005Vakta málsnúmer

Á 826. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað:
"Deildarstjóra tæknideildar falið að hefja undirbúning á vatnstöku í Brimnesá. Nýtt inntaksmannvirki skal geta veitt vatni inn á miðlunartank sveitafélagsins og þannig aukið til muna almenna afkastagetu til sveiflujöfnunar sem og til slökkvistarfs. Inntakið á einnig að geta tengst veitu til stórnotenda. Inntakið skal útbúið með þeim hætti að líkur á lit og óhreinindum í vatni séu lágmarkaðar með viðunandi síun, líkt og gert er í Hólsdal. Frumdrög að lausn óskast kynnt í bæjarráði innan þriggja vikna."

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað Eflu verkfræðistofu vegna aukinnar vatnsöflunar frá Brimnesdal.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að hefja og klára forhönnun á nýrri lögn meðfram Aðalgötu og niður að hafnarsvæði og sem og endurbætur á vatnstöku Múlalindar. Tæknideild ber að tryggja samlegðaráhrif af öðrum fyrirhuguðum gatnaframkvæmdum. Ekki er hægt að klára hönnun á nýju inntaki í Brimnesá fyrr en farvegurinn er orðinn snjólaus, en nákvæm staðsetning á vatnsinntaki er nauðsynleg til að ákvarða útfærslu á tengingu við bæjarkerfið. Halda þarf áfram vinnu við að tryggja aðgengi að varavatnsbóli utan Brimnesdals.

2.Staða framkvæmda og viðhalds 2024

Málsnúmer 2405034Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram og fór yfir bókfærða stöðu áfallins viðhaldskostnaðar á árinu ásamt stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir yfirferð á framkvæmdum og viðhaldi.

3.Sundlaug Ólafsfirði,framkvæmdir á útisvæði.

Málsnúmer 2201057Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna verkefnisins og setja verkefnið á fjárfestingaráætlun ársins.

Búið er að endurnýja flísar á heitum pottum og fosslaug á útisvæði sundlaugarinnar á Ólafsfirði. Þegar það var gert voru einnig keyptar flísar til þess að endurnýja flísalögn á lendingarlaugum fyrir rennibrautir. Nú liggur fyrir að klára þarf verkefnið og flísaleggja lendingarlaugarnar.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til skriflegrar verðkönnunar. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra að útisvæði sundlaugarinnar verði fullklárað í þessum framkvæmdum.

4.Snjómokstur 2023 og 2024

Málsnúmer 2404081Vakta málsnúmer

Á 829. fundi bæjarráðs var farið yfir kostnað vegna snjómoksturs það sem af er vetri, samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Eftirfarandi var bókað:
"Afgreiðslu frestað. Bæjarstjóra falið að taka saman minnisblað í samræmi við umræður á fundinum."

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi samantekt bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblað um snjómokstur. Bæjarráð óskar eftir í ljósi þess að Smárinn ehf. er ekki lengur starfandi sem verktakafyrirtæki að viðauki verði gerður við Smárann verktaka ehf. þar sem fyrirtækið lýsi því yfir að fyrirtækið taki yfir samningsskyldur hins fyrrnefnda.

5.Þjónusta iðnaðarmanna, tímavinna

Málsnúmer 2405036Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út tímavinnu iðnaðarmanna í Fjallabyggð. Tímavinnan á við um tilfallandi verkefni sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum vegna útboðs og verðkannana samkvæmt innkaupareglum Fjallabyggðar. Um er að ræða fimm aðskilin útboð fyrir eftirfarandi iðngreinar:
Trésmíðavinnu, rafvirkjavinnu, pípulagningavinnu, málningarvinnu og múraravinnu. Gerður verður samningur við allt að tvo bjóðendur í hverri iðngrein til eins árs með möguleika á framlengingu til eins árs í tvö skipti.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til útboðs á tímavinnu iðnaðarmanna. Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir komuna á fundinn.

6.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Farið var yfir fyrstu skref skv. II. kafla í vinnureglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar, varðandi vinnu sem fram undan er í maí og júní nú þegar ársreikningur liggur fyrir.
Vísað til nefndar
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða til fundar með kjörnum fulltrúum í byrjun júní um vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlunar, 2026-2028. Því er jafnframt vísað til fastanefnda að ræða hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu þeirra málaflokka sem undir þær heyra.

7.Launayfirlit tímabils - 2024

Málsnúmer 2401033Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar-apríl 2024 lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 98,92% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Fjallabyggð 2024

Málsnúmer 2404061Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að samningi um rekstur knattspyrnusvæða 2024 ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

9.Kjörstaðir við forsetakosningar 1. júní 2024.

Málsnúmer 2403062Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað yfirkjörstjórnar og formanns undirkjörstjórnar á Siglufirði, dagsett 20. apríl sl., sem móttekið var þann 15. maí sl.
Í minnisblaðinu kemur fram að formaður yfirkjörstjórnar hefur í samráði við kjörstjórn og formann undirkjörstjórnar á Siglufirði lagt til, þrátt fyrir ágalla Ráðhússins, að kostir þess séu það margir að rétt sé að athuga hvort endurskoða eigi ákvörðun um að hafa kjörstað í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar yfirkjörstjórn fyrir minnisblað vegna kjörstaðavals fyrir komandi forsetakosningar. Bæjarráð tekur undir innihald minnisblaðsins og samþykkir því að breyta fyrri ákvörðun sinni um val á kjörstað fyrir undirkjördeild á Siglufirði. Forsetakjör á Siglufirði fer því fram í Ráðhúsi Fjallabyggðar og á Ólafsfirði í Menntaskólanum á Tröllaskaga líkt í undangegnum kosningum.

10.Ósk um fjárstuðning

Málsnúmer 2405032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi formanns stjórnar Leyningsáss ses. ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir auknum fjárstuðningi til stofnunarinnar vegna reksturs skíðasvæðisins í Skarðsdal. Að auki er óskað eftir því að settir verði fjármunir í þær framkvæmdir sem þarf að klára til að klára flutning á lyftum, reisa skála og hafa skíðasvæðið í lagi.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar formanni stjórnar Leyningsáss fyrir erindið og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við Leyningsás. Bæjarstjóra falið að fara þess á leit við formann stjórnar félagsins að fyrir komandi mánaðarmót verði komið á fundi stofnenda sjálfeignarstofnunarinnar þar sem þau atriði sem koma fram í erindi félagsins yrðu rædd nánar.

11.Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi

Málsnúmer 2405035Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar Sjómannafélags Ólafsfjarðar um tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar sjómanna á Sjómannadaginn.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tímabundna leyfisveitingu.

12.Umboð til kjarasamningsgerðar

Málsnúmer 2405038Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Tryggva Friðjónssonar formanni samninganefndar SFV í kjaramálum vegna umboðs til kjarasamningagerðar. Umboðið tekur gildi við undirritun og hefur sama gildistíma og komandi kjarasamningar.
Athygli er vakin á því að umboðið gildir einungis vegna kjarasamningsgerðar en ekki vegna stofnanasamningsgerðar.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur forstöðumanni Hornbrekku að undirrita það fyrir hönd stofnunarinnar.

13.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2024

Málsnúmer 2405018Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Markaðsstofu Norðurlands þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 30. maí 2024 kl. 13:00. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Verbúðin 66, Hrísey.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.), 925. mál.
Umsagnarbeiðninni er beint bæði til sveitarfélaganna og félagsþjónustum sveitarfélaganna.
Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. maí nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð 14. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026, sem haldinn var þann 23. apríl sl.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:02.