Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa

Málsnúmer 2201057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 03.02.2022

Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 1. febrúar 2022 þar sem fram kemur að þann 31. janúar sl. hafa tilboð verið opnuð í verkefnið "Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa".

Þrjú tilboð bárust,
Stapafell verktakar ehf. buðu kr. 67.466.744,
Skálar verktakar ehf. kr. 63.998.244,
Trésmíði ehf. kr. 51.865.935.
Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðar upp á kr. 50.639.040

Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboðin og leggur til að tilboði lægstbjóðanda, Trésmíði ehf. verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Trésmíði ehf. í verkið "Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa" og felur bæjarstjóra að undirrita verksamning vegna verksins fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 03.03.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 24. febrúar 2022 er varðar endurbætur búningsklefa í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Ólafsfirði. Í minnisblaðinu er þess farið á leit að bæjarráð auki fjárveitingu til verkefnisins um 12 millj.kr. en tilboð í verkið var þeirri upphæð hærra en framkvæmdaáætlun gerði ráð fyrir. Einnig er lagður fram útfærður viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 3/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 12.000.000.- vegna framkvæmda á endurbótum á búningsklefum í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Ólafsfirði, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31.03.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 24. mars 2022 er varðar flísalögn á útisvæði íþróttamiðstöðvar Ólafsfjarðar. Í minnisblaðinu, sem unnið er að ósk bæjarráðs, er lagt til að farið verði í lagfæringar á flísalögn samhliða framkvæmdum í búningsklefum íþróttamiðstöðvarinnar. Áætlaður kostnaður við lagfæringar er um 10 millj.kr., framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætlun 2022.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að ráðist verði í lagfæringar á flísalögn á sundlaugasvæði byggt á framlögðu minnisblaði og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 741. fundur - 05.05.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. verkfundar vegna verkefnisins Íþróttamiðstöð Ólafsfirði, endurbætur á búningsklefum.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 07.06.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. verkfundar vegna verkefnisins Íþróttamiðstöð Ólafsfirði, endurbætur á búningsklefum.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27.06.2022

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagður fram tölvupóstur dags. 21. júní 2022 frá deildarstjóra tæknideildar þar sem fram kemur staðan á framkvæmdum í Íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð harmar að opnun sundlaugarinnar hafi dregist. Miðað við framkomnar upplýsingar þá er áætluð opnun sundlaugarinnar fyrir lok mánaðarins og leggur bæjarráð áherslu á að staðið verið við þá dagsetningu.


Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar yfirgaf fundinn kl. 16:40.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14.02.2023

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar ásamt útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna framkvæmda á útisvæði við sundlaugina á Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 227. fundur - 08.03.2023

Visað frá 778. fundi bæjarráðs frá 14. febrúar sl. til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar ásamt útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna framkvæmda á útisvæði við sundlaugina á Ólafsfirði.

Guðjón M. Ólafsson tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2023 með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17.05.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna verkefnisins og setja verkefnið á fjárfestingaráætlun ársins.

Búið er að endurnýja flísar á heitum pottum og fosslaug á útisvæði sundlaugarinnar á Ólafsfirði. Þegar það var gert voru einnig keyptar flísar til þess að endurnýja flísalögn á lendingarlaugum fyrir rennibrautir. Nú liggur fyrir að klára þarf verkefnið og flísaleggja lendingarlaugarnar.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til skriflegrar verðkönnunar. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra að útisvæði sundlaugarinnar verði fullklárað í þessum framkvæmdum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 05.07.2024

Tilboð voru opnuð í endurnýjun á flísum lendingarlauga þriðjudaginn 25 júní síðastliðinn. Eitt tilboð barst frá Trésmíði ehf.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Trésmíði ehf. upp á kr. 7.912.900,-