Þjónusta iðnaðarmanna, tímavinna

Málsnúmer 2405036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17.05.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út tímavinnu iðnaðarmanna í Fjallabyggð. Tímavinnan á við um tilfallandi verkefni sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum vegna útboðs og verðkannana samkvæmt innkaupareglum Fjallabyggðar. Um er að ræða fimm aðskilin útboð fyrir eftirfarandi iðngreinar:
Trésmíðavinnu, rafvirkjavinnu, pípulagningavinnu, málningarvinnu og múraravinnu. Gerður verður samningur við allt að tvo bjóðendur í hverri iðngrein til eins árs með möguleika á framlengingu til eins árs í tvö skipti.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til útboðs á tímavinnu iðnaðarmanna. Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir komuna á fundinn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 244. fundur - 30.05.2024

Á 830. fundi bæjarráðs var lagt fyrir minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út tímavinnu iðnaðarmanna í Fjallabyggð. Tímavinnan á við um tilfallandi verkefni sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum vegna útboðs og verðkannana samkvæmt innkaupareglum Fjallabyggðar. Um er að ræða fimm aðskilin útboð fyrir eftirfarandi iðngreinar: Trésmíðavinnu, rafvirkjavinnu, pípulagningavinnu, málningarvinnu og múraravinnu. Gerður verður samningur við allt að tvo bjóðendur í hverri iðngrein til eins árs með möguleika á framlengingu til eins árs í tvö skipti.
Bæjarráð veitti deildarstjóra tæknideildar heimild til útboðs á tímavinnu iðnaðarmanna.

S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21.06.2024

Tilboð voru opnuð í tímavinnu iðnaðarmanna miðvikudaginn 12. júní síðastliðinn.
Bæjarráð þakkar þeim sem tóku þátt í tilraunaútboðinu en í ljósi þess að markmiðum rammasamningsútboðanna var ekki náð þá samþykkir ráðið að hætta við útboð á tímavinnu iðnaðarmanna.