Vatnsveita í Brimnesdal

Málsnúmer 2404005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 826. fundur - 05.04.2024

Vatnsveitan í Ólafsfirði annar ekki eftirspurn og er viðkvæm fyrir skakkaföllum. Auka þarf afkastagetu kerfisins og sveigjanleika. Sveitafélagið nýtir nú þegar vatnasvið Brimnessdals fyrir vatnstöku, en nýtir ekki afrennsli Brimnesár beint. Tækifæri er í því fyrir veituna að nýta auka afköst með því að taka vatn úr ánni til afhendingar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra tæknideildar falið að hefja undirbúning á vatnstöku í Brimnesá. Nýtt inntaksmannvirki skal geta veitt vatni inn á miðlunartank sveitafélagsins og þannig aukið til muna almenna afkastagetu til sveiflujöfnunar sem og til slökkvistarfs. Inntakið á einnig að geta tengst veitu til stórnotenda. Inntakið skal útbúið með þeim hætti að líkur á lit og óhreinindum í vatni séu lágmarkaðar með viðunandi síun, líkt og gert er í Hólsdal. Frumdrög að lausn óskast kynnt í bæjarráði innan þriggja vikna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17.05.2024

Á 826. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað:
"Deildarstjóra tæknideildar falið að hefja undirbúning á vatnstöku í Brimnesá. Nýtt inntaksmannvirki skal geta veitt vatni inn á miðlunartank sveitafélagsins og þannig aukið til muna almenna afkastagetu til sveiflujöfnunar sem og til slökkvistarfs. Inntakið á einnig að geta tengst veitu til stórnotenda. Inntakið skal útbúið með þeim hætti að líkur á lit og óhreinindum í vatni séu lágmarkaðar með viðunandi síun, líkt og gert er í Hólsdal. Frumdrög að lausn óskast kynnt í bæjarráði innan þriggja vikna."

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað Eflu verkfræðistofu vegna aukinnar vatnsöflunar frá Brimnesdal.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að hefja og klára forhönnun á nýrri lögn meðfram Aðalgötu og niður að hafnarsvæði og sem og endurbætur á vatnstöku Múlalindar. Tæknideild ber að tryggja samlegðaráhrif af öðrum fyrirhuguðum gatnaframkvæmdum. Ekki er hægt að klára hönnun á nýju inntaki í Brimnesá fyrr en farvegurinn er orðinn snjólaus, en nákvæm staðsetning á vatnsinntaki er nauðsynleg til að ákvarða útfærslu á tengingu við bæjarkerfið. Halda þarf áfram vinnu við að tryggja aðgengi að varavatnsbóli utan Brimnesdals.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30.08.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu samskipti tæknideildar við EFLU þar sem lagt er til að ráðast verði í frekari rannsóknarvinnu vegna vatnsveitunnar í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í rannsóknarvinnu vegna vatnsveitunnar í Ólafsfirði. Tæknideild og Þjónustumiðstöð falið að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 845. fundur - 30.09.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað tæknideildar ásamt minnisblaði EFLU verkfræðistofu um stöðu vatnsveituverkefnisins í Brimnesdal í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild er falið að vinna málið áfram í samræmi við tillögur sem koma fram í minnisblaði.