Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 6. fundur - 27. apríl 2016

Málsnúmer 1604012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 132. fundur - 11.05.2016

  • .1 1601094 Viðbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga
    Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 6. fundur - 27. apríl 2016 1. Fanney Hauksdóttir mætti á fund starfshópsins og kynnti tillögu að viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga.

    Starfshópurinn samþykkir að fela AVH Arkitekta og Verkfræðiþjónustu að fara af stað með hönnun viðbyggingarinnar á grundvelli tillagna sem Fanney kynnti á fundinum og þeim ábendingum sem fram komu.
    Skólameistari tók fram að hvorki hún né aðstoðarskólameistari hafa heimild til þess að skuldbinda ríkið fjárhagslega í þessu samhengi. Bæjarstjóri bendir á að starfshópurinn var kosinn af bæjarstjórn og fulltrúar hans hafa atkvæðisrétt.

    2. Lögð fram kostnaðaráætlun skólameistara vegna stofnbúnaðar fyrir viðbygginguna.

    3. Framkvæmdaáætlun.
    Reiknað er með að hönnun ljúki í byrjun júlí og útboð á uppsteypu viðbyggingarinnar verði í júlí og tilboð opnuð í byrjun ágúst. Ef hönnun gengur hratt fyrir sig gætu dagssetningar orðið fyrr sem því nemur.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 6. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.