Kjörstaðir við forsetakosningar 1. júní 2024.

Málsnúmer 2403062

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 826. fundur - 05.04.2024

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar um kjörstaði við forsetakosningar 1. júní 2024.
Lagt er til að kjörstaðir verði eftirfarandi:
Menntaskólinn á Tröllaskaga og íþróttahúsið á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu deildarstjóra og felur honum að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17.05.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað yfirkjörstjórnar og formanns undirkjörstjórnar á Siglufirði, dagsett 20. apríl sl., sem móttekið var þann 15. maí sl.
Í minnisblaðinu kemur fram að formaður yfirkjörstjórnar hefur í samráði við kjörstjórn og formann undirkjörstjórnar á Siglufirði lagt til, þrátt fyrir ágalla Ráðhússins, að kostir þess séu það margir að rétt sé að athuga hvort endurskoða eigi ákvörðun um að hafa kjörstað í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar yfirkjörstjórn fyrir minnisblað vegna kjörstaðavals fyrir komandi forsetakosningar. Bæjarráð tekur undir innihald minnisblaðsins og samþykkir því að breyta fyrri ákvörðun sinni um val á kjörstað fyrir undirkjördeild á Siglufirði. Forsetakjör á Siglufirði fer því fram í Ráðhúsi Fjallabyggðar og á Ólafsfirði í Menntaskólanum á Tröllaskaga líkt í undangegnum kosningum.