Ósk um fjárstuðning

Málsnúmer 2405032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17.05.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi formanns stjórnar Leyningsáss ses. ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir auknum fjárstuðningi til stofnunarinnar vegna reksturs skíðasvæðisins í Skarðsdal. Að auki er óskað eftir því að settir verði fjármunir í þær framkvæmdir sem þarf að klára til að klára flutning á lyftum, reisa skála og hafa skíðasvæðið í lagi.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar formanni stjórnar Leyningsáss fyrir erindið og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við Leyningsás. Bæjarstjóra falið að fara þess á leit við formann stjórnar félagsins að fyrir komandi mánaðarmót verði komið á fundi stofnenda sjálfeignarstofnunarinnar þar sem þau atriði sem koma fram í erindi félagsins yrðu rædd nánar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 07.06.2024

Á fundi bæjarráðs þann 17. maí síðastliðinn var tekið fyrir erindi formanns stjórnar Leyningsáss ses þar sem óskað var eftir auknum fjárstuðningi til stofnunarinnar vegna reksturs skíðasvæðisins í Skarðsdal. Að auki var óskað eftir því að settir verði fjármunir í þær framkvæmdir sem ráðast þarf í til að klára flutning á lyftum, reisa skála og hafa skíðasvæðið í lagi. Þar sem ekki tókst að koma á fundi stofnenda stofnunarinnar þá óskaði bæjarráð eftir að formaður stjórnar Leyningsáss kæmi á fund bæjarráðs til þess að fara yfir þá stöðu sem upp er komin á skíðasvæðinu í Skarðsdal. Á fundinn mætti Kolbeinn Óttarsson Proppé stjórnarformaður Leyningsáss ses.
Bæjarráð þakkar stjórnarformanni Leyningsáss fyrir komuna á fundinn og tekur undir þær áhyggjur að mikilvægt sé að bregðast við ástandinu á skíðasvæðinu. Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til viðræðna við Leyningsás þar sem áhersla yrði á aðgerðir til þess að ræða hvernig hægt sé að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin á skíðasvæðinu. Bæjarráð samþykkir að skipa verkefnahóp sem sæi um viðræður við Leyningsás og skilaði tillögum til bæjarráðs innan tveggja vikna. Bæjarráð skipar eftirtalda aðila í hópinn: Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atla Einarsson og Ármann Viðar Sigurðsson.

Bæjarráð ítrekar mikilvægi samtals og samráðs stofnendanna sjálfseignarstofnunarinnar og felur bæjarstjóra að óska eftir formlegri afstöðu Selvíkur til verkefnisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21.06.2024

Lagt fram vinnuskjal frá verkefnahóp varðandi málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal.
Bæjarráð þakkar verkefnahópnum fyrir vinnuna. Bæjarráð samþykkir tillögur verkefnahópsins sbr. vinnuskjalið og felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ræða við formann stjórnar Leyningsáss um næstu skref og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28.06.2024

Málið tekið fyrir og farið yfir fund fulltrúa sveitarfélagsins með stjórnarformanni Leyningsáss líkt og lagt var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 246. fundur - 10.07.2024

Lagt fram erindi frá Leyningsás um fjárstuðning vegna framkvæmda við skíðasvæðið í Skarðdal ásamt vinnuskjali verkefnahóps um skíðasvæðið.

Til máls tóku: Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson, Tómas Atli Einarsson, Þorgeir Bjarnarson og S. Guðrún Hauksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að verða við beiðni stjórnar Leyningsáss ses. um fjárframlag til uppbyggingar og viðhalds vegna skíðasvæðisins í Skarðsdal skv. framlögðum gögnum og kostnaðaráætlun frá stjórn Leyningsáss ses. og verkefnahóps um málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal, sem lögð var fram á 835. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Fjallabyggð mun greiða skv. framlögðum og samþykktum framvindureikningum af stjórn Leyningsáss. Bæjarstjórn mælist til að stjórn Leyningsás vinni áfram náið með verkefnahópi um málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal, hvað varðar framkvæmdir og framvindu verkefnisins.

Framkvæmdin er í umsjón stjórnar Leyningsás og áætlaður verktími er í sumar og fram á haust. Ráðinn verður verktaki/verkefnastjóri, af Leyningsási ses., sem mun hafa yfirumsjón með framkvæmdunum.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 840. fundur - 16.08.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Kolbeins Proppé, f.h. stjórnar Leyningsáss ses. þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarins til þess hvort auka eigi framlög til reksturs skíðasvæðisins.
Vísað til starfshóps
Bæjarráð þakkar stjórn Leyningsáss fyrir erindið og vísar málinu til verkefnahóps um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðisins í Skarðsdal.